Skip to main content
Flokkur

Foreldrasamvinna

Órómantískt en nauðsynlegt að ræða fjármálin Ása Ninna Pétursdóttir á Makamál

Eftir Foreldrasamvinna, Skilnaður

Mikilvægt að upplifa sanngirni

Hvað myndir þú ráðleggja fólki, sem er jafnvel að sameina fjölskyldur, þegar kemur að fjármálum. Væri besta að fá faglega hjálp strax?

„Fólk sem hefur farið í gegnum sambandsslit eða skilnað veit að ekkert er alveg öruggt í þessum heimi og sýnir stundum meiri varkárni að rugla saman fjármálum sínum en ella. Fjárhagsstaða fólks er líka stundum mjög ólík.  Annar er mögulega með skuldir á bakinu og þarf að standa skil á barnsmeðlögum á meðan hinn aðilinn stendur nokkuð vel.“

Valgerður segir mikilvægt að pör eigi samráð og að allir upplifi sanngirni.  Lesa má greinina í heild sinni HÉR.

Á lyfjum aðra hvora viku – viðtal

Eftir Foreldrasamvinna

Sífellt algengara er að upp komi mál þar sem foreldrar sem fara sameiginlega með forsjá barns greini á um greiningar og lyfjagjöf barna sinna.

Til eru dæmi þess að börn séu á lyfjum aðra hverja viku með tilheyrandi afleiðingum. Sjá meira https://timarit.is/page/6392192?iabr=on#page/n9/mode/1up

 

 

 

Skipt búseta með einu lögheimili er valkostur fyrir úrvalsdeildina

Eftir Foreldrasamvinna

Foreldra barna sem eiga tvö heimili munu geta átt þess kost að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, að semja um „skipta búsetu“ barna sinna. Lögheimili barns mun þó verða áfram hjá öðru foreldri þess, verða tillögur starfshóps sem var skipaður í kjölfar þingsályktunartillögu sem samþykkt var á Alþingi 12. Maí 2014, að veruleika. Þetta kom fram í kynningu Rakelar Þráinsdóttur, lögfræðingi hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og starfsmanni starfshópsins, á málstofa sem Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni hélt í Lögbergi 11. nóvember sl. og bar heitið „Skipt búseta barna sem búa á tveimur heimilum“.

Í pallborði sátu Bóas Valdórssyni sálfræðingur, Guðríður Bolladóttir lögfræðingur og Pálmi Þór Másson lögfræðingur sem voru í starfshópnum auk Lilju Borg Viðarsdóttur sem var starfsmaður hans. Málstofustjóri var Hrefna Friðriksdóttir, prófessor við Lagadeild HÍ og stjórnarformaður RÁS.

Starfshópurinn hafði það verkefni að kanna hvernig mætti jafna stöðu foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barna sinna með tilliti til réttinda, skyldna og skráningar sem fylgir lögheimili barns. Hópnum var falið í því samhengi að taka afstöðu til þess hvort taka skuli upp kerfi sem heimilar börnum að hafa tvöfalt lögheimili eða hvort annað fyrirkomulag jafnrar búsetu henti betur. Formaður nefndarinnar var Þórhildur Líndal, lögfræðingur og forstöðumaður Rannsóknastofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni.

Úrvalsdeild foreldra

Á fundinum koma fram að um væri að ræða almennar tillögur fyrir afmarkaðan hóp foreldra sem vildu og gætu unnið saman að hagsmunum barna sinna eða fyrir „úrvalsdeild foreldra“ sagði Guðríður Bolladóttir og bætti við að þeim væri ekki ætlað að leysa úr ágreiningi foreldra. Pálmi Þór Másson tók í sama streng og sagði tillögurnar almennar og „fyrir afmarkaðann hóp foreldra“ og þær þyrfti að útfæra nánar. Bóas Valdórsson benti jafnframt á, að fyrir þá foreldra sem vildu semja og jafna stöðuna sín á milli „þá sé engin fyrirstaða í kerfinu sem hindrar það“ næðu tillögurnar fram að ganga. Tillögurna væri hinsvegar hvorki tæmandi né fullkomnar.

