All Posts By

valgerdur

Aðalá­hyggju­efnið hvort og hvenær dótt­ir­in kem­ur – Mbl Smartland

Eftir Börn og ungmenni

Við hjón­in eig­um von á okk­ar fyrsta sam­eign­lega barni í júlí og erum mjög spennt. Þetta er henn­ar fyrsta barn en ég á fyr­ir tíu ára dótt­ur.  Aðal áhyggju­efni kon­unn­ar minn­ar eru hvort og þá hvernig hún verði hjá okk­ur þegar barnið fæðist og fyrst á eft­ir. Ég skil ekki al­veg þess­ar áhyggj­ur en mig lang­ar að dótt­ir mín verði hjá okk­ur og vil ekki að henni finn­ist hún vera útund­an.

Kveðja,

Hjalti

Komdu sæll Hjalti.

Af bréfi þínu má ráða að þú og kon­an þín hafið ekki al­veg sömu hug­mynd­irn­ar um hvernig hlut­irn­ir eigi að vera þegar ykk­ar sam­eig­in­lega barn kem­ur í heim­inn. Þú ert að verða faðir í annað sinn og kon­an þín móðir í fyrsta sinn, þannig að þið komið dálitið ólíkt að hlut­un­um og þarf­ir ykk­ar mögu­lega ólík­ar. Sum­um stjúp­for­eldr­um finnst ekk­ert mál þó stjúp­börn­in séu á heim­il­inu frá degi eitt meðan aðrir vilja fá tíma út af fyr­ir sig með nýja barn­inu og maka. Lesa  má svarið í heild sinni hér.

 

„Þetta var mitt val en ekki barn­anna“ El­ín­rós Lín­dal MBL

Eftir Fréttir

Stella Björg Krist­ins­dótt­ir er bæði móðir og stjúp­móðir. Hún og eig­inmaður henn­ar, Orri Her­manns­son, kynnt­ust þegar hún var 22 ára og hann 34 ára. Þá átti hann þrjú börn úr fyrri sam­bönd­um. Hún seg­ir mik­il­vægt að stjúp­mömm­ur móti hlut­verk sitt sjálf­ar og taki ábyrgð á vali sínu.

Stella seg­ir að hún hafi litið á það sem bón­us að eig­inmaður henn­ar hafi átt börn úr fyrri sam­bönd­um. Í dag er Stella móðir Freyju Rán­ar og stolt stjúp­móðir þriggja barna á öll­um aldri.Stella er þakk­lát fyr­ir að hafa fengið það hlut­verk að verða stjúp­mamma en henn­ar reynsla sé sú að all­ar þær stjúp­mömm­ur sem hún hafi kynnst hafi viljað reyna sitt besta.

„Það fara all­ir inn í fjöl­skyld­una og reyna sitt allra besta. Það sama átti við um mig. Ég vildi ekki gera mis­tök en maður lær­ir fljótt að það eiga sér stað mis­tök al­veg eins og í kjarna­fjöl­skyld­um. Það er eins og maður setji á sig auka pressu því maður vill svo inni­lega að allt gangi vel. Sú pressa get­ur reynst erfið til lengd­ar og það eina sem er þörf á er að stjúp­for­eldr­ar reyni sitt besta. Það er aldrei hægt að vera full­kom­inn. Þegar maður reyn­ir það býr maður til spennu og það ger­ir hlut­ina erfiðari þegar þeir koma upp. Viðtalið má lesa í heild sinni hér.

Hvernig skipt­ast eig­ur við and­lát ef hjón eiga ekki börn sam­an? Þyrí Stein­gríms­dótt­ir, lögmaður á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur

Eftir Fréttir

Sæl.

Ég hef spurn­ingu varðandi erfðarétt. Við hjón­in eig­um eng­in börn sam­an en eig­um bæði börn af fyrra hjóna­bandi. Eign­ir okk­ar hafa komið til vegna vinnu okk­ar beggja. Mér sýn­ist að falli maki minn frá á und­an mér þá eigi ég ein­göngu rétt á 1/​3 af eig­um okk­ar, er það rétt skilið hjá mér? Að börn­in hans erfi 2/​3 af eign­um okk­ar og ég ein­göngu 1/​3, þrátt fyr­ir að við eig­um þess­ar eign­ir jafnt?

Ég er hér að ganga út frá því að ekki væri búið að gera erfðaskrá þar sem leyfi er gefið fyr­ir óskiptu búi. Ég gæti trúað að marg­ir hefðu þessa sömu spurn­ingu enda orðið ansi al­gengt að sam­sett­ar fjöl­skyld­ur geri upp bú.  Lesa má allt svarið  HÉR 

Ekk­ert kyn­líf þegar hann er með börn­in Smartland Mörtu Maríu

Eftir Stjúpforeldrar

Sæl Val­gerður.

