Skip to main content
All Posts By

valgerdur

Hvað græði ég á þessu?

Eftir Börn og ungmenni, Fjölskylda

„Stjúp­syst­ir mín fær allt frá minni fjöl­skyldu en ég og bróðir minn fáum ekk­ert frá henn­ar.  Hvað áttu við spurði ég? Sko, mamma hef­ur sí­felld­ar áhyggj­ur af því hvernig henni líði og ger­ir allt fyr­ir hana en pæl­ir ekk­ert í okk­ur. Hún læt­ur stund­um eins og hún sé meiri mamma henn­ar en okk­ar, kaup­ir föt, fer á hand­bolta­leiki hjá henni og svo býður hún henni með okk­ur í allt af því að hún er í fjöl­skyld­unni. Amma og afi gefa henni gjaf­ir eins og okk­ur, en við fáum ekk­ert frá henn­ar fólki, svo er pabbi henn­ar ekk­ert að pæla í því hvernig mér eða bróður mín­um líður. Hann fer oft eitt­hvað með stjúp­syst­ur minni án þess að bjóða okk­ur systkin­un­um með. Mamma seg­ir að það sé af því að við erum tvö en hún bara ein,“ Val­gerður Hall­dórs­dótt­ir fjöl­skyldu­fræðing­ur rek­ur fyr­ir­tækið stjúptengsl.is. Hún skoðar sam­skipti í stjúp­fjöl­skyld­um í nýj­um pistli: Sjá framhald á Smartland


 

Pabbinn er kominn í nýtt samband og dóttirin er ringluð

Eftir Börn og ungmenni

Hæ Val­gerður. 

Ég er ein­hleyp móðir með á 11 ára gamla dótt­ur. Hér heima ganga hlut­irn­ir ágæt­lega en ég er svo van­mátt­ug og pirruð þegar kem­ur að sam­skipt­um við föður henn­ar.  Dótt­ir mín vill breyta um­gengn­inni og vera fleiri daga hjá mér. Það er í lagi mín vegna, en pabbi henn­ar held­ur að þetta snú­ist um að ég geti ekki unnt hon­um þess að vera kom­inn í nýtt sam­band. Mér er bara al­veg sama um hann, en ekki um líðan dótt­ur okk­ar.  Ég hef hvatt hana til að ræða þetta við hann sjálf en hún treyst­ir sér ekki til þess.

Sjá meira á Smartland

Börn telja ekki klukkustundir en meta samskipti Kastljós

Eftir Hljóð/Mynd

Fyrirsjáanleiki og sveigjanleiki eru mikilvægir þættir í því að tryggja farsælt jólahald eftir skilnað. Þetta kom fram í máli Valgerðar Halldórsdóttur félagsráðgjafa í Kastljósi í kvöld. Þar var rætt um hvaða áskoranir geta tengst jólahaldi eftir skilnað foreldra og hvernig væri hægt að tryggja að börnum, foreldrum og stjúpforeldrum líði sem best. „Börnin eru ekki að telja klukkustundir eða endilega daga. Þau meta samskipti,“ sagði Valgerður. Sjá má viðtalið hér

Næstu námskeið 2022

Eftir Fréttir

2022

  • Hlutverk stjúpmæðra – Örnámskeið 10. janúar 2022
  • Sterkari stjúpfjölskyldur – Örnámskeið  fyrir pör og aðra áhugasama 11. janúar 2022
  • Samvinna skóla við aðstandendur barna með tvö heimili – Örnámskeið ætlað skólafólki 12. janúar 2022
  • Stjúptengsl endurgerð fjölskyldusamskipta (5 ein)FAGFÓLK  26. janúar 2022  til 23.febrúar 2022 (skráning hafin).
  • Hægt er að fá sérsniðin námskeið/erindi  fyrir hópa, vinnustaði og stofnanir
  • Jafnframt einstaklings- para- og fjölskylduráðgjöf

 Hér eru hægt að fá frekari upplýsingar og bóka námskeið eða aðra þjónustu hér. 

 

Frestaði brúðkaupinu ítrekað vegna foreldra sinna – Mbl Smartland

Eftir Fjölskylda, Hátíðir

Sæl Val­gerður.