Að mati starfshópsins á skipt búseta að fela í sér fimm meginþætti:

1 Foreldrar taki í sameiningu allar ákvarðanir er varða barnið, þ.á m. ákvarðanir er varða lögheimili innanlands, leikskóla,grunnskóla og daggæslu, heilbrigðisþjónustu og tómstundir.
2. Opinber stuðningur við foreldra skiptist jafnt á milli þeirra, s.s. barnabætur, mæðra- og feðralaun og umönnunargreiðslur. Þá verði tekið tillit til þess að barn sé í skiptri búsetu varðandi rétt til námslána og vaxtabóta.
3. Meðlag falli sjálfkrafa niður með þeim rökum að skipt búseta byggi á góðu samkomulagi og ríkum samstarfsvilja foreldra þar sem gengið er út frá því að foreldrar semji sín á milli um hvernig framfærslu barnsins skuli háttað.
4. Stuðningur og þjónusta sveitarfélaga við foreldra vegna barns skiptist jafnt á milli þeirra nema þeir semji á annan hátt.
5. Skipt búseta barns verði skráð í Þjóðskrá Íslands og hægt verði að miðla þeim upplýsingum, m.a. til sveitarfélaga.

Starfshópurinn leggur til eftirfarandi skilyrði fyrir skiptri búsetu:

1. Sameiginleg forsjá, enda felur skipt búseta í sér jafna ábyrgð, rétt og skyldu foreldra til að taka sameiginlega allar ákvarðanir er varða barnið.
2. Samkomulag sé um lögheimili barns
3. Gott samstarf foreldra og góð og víðtæk sátt milli foreldra um það sem barninu er fyrir bestu. Að foreldrar eigi farsæl samskipti varðandi hagi barnsins og geti miðlað upplýsingum um daglegt líf þess sín á milli.
4. Foreldar búi nálægt hvort öðru, í sama eða aðliggjandi skólahverfi, hvort sem um er að ræða sama sveitarfélag eða ekki. Barn sé í einum leikskóla og sæki einn grunnskóla. Einnig að barnið geti sótt skóla frá báðum heimilum, tekið þátt í frístundastarfi og átt samskipti við vini.
5. Samningur um skipta búsetu verði háður staðfestingu sýslumanns sem jafnframt ber að leiðbeina foreldrum um þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að skipt búseta komi til greina og hvaða réttaráhrif hún hefur í för með.
6. Foreldrum verði veitt ráðgjöf hjá embætti sýslumanns sem sérfræðingur í málefnum barna veitir áður en sýslumaður staðfestir samninginn.

Ágreiningsmálum fjölgar með skiptri búsetu

Eins og áður segir er tillögunum ekki ætlað að leysa ágreining foreldra um eitt eða annað og gengið er út frá því að samskipti foreldra séu mjög góð í alla staði. Það væri ein megin forsenda þess að sýslumaður myndi staðfesta slíkan samning.
Í viðtali við Hrefnu Friðriksdóttur kom hinsvegar fram að bæði í Svíþjóð og Noregi þar sem mesta reynslan er á skiptri búsetu séu sterkar vísbendingar um að einstaka ágreiningsmálum fara fjölgandi, eftir því sem fyrirkomulagið hefur þróast. „Þegar fólk á að að taka allar ákvarðanir sameiginingu þá er að koma í ljós að fólk ræður ekki við það“ segir Hrefna. Svíar hafa rætt þennan vanda til margra ára og „ þeir breyttu lögunum fyrir nokkrum árum og játuði sig dálítið sigraða. Þeir yrðu að opna fyrir þann möguleika að foreldrar væru ekki sammála í öllum tilvikum og settu sérstak lagaákvæði um það, að það mætti veita barni ákveðna heilbrigðisþjónustu ef annað foreldrið væri því sammála ef það fengist samþykki félagsmálanefndar“ segir Hrefna.