Ég er búin að vera í sam­bandi  við mann í tvö ár sem á stráka úr fyrra sam­bandi. Ég elska mann­inn minn og get ekki hugsað mér að missa hann. Ég er hins veg­ar al­veg kom­in að því að ganga út og er kom­in með kvíðahnút nokkr­um dög­um áður en þeir koma til okk­ar. Ég reyni að vera lítið heima en mér finnst maður­inn minn „stimpla sig úr sam­band­inu“ þegar þeir eru hjá okk­ur. Það er meira að segja skrúfað fyr­ir allt kyn­líf!

Kveðja, 

ein ör­vænt­ing­ar­full.

Komdu sæl.

Það er skilj­an­legt að þú hlakk­ir ekki til að strák­arn­ir hans komi til ykk­ar, ef þér líður þannig að maður­inn þinn „stimpli sig út“ úr sam­band­inu í návist þeirra. Hann vill ör­ugg­lega að strák­arn­ir finni að hann sé til staðar fyr­ir þá. Hins veg­ar get ég ímyndað mér að koma þeirra valdi hon­um líka viss­um kvíða og hann upp­lifi að hann sé einn á báti með þá þegar hann finn­ur spenn­una í þér. Hann gæti dregið þá álykt­un að þú þolir ekki strák­ana hans þar sem þú ert leng­ur í vinn­unni, meira með vin­kon­um þínum eða í rækt­inni þá viku sem þeir eru hjá ykk­ur.  Lesa má greinina í heild sinni HÉR

Dótt­ir­in reyn­ir að skemma ástar­sam­band móður sinn­ar Smart­land Mörtu Maríu

Eftir Börn og ungmenni

Sæl Val­gerður. 

Ég er kom­in í sam­band við mann sem skipt­ir mig miklu máli og planið er að fara að búa sam­an fyrr en seinna. Málið er að 14 ára dótt­ir mín virðist ekki þola hann og mér finnst eins og hún sé að reyna að skemma fyr­ir mér sam­bandið. Við höf­um búið tvær sam­an í 6 ár og hún er vön að hafa mig út af fyr­ir sig. Ég finn að ég er orðin svo reið út í hana, loks­ins þegar eitt­hvað er að ger­ast hjá mér þarf hún að reyna að skemma fyr­ir mér!

Mbk. Halla 

Komdu sæl Halla.

Það er ánægju­legt þegar fólk finn­ur ást­ina en verra þegar þeir sem standa því næst eru ekki al­veg jafn lukku­leg­ir og það sjálft, til að mynda börn þess. Hvort dótt­ir þín sé meðvitað að reyna að skemma fyr­ir þér sam­bandið eða ekki, er óvíst.

Flest börn eru nokkuð ör­ugg um ást og um­hyggju for­eldra sinna þegar dag­legt lífi þeirra er nokkuð fyr­ir­sjá­an­legt. Ástfangið for­eldri og nýtt stjúp­for­eldri kann að hrista upp í til­ver­unni í lífi barna, já, og óháð aldri. Breyt­ing­ar geta bæði þótt til hins „betra og verra“. Lesa má svarið í heild sinni HÉR

 

Ástin blómstrar með góðum stjúptengslum MBL

Eftir Börn og ungmenni

Val­gerður Hall­dórs­dótt­ir, fé­lags- og fjöl­skylduráðgjafi, seg­ir mik­il­vægt að stíga var­lega til jarðar áður en börn kynn­ast nýju stjúp­for­eldri. Það er ekki bara gott barn­anna vegna að læra um stjúptengsl þar sem góð stjúptengsl stuðla líka að betra ástar­sam­bandi.

„Fólki er al­veg óhætt að stinga sam­an nefj­um og eiga sitt einka­líf án þess að blanda börn­un­um í málið. Börn hafa enga þörf fyr­ir að vera kynnt fyr­ir kær­asta eða kær­ustu for­eldr­is sem stopp­ar stutt í lífi þess. Hafi þau til dæm­is „misst“ stjúp­for­eldri sem þeim þykir vænt um eða upp­lifað að for­eldri þess hafi verið í nokkr­um sund­ur-sam­an-sam­bönd­um er óvíst að þau séu fús til að gefa nýj­um aðila tæki­færi í fyrstu, jafn­vel þótt viðkom­andi sé hinn eini og sanni eða sanna í huga for­eldr­is­ins. Börn með laskað traust hafa sum hver litla trú á að viðkom­andi stoppi eitt­hvað í lífi þeirra. Nú svo get­ur kær­asti eða kær­asta ótt­ast það að tengj­ast barni viðkom­andi ef ske kynni að sam­bandið ent­ist ekki. Það er því nauðsyn­legt að gefa sam­bandi tíma til að þró­ast án þess að börn­in séu kynnt til sög­unn­ar og muna að góðir hlut­ir ger­ast hægt,“ seg­ir Val­gerður þegar hún er spurð út í það hvenær er best að byrja að kynna börn og stjúp­for­eldri.

Lesa máviðtalið hér í heild sinni.

