Stjúpföðurhlutverkið vefst fyrir mörgum, á sumum sviðum gengur vel en á ððrum reynir verulega á. Óvissa um hvað „eigi og megi“ t.d. þegar kemur að uppeldi stjúpbarna og samskipti við fyrrverandi maka sé hann til staðar. Sumir velta fyrir sér hvernig megi að tryggja góð tengsl við börn sín úr fyrra sambandi nýjum í stjúpfjölskyldum.
Á örnámskeiðinu verður stuttlega farið yfir helstu áskoranir stjúpfeðra og hvað getur hjálpað til að takast á við verkefnin ´á uppbyggilegan máta og mótað hlutverkið.
Námskeiðið er 3 tímar frá kl. 18.00 til 21.00 Skráning er á stjuptengsl @stjuptengsl.is
Kennari: Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi, MA