Skip to main content

Um Stjúptengsl

Heimsíðan www.stjuptengsl.is var opnuð árið 2004 og hlaut strax mikla athygli,  bæði í fjölmiðlum og hjá almenningi. Í  ljós kom að ég var ekki sú eina sem hafði þörf til að ræða málefni stjúpfjölskyldna sem stjúpmóðir og sem uppkomið stjúpbarn,  eftirspurnin var mikil þarna úti. Hugmyndin var hinsvegar eldri,  en hún vaknaði þegar ég var að læra félagsráðgjöf og var búin að vera í stjúpfjölskyldu í nokkur ár.  Í fyrstu samanstóð stjúpfjölskyldan af tveimur háskólanemum með barn úr sitt hvoru sambandinu og fljótlega af sameginlegu barni. Óhætt er að segja að við féllum líklega í allar þær gryfjur sem hægt var að falla í – við einfaldlega vissum ekki betur og auðvelt var að kenna hinu eða öðrum um þær flækjur sem upp komu.

Um skeið deildi Félag stjúpfjölskyldna síðunni með stjuptengsl.is en formaður þess frá upphafi og einn af stofnendum félagsins er einnig Valgerður Halldórsdóttir.

Valgerður Halldórsdóttir, er ritstjóri síðunnar og hefður séð að mestu fram til þessa um ráðgjöfina og fræðsluna. Hún hefur alla ævi búið í einhverri útgáfu af stjúpfjölskyldu og má segja að stjúpfjölskyldan sé hið hefðbunda fjölskylduform í hennar fjölskyldu. Hefur hún bæði persónulega reynslu sem barn og fullorðin – og faglega þekkingu á skilnaði, foreldrasamvinnu og stjúptengslum.

Nám

Valgerður hefur lokið MA námi í félags- og  fjölskylduráðgjöf(MSW),  sáttameðferð, kennslu- og uppeldisfræði, BA í stjórnmálafræði auk MA námskeiða í blaða -og fréttamennsku. Hún hefur jafnframt tekið fjölda námskeiða á hinum ýsmu sviðum er snerta starf hennar s.s. um handleiðslu, ofbeldi,  kvíði, stjórnsýslu- og stjórnsýslulögum .

Hún starfar með leyfi Landlæknis sem félagráðgjafi , sem er lögverndað starfsheiti.  Hún hefur einnig starfsleyfi Menntamálaráðherra sem framhaldsskólakennari,   sem jafnframt er lögverndað starfsheiti. .

Starfsreynsla

  • Valgerður hefur veitt stjúpfjölskyldum, skilnaðarforeldrum, fagfólki,  börnum sem fullorðnum ráðgjöf síðan 2004.  Auk þess hefur hún haldið fjölda námskeiða, bæði fyrir fagfólk og almenning um stjúptengsl. Jafnframt veitir hún sáttameðferð og gerð umgengnisamninga/foreldrasamninga.  Hún hefur jafnframt aðstoðað foreldra við dagsdagleg samskipti vegna barna sem eiga tvö heimili.
  • Hún er að auki í hlutastarfi sem sérfræðingur í málefnum barna og sáttamaður hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu síðan 2018. Auk þess að vinna fyrir barnaverndir/sveitarfélög tilfallandi verkefni.
  • Hún kennir um  stjúptengsl/sáttameðferð í fjölskyldumeðferðarnámi við EHÍ.
  • Hún hefur skrifað fjöldan allan af greinum um fjölskyldumál og er höfundur bókarinnar „Hver er í fjölskyldunni? Skilnaðir og stjúptengsl“ sem kom út hjá Forlaginu haustið 2012

Áður

  • Hún var aðjúnkt við Háskóla Íslands frá árinu 2012 til 2020 þar til hún sagði upp vegna anna, og kenndi bæði á MA og BA stigi m.a. vinsælt námskeið um skilnað og stjúptengsl.
  • Fram að þeim tíma var hún framkvæmdastjóri Félagsráðgjafafélags Íslands, kom við á félagsþjónustunni í Reykjavík,  framhaldsskólakennari við MS og FB, skólafélagsráðgjafi í Lækjarskóla og Setbergsskóla í Hafnarfirði – og Menntaskólanum við Sund. Auk þess hefur hún  stundað ýmiss verslunar- og þjónustustörf.

Viðurkenningar

  • Valgerður var tilnefnd til Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í flokknum „Gegn fordómum“ árið  2008. Sama ár var hún tilnefnd til Foreldraverðlauna frá Heimilis og Skóla fyrir vitundarvakningu í málefnum stjúpfjölskyldna.  Árið 2013 var hún útnefnd sem Félagsráðgjafi ársin og hafði tvívegis áður verið tilnefnd.
Instagram