Erlendar rannsóknir benda til að stjúpmæður geta upplifað mikla streitu í uppeldishlutverki sínu og að þær séu vanmetnar bæði af öðrum fjölskyldumeðlimun þ.e. stjúpbörnum og maka, og samfélaginu í heild.
Flestar stjúpmæður fara í nýtt samband með góðum hug og vilja til að láta hlutina ganga með börnin, stundum of langt og á þeirra eigin kostnað. Erlendar rannsóknir benda til að stjúpmæður geta upplifað mikla streitu í uppeldishlutverki sínu og að þær séu vanmetnar bæði af öðrum fjölskyldumeðlimun þ.e. stjúpbörnum og maka, og samfélaginu í heild.fylgir ákveðin hætta á þunglyndi og margar eru einmanna í þessum mjög svo algengum sporum en um 75-80% fólks fer í ný sambönd eftir skilnað. Þó þær glími ekki við fæðingarþunglyndi í þeirri merkingu orðsins en full ástæða er til að rannsaka betur hvað það er sem veldur. Líðan stjúpmæðra bitnar ekki eingöngu á þeim sjálfum heldur benda rannsóknir til að tengsl eru á milli andlegrar heilsu umönnunaraðila eins og stjúpmæðra og andlegrar heilsu barna. Það er því mikilvægt að stjúpmæður taki ekki meira að sér en þær raunverulega treysta sér til þegar kemur að stjúpbörnunum að ótta t.d. við að vera“leiðinlegar“.
Félagslegur stuðningur er ein besta vörnin gegn streitu og þunglyndi. Samfélagið hefur hinsvegar og því miður einkennst af hálfgerðri stjúpblindu þar sem ekki er komið auga á stjúptengsl eða gert ráð fyrir þeim í rannsóknum eða stefnumótun í samfélaginu né miklum stuðningi. Jafnvel ekki hjá stjúpfjölskyldunum sjálfum og fundnar eru til ýmsar skýringar á því af hverju viðkomandi tilheyrir ekki stjúpfjölskyldu eins og að börnin búi ekki hjá viðkomandi að staðaldri, þau hafi ekki sama lögheimili eða þau séu orðin svo fullorðin. En stjúpfjölskylda er skilgreind sem fjölskylda þar sem annar eða báðir aðilar koma með barn eða börn úr öðrum samböndum.
Skortur á viðurkenningu
Þessi skortur á viðurkenningu er víða og sumri reyna að fela það að þeir búa í stjúpfjölskyldum. Sumir ganga jafnvel svo langt að segja að viðkomandi stjúpfaðir eða stjúpmóðir sé meira eins og pabbi eða mamma þar sem viðkomandi er svo góð/ur! Rétt eins og stjúpforeldar geti ekki verið góðir. Við vitum að þessi ímynd kemur úr ævintýrunum en það er ekki hægt að horfa framhjá því sem kemur fram bæði í erlendum og innlendum rannsóknir það getur reynt meira á í stjúpfjölskyldum sem kemur m.a. fram í tölum um ofbeldi innan fjölskyldunnar og ungmenni fari fyrr að heiman. Það er því mikilvægt forvarnarverkefni að styðja við stjúpforeldra og stjúpfjölskyldur í heild sem og að tryggja að börn og ungmenni haldi tengslum við báða foreldra sína eftir skilnað og líka þegar farið er í stjúpfjölskyldu.
Það er mitt mat að eitt stærsta velferðarmál samtímans sé að þétta tengslanet barna og fjölskyldna þeirra. Fordómar, óvissa og lítill félagslegur stuðningur við stjúpfjölskyldur getur gert það að verkum að þessi stuðningurinn fer oft forgörðum í stað þess að gera fjölskyldunetið ríkara þegar vel tekst til.
