Skip to main content

Skilnaður

Hvaða atriði þarf leiða til lykta áður en unnt er að veita skilnaðarleyfi

Forsjá barna

Ef hjón eiga saman börn yngri en 18 ára þarf að ákveða hvort þeirra skuli fara með forsjá (foreldraábyrgð) eða hvort hún skuli að vera sameiginleg. Ef foreldra greinir á um forsjá getur sýslumaður boðið upp á sérfræðiráðgjöf til þess að leysa ágreininginn.  Ekki þarf að greiða fyrir þessa ráðgjöf. Einnig er hægt að fá sérfræðiráðgjöf hjá sjálfstætt starfandi sérfræðingum og þarf að greiða fyrir þá ráðgjöf.

Sé ágreiningur um forsjá  og lögheimili þurfa foreldrar að fara í sáttameðferð  annað hvort hjá sýslumanni eða sjálfstætt starfandi sáttamönnum.  Ef foreldrar geta ekki leyst ágreining sinn um forsjá verður að leita til dómstóla til þess að leysa úr honum. Skilnaðarleyfi verður ekki gefið út nema  fyrir liggi samkomulag um forsjá eða fyrir liggi að ágreiningur hafi verið lagður fyrir dómstóla.

Umgengni

Það er ekki skilyrði fyrir útgáfu skilnaðarleyfis að ákveðið hafi verið hvernig umgengni foreldra og barns skuli hagað. Hinsvegar er gagnlegt að komast að samkomulagi við skilnað/sambúðarslit um það hvernig umgengi barns skuli háttað við foreldra. Hægt er að fá aðstoð við gerð umgengnissamings/ foreldrasamning.

Sumir foreldrar gera ekki strax umgengnisamninga/foreldrasamninga við sambúðarslit/skilnað eða þegar foreldri er einhleypt við fæðingu barns.  Þörfun kann að skapast síðar þegar reynir á samskiptin.

Meðlagsgreiðslur

Við skilnað ber hjónum að ákveða hvernig meðlagsgreiðslum með börnum skuli háttað.Ef ágreiningur er um meðlagsgreiðslur getur sýslumaður úrskurðað um slíkan ágreining. Úrskurð sýslumanns um meðlag má kæra til dómsmálaráðuneytisins. Sjá nánari umfjöllun um meðlag.

Fjárskipti hjóna

Hjón þurfa að gera með sér skriflegan fjárskiptasamning og leggja hann fram og staðfesta samkomulag við fyrirtöku skilnaðarmálsins hjá sýslumanni. Ef hjón eru ekki sammála um fjárskiptin þarf að bera málið undir héraðsdóm og óska þess að opinber skipti á búinu fari fram til fjárslita.
Sýslumaður getur ekki veitt skilnaðarleyfi nema annaðhvort liggi fyrir samningur hjóna um fjárskipti eða úrskurður héraðsdóms um að opinber skipti skuli fara fram.

Ef bæði hjón eru eignalaus er yfirlýsing þeirra þess efnis færð í gerðabók sýslumanns og þarf þá ekki að leggja fram fjárskiptasamning.

Framfærsla hjóna

Hjón eru framfærsluskyld hvort við annað og við skilnað að borði og sæng þarf að taka afstöðu til þess hvort annað hjóna skuli greiða hinu framfærslueyri eða lífeyri, enda er hin gagnkvæma framfærsluskylda milli hjónanna við lýði allt fram til þess að lögskilnaður er veittur. Komi í ljós ágreiningur um greiðslu framfærslueyris eða lífeyris úrskurðar sýslumaður í því máli og má kæra úrskurð sýslumanns til dómsmálaráðuneytisins.

Gagnkvæm framfærsluskylda er á milli hjóna allt til þess að lögskilnaður er veittur. Eftir lögskilnað verður öðru hjóna því ekki gert að greiða hinu lífeyri nema alveg sérstaklega standi á.

Tilkynning um skilnað til Þjóðskrár

Sýslumaður sendir Þjóðskrá tilkynningu um skilnað, heimilisföng aðila og skipan forsjár barna. Eru þá upplýsingar um hjúskaparstöðu aðila, lögheimili þeirra og barna þeirra skráðar í samræmi við þær upplýsingar í þjóðskrá.

Skylda Tryggingastofnunar ríkisins til greiðslu meðlags

Í leyfisbréfi til skilnaðar að borði og sæng eða lögskilnaðar er getið um skipan meðlagsgreiðslna með börnum. Rétthafi meðlagsgreiðslna getur snúið sér til Tryggingastofnunar ríkisins og óskað eftir því að stofnunin greiði því meðlag samkvæmt leyfisbréfinu.  Það ber að athuga að Tryggingastofnun greiðir foreldri aðeins einfalt meðlag með hverju barni.  Sjá umsókn um slíkar greiðslur á vef Tryggingastofnunar. Hafi foreldrar samið um eða verið úrskurðað viðbótarmeðlag og meðlagsskylt foreldri greiðir það ekki verður það foreldri sem á rétt á greiðslunni sjálft að annast  innheimtu þess.

Lagaákvæði um stofnun og slit hjúskapar, fjármál hjóna, framfærsluskyldu og fleira er að finna í hjúskaparlögum nr. 31/1993.

Lagaákvæði um forsjá og meðlag eru í barnalögum nr. 76/2003 og í greinargerð með lögunum er einnig að finna umfjöllun um efni þeirra.

