
Hver er staða barna sem eiga tvö heimili? Má stjúpforeldri segja því til? Hlusta má á viðtalið við Valgerður Halldórsdóttur hér.
Hver er staða barna sem eiga tvö heimili? Má stjúpforeldri segja því til? Hlusta má á viðtalið við Valgerður Halldórsdóttur hér.
Sæl Valgerður
Ég er að hefja samband með manni sem á uppkomin börn með tveimur konum sem ekki eru sáttar við sambandið. Þær ljúga upp á mig, segja mig ömurlega og að ég henti ekki manninum mínum. Börnin vilja hafa samskipti við okkur en geta það ekki út af mæðrum sínum, sem ekki geta sleppt takinu af fortíðinni. Hvað er gott að gera í svona stöðu?
Börnin hans eru alltaf velkomin og mér finnst sjálfsagt að fá þau í heimsókn og langar að kynnast þeim betur en þá eru mæður þeirra farnar að hittast og plotta endalausar skítasprengjur gegn okkur. Maka minn langar að nálgast börnin sín en hreinlega vill ekki þurfa að standa í einhverju stríði og rugli frá sínum fyrrverandi konum. Það er eins og hann megi ekki vera hamingjusamur.
Kveðja, B
Komdu sæl B.
Það er ekki sjálfgefið að fyrrverandi mökum núverandi maka þíns líki vel við þig, jafnvel þó þú sért ágætismanneskja og viljir börnum þeirra vel. Ég veit heldur ekki hversu mikið mark þú átt að taka á skoðunum þeirra. Á sínum tíma virðist sem að þær hafi verið þeirrar skoðunar að þær hentuðu honum vel, en svo reyndist nú ekki vera – sjá svar í heild sinni hér.
„Stjúpsystir mín fær allt frá minni fjölskyldu en ég og bróðir minn fáum ekkert frá hennar. Hvað áttu við spurði ég? Sko, mamma hefur sífelldar áhyggjur af því hvernig henni líði og gerir allt fyrir hana en pælir ekkert í okkur. Hún lætur stundum eins og hún sé meiri mamma hennar en okkar, kaupir föt, fer á handboltaleiki hjá henni og svo býður hún henni með okkur í allt af því að hún er í fjölskyldunni. Amma og afi gefa henni gjafir eins og okkur, en við fáum ekkert frá hennar fólki, svo er pabbi hennar ekkert að pæla í því hvernig mér eða bróður mínum líður. Hann fer oft eitthvað með stjúpsystur minni án þess að bjóða okkur systkinunum með. Mamma segir að það sé af því að við erum tvö en hún bara ein,“ Valgerður Halldórsdóttir fjölskyldufræðingur rekur fyrirtækið stjúptengsl.is. Hún skoðar samskipti í stjúpfjölskyldum í nýjum pistli: Sjá framhald á Smartland
Hæ Valgerður.
Ég er einhleyp móðir með á 11 ára gamla dóttur. Hér heima ganga hlutirnir ágætlega en ég er svo vanmáttug og pirruð þegar kemur að samskiptum við föður hennar. Dóttir mín vill breyta umgengninni og vera fleiri daga hjá mér. Það er í lagi mín vegna, en pabbi hennar heldur að þetta snúist um að ég geti ekki unnt honum þess að vera kominn í nýtt samband. Mér er bara alveg sama um hann, en ekki um líðan dóttur okkar. Ég hef hvatt hana til að ræða þetta við hann sjálf en hún treystir sér ekki til þess.
Sjá meira á Smartland
Fyrirsjáanleiki og sveigjanleiki eru mikilvægir þættir í því að tryggja farsælt jólahald eftir skilnað. Þetta kom fram í máli Valgerðar Halldórsdóttur félagsráðgjafa í Kastljósi í kvöld. Þar var rætt um hvaða áskoranir geta tengst jólahaldi eftir skilnað foreldra og hvernig væri hægt að tryggja að börnum, foreldrum og stjúpforeldrum líði sem best. „Börnin eru ekki að telja klukkustundir eða endilega daga. Þau meta samskipti,“ sagði Valgerður. Sjá má viðtalið hér
2022
Hér eru hægt að fá frekari upplýsingar og bóka námskeið eða aðra þjónustu hér.
Sæl Valgerður.
Ég er að fara að gifta mig í september, sem ætti að vera mikið gleðiefni. Undirbúningurinn gengur vonum framar en eina vandamálið eru foreldrar mínir. Þau skildu fyrir tólf árum og var skilnaðurinn mjög erfiður og sárin virðast aldrei ætla að gróa. Þau eiga bæði nýjan maka og það er nánast ómögulegt að sjá fyrir sér þær aðstæður að þau geti hreinlega hist í brúðkaupinu en þau hafa bæði sagt að þau komi. Það eru hins vegar óteljandi hliðar á því sem valda mér kvíða. Satt að segja hef ég frestað því lengi að gifta mig út af þessu ástandi á þeim, en ætla ekki að gera það lengur. Hvað get ég gert?
Kveðja,
Helga
Það er sorgleg staðreynd að sumir virðast ekki ná að vinna úr sínum skilnaði. Sérstaklega í ljósi þess að djúpstæður ágreiningur er ekki einkamál foreldra og hefur áhrif á alla þá sem að þeim standa. Rétt eins og þú segir sjálf þá hefur þú fram til þessa frestað því að gifta þig út af erfiðum samskiptum þeirra.
Jákvæðu fréttirnar eru að foreldrar þínir virðast ætla að mæta í brúðkaupið þitt þótt það muni örugglega valda þeim kvíða og streitu að óbreyttu. Það má gefa þeim plús fyrir það. Mikilvægt er að þú og tilvonandi maki þinn haldið ykkar striki og leyfið þeim ekki að hafa frekari áhrif á áform ykkar varðandi brúðkaup. Sjá meira Hér
Hvað myndir þú ráðleggja fólki, sem er jafnvel að sameina fjölskyldur, þegar kemur að fjármálum. Væri besta að fá faglega hjálp strax?
„Fólk sem hefur farið í gegnum sambandsslit eða skilnað veit að ekkert er alveg öruggt í þessum heimi og sýnir stundum meiri varkárni að rugla saman fjármálum sínum en ella. Fjárhagsstaða fólks er líka stundum mjög ólík. Annar er mögulega með skuldir á bakinu og þarf að standa skil á barnsmeðlögum á meðan hinn aðilinn stendur nokkuð vel.“
Valgerður segir mikilvægt að pör eigi samráð og að allir upplifi sanngirni. Lesa má greinina í heild sinni HÉR.
Það er háannatími, flestir á leið í frí, sumir í stórum hópum, þar sem öllu ægir saman, foreldrum, stjúpforeldrum, ömmu og afa, stjúpömmu- og afa, bræðrum, stjúpbræðrum, systrum og stjúpsystrum. Allir saman á hóteli og allir glaðir í tvær til þrjár vikur. En þannig er það ekki alltaf. Og stundum kemur fólk heim úr fríum síður úthvílt en áður en farið var út.
Að sögn Valgerðar Halldórsdóttur, fjölskyldu og félagsráðgjafa hjá Stjúptengslum, getur sumarfríið reynt á marga, sérstaklega ef óraunhæfar væntingar og skortur á skipulagi stýra ferðinni.
Lesa má greinina í heild sinni HÉR.