Stjúpuhittingur
Til að bregðast við þessari þörf sem ég þekkti sjálf vel á sínum tíma ákvað ég í í vetur eftir nokkuð hlé að bjóða upp stjúpmæðrahópa sem ganga undir nafninu „Stjúpuhittingur“ og eru konurnar frá 5-8 í hóp ásamt leiðbeinanda. En ég legg áherslu á að hóparnir séu persónulegir og allar konur fái sinn tíma til að tjá sig en það er nú oft þannig að leið og við orðum hlutina upphátt, í öruggu umhverfi og án þess að vera trufluð finnum við okkar eigin lausnir.
Í hópunum tökum fyrir ákveðin verkefni og ræðum í hópnum. Ég hef haft þá venju að biðja þær um að senda mér póst þar sem fram kemur hvað þær vilja fá út úr hópnum. Það er ótrúlega oft það sama sem þeim langar til að ræða og það sem stendur upp úr og er nánast í öllum póstum er að þeim langar að kynnast öðrum stjúpum, fá ráð frá þeim sem eru í svipuðum sporum og fá staðfestingu á því að líðan þeirra sé normal, þær séu ekki einar um að líða „svona. Mitt hlutverk er að leiða hópinn, leggja fyrir verkefni og stutt innlegg úr fræðunum þegar við á.
Hóparnir eru lokaðir og skiptir trúnaður þar öllu máli. Þetta hefur verið einstaklega gefandi og skemmtileg vinna og er bæði grátið og helgið og allt þar á milli. Á fyrsta fundi förum við m.a. yfir þessa punkta sem þær senda mér án þess að nefna hver sendi hvað og síðan fá þær heimaverkefni sem farið er í næsta tíma. Eftir fyrsta tímann er upplifa margar konur eins og þungu fari sé af þeim létt en sumar finna líka fyrir gremju yfir ýmsu sem upp hefur komið og ekki náðst að vinna úr. Það má kannski segja að vera í slíkum hóp hjálpar þeim m.a. að vinna úr hlutunum og gefur þeim kjark til að takast á við hluti milli funda eins og að setja mörk og ræða viðkvæm mál. Við áherslu á að koma auga á það sem vel gengur og gera meira af því sem virkar. Það sem mér hefur fundist skipta konurnar mestu máli er að hitta aðrar konur í öruggum aðstæðum og ræða stjúpmóðurhlutverkið sem hvílir þungt á mörgum konum. Fara í sjálfsskoðun og heyra í öðrum í sömu sporum en við lærum mikið af hvor annarri.
Vita hvað þær eiga ekki að vera!
Flestar stjúpmæður eru meðvitaðar um hvað þær eiga ekki að vera þ.e. mæður stjúpbarna sinna, enda eiga flest þeirra mæður. Þær vilja heldur ekki vera vonda stjúpan í ævintýrunum. En hvert er þá hlutverk stjúpmóðurinnar? Margar komast að því að þær hafa leyft öðrum að skilgreina það fyrir sig og það hafi ekki hjálpað að vilja ekki vera „leiðinleg“ og setja því ekki sjálfum sér og öðrum mörk. Með því að læra hvað er normalt fyrir stjúpfjölskyldur og vera með raunhæfar væntingar, velja sér sjálf það hlutverk sem hún vill vera í og prófa sig áfram, sem og taka áhættina á að „vera leiðinleg“ sem felur ekkert annað í sér en að setja viðeigandi mörk og skapast góður grunnur fyrir gott fjölskyldulíf. Það verður hinsvegar mikilvægt að taka fram að það er ekki á ábyrgð stjúpunnar einnar að bæta fjölskyldulífið en það verður nú að segjast eins og að oftast eru það konur sem draga vagninn í fjölskyldumálum. Á námskeiðinu öðlast flestar þann kraft og ekki síst sjálfsöryggi sem til þarf að fara í þá vinnu sem til þarf svo öllum líði vel í fjölskyldunni. Oftast er makinn áhugasamur um það sem fram fer og parið fer í að skoða málin meira saman – sem er lykilatriði.
Valgerður Halldórsdóttir, félags- og fjölskyldráðgjafi, sáttamaður