Hún sagði jafnframt að Svíar hafi ætluðu eingöngu að beita þessu ákvæði í örfáum undantekningum t.d. þegar ofbeldi væri í spilinu og í þjónustu við börn þegar annað foreldri var grunað um ofbeldi. „Reynslan er hinsvegar sú að þetta er ekki bara í þeim málum“ segir Hrefna. Algengt er að foreldrum greinir á um greiningar og meðferð við ofvirkni og athyglisbresti og fleira. „Fleiri og fleiri mál koma upp og heilmikið álag er fyrir félagsmálanefndir að taka við ágreiningsmálum“ segir Hrefna.
Hrefna nefndi jafnfram að í Svíþjóð hafi það færst í vöxt að börn sem eru í skiptri búsetu séu í sitthvorum tómstundunum sitthvora vikuna. Ágreiningur um skólagöngu barna hafi færst í vöxt og um hverskonar skóla á að velja fyrir barnið. Í slíkum tilvikum er „enginn til staðar til að leysa úr ágreiningi og þá fjölgar dómsmálum um lögheimili eða forsjá“ segir Hrefna.

Valgerður Halldórsdóttir ritstjóri

Punktar um foreldrasamvinnu

Eftir Foreldrasamvinna

Börn þurfa á báðum foreldrum sínum að halda og að þeir geti átt í góðum samskiptum sín á milli eða amk. að þeir getum sýnt kurteisi. Flest höfum við eitthvað sem má bæta, við erum jú mannleg! Getum við t.d. verið jákvæðari, almennilegri og sveigjanlegri? Jafnvel hrósað okkar fyrrverandi og mökum þeirra fyrir eitthvað varðandi börnin? Með því að leyfa ekki prívatdeilum og skoðunum okkar á hinu foreldrinu og maka þeirra að trufla foreldarasamvinnuna höfum við hagsmuni barnanna að leiðarljósi og setjum þarfir þeirra í fyrsta sæti.

Það eru nokkrir sem taldir einkenna góða foreldrasamvinnu – og þér er velkomið að bæta á listann 🙂

• Börnum er hlýft við persónulegu átökum milli foreldra þeirra. Það má nota kaffihús, símann þegar þau eru ekki nálægt, sms, msm, netpóst til að ræða málin.

• Foreldar tala saman um þarfir barnanna og veita stuðning þegar á þarf að halda í stað þess að kenna hvort öðrum um þegar illa gengur „þú vildir skilja er ekki rétt að þú sjáir þá um ……..“

• Börnun eru ekki sett í hlutverki skilaboðaskjóðunna „viltu segja pabba þinum að … eða mamma þín sagðist ælta að kaupa …….. “

• Börnunum er ekki ætað að njósa um foreldra sína ”er mamma þín komin með mann – gistir hann?”

• Foreldrar geta stutt hvort annað í foreldrahlutverkinu á margvíslean máta t.d. upplýst hvað er að gerast í lífi barnanna, stutt hvort annað í þeim ákvörðunum sem þau taka t.d. varðandi útivistarrelglur eða hvernig best við að róa barnið. Þeir geta skipst á að annast barnið í veikindum þess eða þeirra sjálfra. Verkefnin eru óendarleg.

• Foreldar sem vilja vinna saman og komast hjá deilum, ráðstafa ekki tíma eða peningum hvors annars án þess að eiga við ræða saman.

• Sveigjanleiki og áreiðanleiki er kostur í öllum samskiptum. Foreldrar sem vilja góða samvinnu standa við það sem þeir segja og láta tímanlega vita þegar breyta þarf áætlunum. • Foreldrarétt hvors annars er virtur og það viðurkennt að það eru til fleirri en ein leið til að gera hlutina.

• Foreldar sem vilja jákvæða samvinnu leyfa hvort öðru að njóta vafans. Spurningar um hagi barnanna eru ekki sjálfkrafa túlkaðar sem vantraust á foreldrahæfni viðkomandi heldur kannski sem sorg þess sem spyr eða einfaldega sem áhugi á því sem er að gerast í lífi barnanna. Það getur getur verið erfitt að láta frá sér verkefni sem varða börnin og viðkomandi hefur alltaf sinnt eins og að skoða skilaboð í skólatöskunni.

