Skip to main content
Skilnaður

Samráð um fjármál – tekjumissir

Covit og  önnur veikindi, atvinnuleysi eða annað sem skerðir tekjur eða eykur útgjöld getur haft veruleg áhrif á fjármál heimila og bregðast margar fjölskyldur við með því að reyna draga saman á öðrum sviðum.

Slíkar breytingar á öðru heimili barnsins getur haft áhrif á fjárhagsáætlanir á hinu heimili þess, sérstaklega ef skortur er á samráði milli heimila. Ákvörðun annars foreldris t.d. um fatakaup eða tónlistarnám sem hitt foreldrið „á“ að borga með viðkomandi, getur skapað ágreining milli heimila, vanti samráð.  Eins og með aðrar deilur bitnar sá pirringur ósjaldan á börnunum.

Stella, 37 ára móðir og stjúpmóðir

„Ég verð að viðurkenna að ég læt stelpuna fara í taugarnar á mér þegar hún kemur með „innkaupalista“ eða einhverjar fyrirskipanir frá mömmu  sinni,  um að við eigum að borga hitt eða þetta núna af því mamma hennar er komin í nám, eins og það sér  okkar mál.  Ég hef ekki einu sinni ráð á að fara í nám sjálf og við eigum nóg með okkur“

Mikilvægt er þegar verið að taka ákvarðanir sem snerta tíma eða buddur annarra en okkar eigin er að eiga samráð,  sem er lykilatriði vilji fólk eiga góð samskipti – barnanna vegna.

Instagram