Námskeið á vorönn 2021

Eftir Námskeið
  • Hlutverk stjúpmæðra – Örnámskeið 26. apríl 2021 (ath. nýr tími vegna covit takmarkana)
  • Sterkari stjúpfjölskyldur – Örnámskeið  fyrir pör og aðra áhugasama 19. april 2021
  • Sterkari saman – paranámskeið 22.-23. april, 5. maí 2021
  • Stjúpuhittingur – 21. – 22. april, 4. maí 2021
  • Stjúptengsl, endurgerð fjölskyldusamskipta fyrir FAGFÓLK – 28. apríl – 11. maí 2021
  • Hlutverk stjúpmæðra – Örnámskeið 3. maí 2021 (auglýst síðar)
  • Sterkari stjúpfjölskyldur – Örnámskeið  fyrir pör og aðra áhugasama 10. maí 2021
  • Hægt er að fá sérsniðin námskeið/erindi  fyrir hópa, vinnustaði og stofnanir

 Hér eru hægt að fá frekari upplýsingar og bóka námskeið eða aðra þjónustu hér. 

 

Hildur góða stjúpa og veltandi vömb Jón Árnason Íslenskar þjóðsögur og ævintýri

Eftir Fréttir

Það var einu sinni kóngur og drottning í ríki sínu og áttu sér ekkert barn og varð af því sundurþykkja á milli þeirra; kenndi hvort öðru. Einu sinni gekk drottning út á skóg í snjóföli so að henni blæddi nasir. Þá sagði hún: „Það vildi ég ætti mér fallega dóttur eins hvíta og snjórinn og eins rjóða í kinnum og blóðið og eins svarta á hár og íbenholt.“ Þá heyrir hún sagt í skógnum: „og þú gætir ekki dáið fyr en þú legðir á hana þrjár þrautir og það sé að drepa mann, brenna borg og eiga barn í lausaleik.“ So fer drottning heim. So líða fram stundir þangað til drottning á meybarn og er látið heita Hildur; hún ólst upp í ríkinu og var eins og drottning óskaði.

Einu sinni leggst drottning veik og hugsa allir hún muni deyja. Þá biður hún að lofa sér að sjá Hildi dóttur sína og það er gert; en þegar Hildur kemur til hennar þá rís hún upp og segir til Hildar: „Mæli ég um og legg ég á að þú skalt drepa mann, brenna borg og eiga barn í lausaleik.“ Síðan leggst hún niður og deyr og kóngur er mikið aumur af þessu. So ráðgjafarnir segja hvort þeir eigi ekki að leita hönum kvonfangs, það dugi ekki að liggja í víl. Hann þiggur það. So sigla þeir í eitt land og finna þar kóng sem á eina dóttir, og hét Hildur. Þeir biðja hennar til handa kónginum. Hildur segir hún geri það ekki öðru móti en hún fái að vera ógift í þrjú ár og ráða öllu. Þeir lofa því. So fara þeir með Hildi og sigla heim í ríkið. Kóngur gengur til skips og segir að allt sé tilbúið í veizluna, en þá segir Hildur að hún vilji vera ógift í þrjú ár og ráða öllu. Kóngur lætur það eftir henni og fer í hernað á meðan og so fer hún heim og fer nú að skoða í öll hús og so kemur hún að skemmu Hildar kóngsdóttir og biður að ljúka upp og það er gert. Hún sér að Hildur kóngsdóttir er dauf. Hún spyr hana af hvurju hún sé dauf; hún segir henni það ekki. Hún biður hana að ganga með sér út á skóg; hún gerir það. So fara þær og ganga lengi þangað til þær koma að stórum viðarrunna. Þar rífur hún upp hríslu og segist skuli hýða hana milli hæls og hnakka ef hún segi sér ekki hvað að henni gangi. So hún segir að hún móður sín hafi lagt á sig þrjár þrautir: að drepa mann, brenna borg og eiga barn í lausaleik. Hún segir að Karkur þræll kóngsins mundi hafa gert það og skyldi hún ekki vera dauf. So fóru þær heim. En so var þar vinnu skipað að hjá eldakellingunni var einn þræll sem átti að sækja vatnið og skyldi hún hafa fataskipti við kellinguna sem Karkur væri hjá; en það væri brunnur sem hann ætti að sækja í vatnið og væri fyrst gengið niður tröppur og so á meðan er verið að sökka í skjólunum heldur kellingin í festina. En þegar Karkur væri farinn að sökka í þá skyldi hún sleppa. So fer hún og hefur fataskipti við kellinguna. Karkur verður illur og segir hún muni dáltið halda sér. Hún segist skuli bera sig að því. So fer hann að sækja vatn og fer niður tröppurnar. So þegar hann er að sökka í skjólunum þá sleppir hún og fer so og segir Hildi drottningarefni. Hún læzt verða ill við hana og slá í hana og segir hún muni hafa gert það óviljandi, það dugi ekki að tala um það fyrst so sé komið.  Lesa má söguna í heild sinni hér 

Instagram