• Börnin mega ræða það sem er að gerast á heimilum foreldra sinna – Högum okkur með þeim hætti að það megi ræða hlutina í stað þess að senda börnum þau skilaboð ”ekkert vera að segja mömmu þinni eða pabba”. Reynum að setja okkur i spor hvors annars og muna að það er ekki all jafn alvarlegt

Valgerður Halldórsdóttir, félags-og fjölskylduráðgjafi MA

Að alast upp á tveimur heimilum

Eftir Foreldrasamvinna

Að alast upp á tveimur getur verið snúið sem og að ala upp barn sem tilheyrir tveimur heimilum. Hvar,hver  og hvernig á að halda upp á afmæli barnsins, ferminguna eða jólin? Hvaða fyrirkomulag hentar best?

Það eru margar leiðir til að lifa lífinu og því varla til einhver ein lausn sem hentar öllum hvort heldur sem foreldra búa saman eða ekki. Börn sem eiga foreldra sem ekki búa saman þurfa hinsvegar að geta treyst því að foreldrar þeirra finni lausn sem hentar þeim og að hagsmunir þeirra séu hafðir að leiðarljósi en ekki t.d. óuppgerð gömul særindi milli foreldra.

Frosin samskipti

Velja þarf annan stað og stund til að takast á við þau en hátiðisdaga í lífi barnanna eins og fermingardag þeirra. Ég man eftir einu dæmi þar sem foreldra gátu lengi vel ekki komið sér saman um fermingu sonar þeirra og var allt undir m.a. hvort drengurinn fengi að fara með fermingarfötin á milli heimila. Móðirin var mjög ósátt við föður hans. Taldi hún sig ekki hafa fengið út úr sameinglegu búi þeirra eins og henni bar við skilnað og að nú væri komin ný kona sem nyti góðs af öllu saman.  Hún ætlaði ekki að borga eitt eða neitt sem taldi að gæti komið föður dregnsins til góða eins og fermingarföt sonar þeirra. Stráknum kveið fermingardeginum og þvertók fyrir að fermast þegar nær dró. Hann treysti foreldrum sínum ekki til að haga sér fólk.

Ef við látum börnin líða fyrir það að við upplifum ósanngirni eða að okkur finnst að fyrrverandi maki okkar skuldi okkur fyrirgefningu erum við ekki setja hagsmuni barnanna á oddin,  heldur særindi og reið okkar sjálfra.  Allt of algengt er að samskipti „frjósi“ á milli fólks og það sama  verði upp á tengingum við giftingu barna þeirra og afmæli barnabarna nema fólk taki ákvörðun um að breyta þeim og þá oft með hjálp fagmanna. Stundum verðum við að sætta okkur við að fáum ekki þá afsökunarbeiðni sem við teljum okkur eiga skilið  og halda áfram, sjálfra okkar vegna ekki síst vegna barnanna. Hvað sem okkur finnst um annað fólk getum við alltaf valið að sýna kurteisi okkar sjálfra og barnanna  vegna.

Það er hægt að bæta öll samskipti með brettu hugarfari. Faðir sem hafði ekki talað við barnsmóður sína í tvö ár tók ákvörðun þegar hún hafi samband vegna fermingar dóttur þeirra að laga þau dóttur hans vegna.  Í stað þess að fara í hefðbunda vörn og „hvað nú“ viðbrögð, hrósaði hann henni fyrir frumkvæðið og lét hana jafnframt vita að hann taldi hana góða móður. Samskiptin tóku alveg nýja stefnu og varð fermingarundirbúnignurinn mikill gleðitími – sérstaklega fyrir dóttur þeirra.

Margar fermingarveislur?

Í sjálfu sér er í góðu lagi að halda tvær eða fleirri afmælis- eða fermingarveislur vilji foreldra það frekar en að hafa þær sameignlegar. Stundum gefa foreldrar saman gjafir þó svo veislan sá á sitt í hvorum staðum. Það er hinsvegar ekki hægt að neita því að mun ódýrara að halda  sameignlega veislu.

Nýtt stjúpforeldri

Samskipti foreldra breytast oft þegar nýr maki kemur til– þau geta batnað en líka versnað.  Stjúpforeldrar og jafnvel líka foreldrar eru óöryggir hvert eigi að vera hlutverk stjúpforeldra í fermingunni. Sumir kjósað að standa á hliðarlínunni og styðja maka sína eftir þörfum t.d. varðandi bakstur eða kostnað, aðrir taka fullan þátt i undirbúningi og veislunni sjálfri. Ýmislegt getur haft áhrif t.d. hve lengi sambandi hefur staðið og hvers eðlis tengslin eru. Eins og áður segir er hollt að hafa í huga að þetta er dagur sem börnin eiga og við eigum að nota einhverja aðra daga til að sanna okkur eða okkar mál. Samráð er hinsvegar lykilatriði og það er gott að hafa þá megin reglu í huga að við ráðstöfum ekki tíma eða peningum annarra án samráðs við viðkomandi.