Ég er að fara að gifta mig í sept­em­ber, sem ætti að vera mikið gleðiefni. Und­ir­bún­ing­ur­inn geng­ur von­um fram­ar en eina vanda­málið eru for­eldr­ar mín­ir. Þau skildu fyr­ir tólf árum og var skilnaður­inn mjög erfiður og sár­in virðast aldrei ætla að gróa. Þau eiga bæði nýj­an maka og það er nán­ast ómögu­legt að sjá fyr­ir sér þær aðstæður að þau geti hrein­lega hist í brúðkaup­inu en þau hafa bæði sagt að þau komi. Það eru hins veg­ar ótelj­andi hliðar á því sem valda mér kvíða. Satt að segja hef ég frestað því lengi að gifta mig út af þessu ástandi á þeim, en ætla ekki að gera það leng­ur. Hvað get ég gert?

Kveðja,

Helga

Sæl Helga.

Það er sorg­leg staðreynd að sum­ir virðast ekki ná að vinna úr sín­um skilnaði. Sér­stak­lega í ljósi þess að djúp­stæður ágrein­ing­ur er ekki einka­mál for­eldra og hef­ur áhrif á alla þá sem að þeim standa. Rétt eins og þú seg­ir sjálf þá hef­ur þú fram til þessa frestað því að gifta þig út af erfiðum sam­skipt­um þeirra.

Já­kvæðu frétt­irn­ar eru að for­eldr­ar þínir virðast ætla að mæta í brúðkaupið þitt þótt það muni ör­ugg­lega valda þeim kvíða og streitu að óbreyttu. Það má gefa þeim plús fyr­ir það. Mik­il­vægt er að þú og til­von­andi maki þinn haldið ykk­ar striki og leyfið þeim ekki að hafa frek­ari áhrif á áform ykk­ar varðandi brúðkaup. Sjá meira Hér

Órómantískt en nauðsynlegt að ræða fjármálin Ása Ninna Pétursdóttir á Makamál

Eftir Foreldrasamvinna, Skilnaður

Mikilvægt að upplifa sanngirni

Hvað myndir þú ráðleggja fólki, sem er jafnvel að sameina fjölskyldur, þegar kemur að fjármálum. Væri besta að fá faglega hjálp strax?

„Fólk sem hefur farið í gegnum sambandsslit eða skilnað veit að ekkert er alveg öruggt í þessum heimi og sýnir stundum meiri varkárni að rugla saman fjármálum sínum en ella. Fjárhagsstaða fólks er líka stundum mjög ólík.  Annar er mögulega með skuldir á bakinu og þarf að standa skil á barnsmeðlögum á meðan hinn aðilinn stendur nokkuð vel.“

Valgerður segir mikilvægt að pör eigi samráð og að allir upplifi sanngirni.  Lesa má greinina í heild sinni HÉR.

Mannlegi þátturinn Stjúptengsl í umsjá Guðrúnar Gunnarsdóttur og Gunnars Hanssonar

Eftir Hljóð/Mynd

Við fengum sérfræðing í þáttinn eins og vanalega á fimmtudögum. Í þetta sinn var það Valgerður Halldórsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi sem stofnaði og er ritstjóri stjuptengsl.is og hefur séð að mestu um ráðgjöfina og fræðsluna þar. Valgerður hefur alla ævi búið í einhverri útgáfu af stjúpfjölskyldu, eins og kannski svo margir Islendingar. Hefur hún bæði persónulega reynslu sem barn og fullorðin ? og faglega þekkingu á skilnaði, foreldrasamvinnu og stjúptengslum. Valgerður sagði okkur frá sínu starfi og því sem hún og hennar skjólstæðingar eru helst að glíma við og í seinni hluta þáttarins svaraði hún spurningum sem hlustendur hafa sent inn til okkar í netfang þáttarins. Hlusta má á þáttinn hér!

Sumarfrí í stjúpfjölskyldum valda kvíða – MBL

Eftir Fjölskylda

Það er há­anna­tími, flest­ir á leið í frí, sum­ir í stór­um hóp­um, þar sem öllu ægir sam­an, for­eldr­um, stjúp­for­eldr­um, ömmu og afa, stjúpömmu- og afa, bræðrum, stjúp­bræðrum, systr­um og stjúp­systr­um. All­ir sam­an á hót­eli og all­ir glaðir í tvær til þrjár vik­ur. En þannig er það ekki alltaf. Og stund­um kem­ur fólk heim úr frí­um síður út­hvílt en áður en farið var út.