Pistlar

FyrrverandiSkilnaður
október 11, 2022

Báðar fyrrverandi ljúga upp á nýju konuna – Smartland MBL

Sæl Val­gerður Ég er að hefja sam­band með manni sem á upp­kom­in börn með tveim­ur kon­um sem ekki eru sátt­ar við sam­bandið. Þær ljúga upp á mig, segja mig öm­ur­lega…
ForeldrasamvinnaSkilnaður
júlí 18, 2021

Órómantískt en nauðsynlegt að ræða fjármálin Ása Ninna Pétursdóttir á Makamál

Mikilvægt að upplifa sanngirni Hvað myndir þú ráðleggja fólki, sem er jafnvel að sameina fjölskyldur, þegar kemur að fjármálum. Væri besta að fá faglega hjálp strax? „Fólk sem hefur farið…
Börn og ungmenniSkilnaðurStjúptengsl
júní 9, 2021

Var 19 ára þegar foreldrarnir skildu og finnst hún vera útundan – Smartland MBL

Hæ Val­gerður.  For­eldr­ar mínu skildu þegar ég var 19 ára og fóru bæði fljót­lega í ný sam­bönd. Ég var upp­tek­in af vin­um og skól­an­um á þess­um tíma. Ég kynnt­ist síðan…
Skilnaður
maí 25, 2021

Er hægt að skilja án þess að allt fari í vitleysu? Smartland

Val­gerður Hall­dórs­dótt­ir fjöl­skylduráðgjafi rek­ur fyr­ir­tækið stjúptengsl.is. Hún svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem kvíðir því að segja börn­un­um að þau hjón­in séu að skilja og…
Börn og ungmenniSkilnaður
mars 21, 2021

Börn tapa á erfiðum samskiptum foreldra eftir samvistarslit Erla Dóra Magnúsdóttir DV

Á vefsíðunni Stjúptengsl má finna ýmsan fróðleik sem getur verið foreldrum gagnlegur.  Valgerður Halldórsdóttir, fjölskyldu- og félagsráðgjafi, birti þar athyglisverðan pistil um mikilvægi þess að viðhalda samskiptum við börnin þrátt fyrir skilnað…
SáttamiðlunSkilnaður
mars 21, 2021

Málin varða rúmlega 600 börn á ári Björk Eiðsdóttir Fréttablaðið

Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi starfar m.a. sem sáttamaður sýslumanns í málefnum barna og segir deilur foreldra valda mikilli streitu hjá börnum. Fagdeild félagsráðgjafa í sáttamiðlun heldur námstefnu föstudaginn 1. mars í samstarfi…
Hljóð/MyndSkilnaður
janúar 20, 2021

Sorg í kjölfar skilnaðar Jóna Hrönn Bolladóttir prestur

Jóna Hrönn Bolladóttir prestur og Valgerður Halldórsdóttir félags- og fjölskylduráðgjafi ræddu sorg við skilnað, og breytingar sem gjarnan fylgja nýjum stjúpfjölskyldum. Horfa má á myndbandið hér
60plusSkilnaður
nóvember 30, 2020

Geta aðstoðað barnabörnin við skilnað

Tíðni hjónaskilnaða hefu aukist síðustu áratugi og skilnaðir hafa mikil áhrif á börn og foreldra þeirra. En stundum upplifa afar og ömmur einnig að samband þeirra við barnabörnin breytist þegar…
Skilnaður
nóvember 15, 2020

Hvernig segjum við börnum frá skilnaði?

Hvað og hvernig eiga foreldrar að greina börnum sínum frá skilnaði? Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá skilnað? Hvernig á umgengi að vera háttað? Er eitthvað réttara en…
Skilnaður
október 28, 2020

Samráð um fjármál – tekjumissir

Covit og  önnur veikindi, atvinnuleysi eða annað sem skerðir tekjur eða eykur útgjöld getur haft veruleg áhrif á fjármál heimila og bregðast margar fjölskyldur við með því að reyna draga…
Skilnaður
október 10, 2020

Hefur þú heyrt í barninu þínu?

Óhætt er að fullyrða að aðal áhyggjuefni foreldra við skilnað og sambandsslit snúa að börnum þeirra. Hvernig megi lámarka áhrif skilnaðarins á líðan barnanna er þeim ofarlega í huga.  Góð…
Skilnaður
október 10, 2020

Börnin eru viku hjá mér og viku hjá mömmu sinni

Við skilnað  þurfa  misupplagðir foreldar að taka  mikilvægar ákvarðanir er varðar börn þeirra.  Hvar á lögheimilið að vera? Hvernig á samvistum barna og foreldra að vera háttað? Hver borgar hvað…
Skilnaður
desember 10, 2017

Samstíga foreldrar – eftir skilnað

Foreldrar mínir skildu þegar ég var komin á efri unglingsárin. Það kom okkur systkinunum ekkert sérstaklega á óvart því þau voru búin að vera óhamingjusöm lengi. Það versta við þennan…
Skilnaður
desember 10, 2017

Hver borgar hvað fyrir hvern?

„Mér finnst svo ósanngjarnt að við skulum vera látin borga tvöfalt meðlag með stráknum sem er aðra hvora viku hjá okkur. Það er ekkert pælt í því hvaða tekjur mamma…
Skilnaður
desember 10, 2017

Sorg í kjölfar skilnað

Leita karlar að sama skapi og konur sér stuðnings við skilnað? Fær fráskilið fólk þann stuðning sem það þarf frá fjölskyldu sinni og vinum? Í þættinum "Sælir eru sorgbitnir" í…
Instagram