Svo er ágætt að spyrja sig „Hvaða sögu viljum við að börnin segi?“

eftir Valgerði Halldórsdóttur

Góð foreldrasamvinna skiptir máli fyrir námsárangur

Eftir Foreldrasamvinna

Rannsóknir hafa sýnt fram á  mikilvægi góðrar samvinnu foreldra  fyrir barnið. Góð tengsl milli þeirra skila sér í betri líðan hjá börnum,  til að mynda ná þau að aðlagast betur félagslega og ná betri árangri í skóla (Sigrún Júlíusdóttir, Jóhanna R. Arnardóttir og Guðlaug Magnúsdóttir, 2008).

Fólk á það til að festast í reiði og biturleika í gegnum skilnað og  virðast stundum einbeita sér að því neikvæða  og gleyma að horfa á það jákvæða sem þau sáu áður í fari hvors annars.  Foreldrar þurfa að geta haldið börnum sínum fyrir utan deilumál sín  þannig að þeir geti unnið betur saman með hag barnsins fyrir brjósti. Þeir þurfa að geta talað saman, sýnt gagnkvæma virðingu í samskiptum sínum og hver og einn reyni að gera sitt besta til að vera til staðar fyrir barnið.  Séu þeir jákvæðir gagnvart fyrrverandi maka styður það við og eflir gæði sambands þeirra við börnin (Walsh, 1998, Pryor, 2008).

Í flestum tilfellum er skilnaður mikið áfall og börnin upplifa mikla sorg enda breytast tengsl við foreldra og mikil umskipti verða oft í lífi þeirra. Börn vinna misjafnlega úr áföllum og er því brýnt að þau fái allan þann stuðning sem þau þarfnast (Sigrún Júlíusdóttir, Jóhanna R. Arnardóttir og Guðlaug Magnúsdóttir, 2008).  Þau geta átt erfitt með að spjara sig námslega, félagslega og tilfinningalega fyrstu tvö árin eftir skilnað foreldra sinna en þessi afturför getur orðið mun lengri ef samskipti foreldra eru slæm (Sigrún Júlíusdóttir, 2001). Því er mikilvægt að halda sem mestum stöðugleika í daglegu lífi barnanna og að þau finni fyrir öryggi og vissu um að þrátt fyrir skilnað munu foreldrarnir vera áfram til staðar. Því fyrr sem börn finna fyrir stöðugleika því fyrr aðlagast þau nýjum aðstæðum (Sigrún Júlíusdóttir, Jóhanna R. Arnardóttir og Guðlaug Magnúsdóttir, 2008). Ef skilnaðurinn hefur bætt samskipti foreldranna hefur það jákvæðar afleiðingar á börnin og aðlögunin er alltaf betri ef foreldrar eru  jákvæðir gagnvart hvert öðru. (Sigrún Júlíusdóttir, 2001).

Höfundar: Arna Bech, Guðný Helga Grímsdóttir og Tara Lind Jónsdóttir nemendur í áfanganum Stjúpfjölskyldur; skilnaður og endurgerð fjölskyldusamskipta, HÍ 2011.

Foreldrsamningar við skilnað – viðtal 2009

Eftir Foreldrasamvinna

Flestir foreldrar sem fara í gegnum sambúðaslit eða skilnað vilja vanda sig. barnanna vegna. Við skilnað er fólk hinsvegar oft í tilfinningalegu uppnámi og á stundum erfitt með að greina á milli þess að vera áfram foreldrar og svo að ljúka hjónabandi/sambúð og eignaskiptum,“ segir Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi. „Samningurinn er leiðarljós foreldra um það hvernig þau vilja haga málunum eftir skilnaðinn varðandi börnin og með hvaða hætti þau telja að hagsmunir þeirra verði best tryggðir. Samningurinn þarf að vera lifandi plagg sem tekur mið af þörfum barnanna út frá þroska þeirra og aldri. Það sem hentar þriggja ára barni þarf alls ekki að henta átta ára gömlu barni, hvað þá unglingi. Foreldrasamninga þarf að skoða með regluleg millibili en bæði aðstæður og foreldra breytast og gera þarf ráð fyrir þeim.