Að sögn Val­gerðar Hall­dórs­dótt­ur, fjöl­skyldu og fé­lags­ráðgjafa hjá Stjúptengsl­um, get­ur sum­ar­fríið reynt á marga, sér­stak­lega ef óraun­hæf­ar vænt­ing­ar og skort­ur á skipu­lagi stýra ferðinni.


Lesa má greinina í heild sinni HÉR.

Hvernig er að vera stjúpforeldri? Spjall Valgerðar, Lindu og Svenna í Hlaðvarpsþættinum 180 gráður með Lindu og Svenna

Eftir Hljóð/Mynd, Stjúpforeldrar

Hvernig er að vera stjúpforeldri og hvaða gildrur ber að forðast þegar þú ferð inn í það hlutverk. Áttu að verða „foreldri“ eða einungis „vinur“ barnsins, eða kannski hvoru tveggja. Valgerður Halldórsdóttir hjá stjuptengsl.is  ræðir við okkur í upplýsandi viðtali sem ekkert stjúpforeldri ætti að missa af. Hlusta má á þáttinn HÉR

Framleiðandi- Sveinn Snorri Sighvatsson/ Volume  Þáttastjórn- Sveinn Snorri Sighvatsson/ Linda Baldvinsdóttir

Var 19 ára þegar foreldrarnir skildu og finnst hún vera útundan – Smartland MBL

Eftir Börn og ungmenni, Skilnaður, Stjúptengsl

Hæ Val­gerður. 

For­eldr­ar mínu skildu þegar ég var 19 ára og fóru bæði fljót­lega í ný sam­bönd. Ég var upp­tek­in af vin­um og skól­an­um á þess­um tíma. Ég kynnt­ist síðan nú­ver­andi mann­in­um mín­um um tví­tugt og var mikið heima hjá hon­um. Þannig að ég kynnt­ist stjúp­for­eldr­um mín­um lítið,  annað var með yngri syst­kyni mín sem voru að fara á milli heim­ila. Mér líður í dag eins og hafi verið ein­hvern­veg­in „skil­in eft­ir“ og er pirruð út í for­eldra mína, sér­stak­lega pabba og kon­una hans. Það er ekki gert ráð fyr­ir mér eða mín­um börn­um.  

Kveðja, E

 

Komdu sæl E.

Það er vond til­finn­ing að upp­lifa sig útund­an, sama á hvaða aldri maður er. Það virðist því miður koma fyr­ir að for­eldr­ar átti sig ekki á mik­il­vægi sínu í lífi eldri barna sinna við skilnað og mynd­un nýrr­ar stjúp­fjöl­skyldu, það er þeirra sem ekki telj­ast börn leng­ur í laga­leg­um skiln­ingi. Af­skipta­leysi þeirra, sem og stjúp­for­eldra, er oft rétt­lætt með því að börn­in séu orðin svo stór eða full­orðin og að þau þurfi ekki á þeim að halda. Í sum­um til­vik­um virðist vera litið svo á, að stóru börn­in séu „miklu eldri“ en jafn­aldr­ar þeirra sem búa með báðum for­eldr­um sín­um eða stjúp­börn­in sem telj­ast búa á heim­ili þeirra.

Yngri börn lúta oft­ast ein­hverju um­gengn­is­fyr­ir­komu­lagi sem trygg­ir þeim reglu­leg sam­skipti við báða for­eldra eft­ir skilnað og ná að viðhalda nauðsyn­leg­um tengsl­um við þá. Eigi þau stjúp­for­eldri, stjúp­systkinu og/​eða hálf­systkini fá þau á sama tíma tæki­færi til að kynn­ast og mynda tengsl. Það get­ur því verið auðvelt að upp­lifa að „vera skiln­inn eft­ir“ sé ekki passað upp á tengsl­in við eldri börn­in. Systkini þín eru orðin hluti af fjöl­skyldu sem þér finnst hvorki þú né börn­in þín til­heyra. Mögu­lega að þið fáið ekki þann stuðning sem þið þarfn­ist. Sjá framhald hér.

 

Instagram