Skip to main content

Flestir foreldrar sem fara í gegnum sambúðaslit eða skilnað vilja vanda sig. barnanna vegna. Við skilnað er fólk hinsvegar oft í tilfinningalegu uppnámi og á stundum erfitt með að greina á milli þess að vera áfram foreldrar og svo að ljúka hjónabandi/sambúð og eignaskiptum,“ segir Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi. „Samningurinn er leiðarljós foreldra um það hvernig þau vilja haga málunum eftir skilnaðinn varðandi börnin og með hvaða hætti þau telja að hagsmunir þeirra verði best tryggðir. Samningurinn þarf að vera lifandi plagg sem tekur mið af þörfum barnanna út frá þroska þeirra og aldri. Það sem hentar þriggja ára barni þarf alls ekki að henta átta ára gömlu barni, hvað þá unglingi. Foreldrasamninga þarf að skoða með regluleg millibili en bæði aðstæður og foreldra breytast og gera þarf ráð fyrir þeim.

Valgerður segist í auknum mæli fá til sín foreldra sem vilji hjálp við gerð samninga varðandi umgengni. Hún segir að slíkir samningar séu persónubundnir en þeir eiga það sameignlegt að tekið er fyrir með hvaða hætti relguleg umgengni eigi að vera og fyrirkomulag á stórhátíðum og fríum. En einnig er að finna samkomulag foreldra um að fela börnum sínum ekki að bera skilaboð á milli þeirra, með hvaða hætti tengsl við báðar stórfjölskyldur verða tryggð o.f.v.

Börn vilja ramma og fá að vita hvað verður um þau þegar foreldrar þeirra skilja. Þau vilja fá að vita m.a. hvar þau eiga að búa, hvernig samskipti við foreldra verður háttað, hvort þau verði áfram í sama skóla og hvort þau geti hitt áfram vini sína. Þau verða að finna að foreldrarnir vinni saman að hagsmunum þeirra og skapi þeim öryggi á tímum mikilla breytina eins og skilnaður er. Foreldrar eru hinsvegar misvel í stakk búnir á sama tíma og þeir eru sjálfir í mikilli óvissu og oft í miklu ójafnvægi.

“ Valgerður segir flesta upplifa ótta um að missa tengslin við börnin sín og margir óttist að stjúpforeldri komi í þeirra stað. Sá ótti er í raun óþarfur því rannsóknir hafa sýnt fram á að stjúpforeldrar koma ekki í stað foreldra í þeirri merkingu þó þeir geti verið ágæt viðbót þegar vel tekst til. Börn geta átt margar foreldrafyrirmyndir,“ segir hún. „Það er hinsvegar ekki hægt að horfa framhjá þeirri staðreynd að tengsl foreldra og barna breytast við skilnað en hægt er að tryggja góð tengsl á marga vegu og er góð foreldrasamvinna lykilatriði. Jafnframt að hvort foreldri um sig geri sér grein fyrir mikilvægi sínu í lífi barnanna. „Við höfum tæknina með okkur og eigum við að nýta okkur hana í samskiptum þegar öðrum er ekki auðveldlega við komið eða þau erfið. Foreldrar eiga að hafa það að leiðarljósi að fela börnum sínum ekki það hlutverk að vera skilaboðaskjóða á milli þeirra, er það afskaplega vond leið til samskipta sem börnin líða fyrir. Þó krefst hugrekkis og þroska sem við búum öll yfir að bæta slæma samkipti og við þurfum öll að velta því fyrir okkur hvað við getum gert til að bæta þau séu þau erfið.

Valgerður segir henni finnist að öll hjón sem stefni á skilnað ættu að mæta í skilnaðarráðgjöf. „Þú ert ekki bara að kveðja einhvern einstakling heldur ertu líka að breyta til og taka upp nýtt líf en það tekur að meðal tali tvö til þrjú ár að jafna sig eftir skilnað. Eftir skilnað upplifa margir vantraust og samningur skapar ákveðð öryggi þótt það geti verið sárt að ræða þessi mál og gera sér grein fyrir að þú munt ekki lengur vera með börnin öll Aðfangadagskvöld héðan í frá,“ segir Valgerður og bætir við í lokin að fólk verði að muna að það séu fleiri en ein leið til þess að lifa lífinu. „Ef þú getur ekki haft börnin hjá þér á Gamlárskvöld geturðu haldið Þréttándann hátíðlegan í staðinn. Við erum oft of mjög ósveigjanleg þegar miklar breytingar ganga yfir en þá þurfum við á sveigjanleikann að halda. Við þurfum að gera ráð fyrir breytingum og skapa smá saman nýjar hefðir. Hvernig aðlögun á sér stað eftir skilnað getur haft sýn áhrif hvernig til tekst síðan þegar stjúpfjölskylda er stofnuð“

Viðtal DV 2009

Instagram