Valgerður segist í auknum mæli fá til sín foreldra sem vilji hjálp við gerð samninga varðandi umgengni. Hún segir að slíkir samningar séu persónubundnir en þeir eiga það sameignlegt að tekið er fyrir með hvaða hætti relguleg umgengni eigi að vera og fyrirkomulag á stórhátíðum og fríum. En einnig er að finna samkomulag foreldra um að fela börnum sínum ekki að bera skilaboð á milli þeirra, með hvaða hætti tengsl við báðar stórfjölskyldur verða tryggð o.f.v.

Börn vilja ramma og fá að vita hvað verður um þau þegar foreldrar þeirra skilja. Þau vilja fá að vita m.a. hvar þau eiga að búa, hvernig samskipti við foreldra verður háttað, hvort þau verði áfram í sama skóla og hvort þau geti hitt áfram vini sína. Þau verða að finna að foreldrarnir vinni saman að hagsmunum þeirra og skapi þeim öryggi á tímum mikilla breytina eins og skilnaður er. Foreldrar eru hinsvegar misvel í stakk búnir á sama tíma og þeir eru sjálfir í mikilli óvissu og oft í miklu ójafnvægi.

“ Valgerður segir flesta upplifa ótta um að missa tengslin við börnin sín og margir óttist að stjúpforeldri komi í þeirra stað. Sá ótti er í raun óþarfur því rannsóknir hafa sýnt fram á að stjúpforeldrar koma ekki í stað foreldra í þeirri merkingu þó þeir geti verið ágæt viðbót þegar vel tekst til. Börn geta átt margar foreldrafyrirmyndir,“ segir hún. „Það er hinsvegar ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að tengsl foreldra og barna breytast við skilnað en hægt er að tryggja góð tengsl á marga vegu og er góð foreldrasamvinna lykilatriði. Jafnframt að hvort foreldri um sig geri sér grein fyrir mikilvægi sínu í lífi barnanna. „Við höfum tæknina með okkur og eigum við að nýta okkur hana í samskiptum þegar öðrum er ekki auðveldlega við komið eða þau erfið. Foreldrar eiga að hafa það að leiðarljósi að fela börnum sínum ekki það hlutverk að vera skilaboðaskjóða á milli þeirra, er það afskaplega vond leið til samskipta sem börnin líða fyrir. Þó krefst hugrekkis og þroska sem við búum öll yfir að bæta slæma samkipti og við þurfum öll að velta því fyrir okkur hvað við getum gert til að bæta þau séu þau erfið.

Valgerður segir henni finnist að öll hjón sem stefni á skilnað ættu að mæta í skilnaðarráðgjöf. „Þú ert ekki bara að kveðja einhvern einstakling heldur ertu líka að breyta til og taka upp nýtt líf en það tekur að meðal tali tvö til þrjú ár að jafna sig eftir skilnað. Eftir skilnað upplifa margir vantraust og samningur skapar ákveðð öryggi þótt það geti verið sárt að ræða þessi mál og gera sér grein fyrir að þú munt ekki lengur vera með börnin öll Aðfangadagskvöld héðan í frá,“ segir Valgerður og bætir við í lokin að fólk verði að muna að það séu fleiri en ein leið til þess að lifa lífinu. „Ef þú getur ekki haft börnin hjá þér á Gamlárskvöld geturðu haldið Þréttándann hátíðlegan í staðinn. Við erum oft of mjög ósveigjanleg þegar miklar breytingar ganga yfir en þá þurfum við á sveigjanleikann að halda. Við þurfum að gera ráð fyrir breytingum og skapa smá saman nýjar hefðir. Hvernig aðlögun á sér stað eftir skilnað getur haft sýn áhrif hvernig til tekst síðan þegar stjúpfjölskylda er stofnuð“

Viðtal DV 2009

Instagram