„Umræðan um börnin endar oft við skilnaðinn en flestir foreldrar fara í ný sambönd, og sumir mjög fljótt, þannig að börnin verða stjúpbörn og foreldrar þeirra stjúpforeldrar. Fólk áttar sig ekki á því til að mynda eiga um 70% barna sem rætt er við hjá sýslumanni stjúpfjölskyldur hjá öðru eða báðum foreldrum sínum.
„Þegar foreldrar fara fljótt í ný sambönd getur það haft áhrif á aðlögun barna að skilnaðnum og að stjúpfjölskyldunni en algengasta umkvörtunarefni er barna er þeim finnst hlutirninr gerast allt of fljótt og þau fái ekki tíma ein með foreldri sínu“. Séu foreldrar í miklum ágreiningi verður þetta allt miklu erfiðara fyrir þau og líka oft mjög einmannalega staða þar sem þau treysta kannski ekki foreldrum sínum fyrir líðan sinni þar sem allt verður að ágreiningi á milli þeirra. Hún segir flestum foreldrum koma á óvart hvaða breyting getur orið á foreldrahlutverkið breytist við skilnað. „Verkefninin verða fleiri, barnið á lífi sem foreldri hefur ekki eða minni aðgang að, það þekkir jafnvel ekki vini sem barnið umgengst á hinu heimilinu eða stjúpættinga þess. en það er óþægileg tilfinning að missa yfirsýn yfir líf barnins. En ef foreldrar reyna hvað þeir geta til að hafa samskiptin sín á milli í lagi, sem er svo mikilvægt, þá verður auðveldara að halda yfirsýninni.“
Að sögn Valgerðar eru börn misvel undir það búin að vera komin með tvö heimili. „Þau eru jafnvel ennþá að jafna sig á skilnaðinum og hafa ekki fengið tækifæri til að ræða tilfinningar sínar í kringum hann. Sorgin í kringum skilnað foreldra kemur mjög oft upp þegar ég ræði við börn í ráðgjöf um stjúptengsl. Foreldra vantar oft skilning og innsæi á þroska og þörfum barna í þessu ferli. Börnin eru sorgmædd og leið og þurfa á foreldrum sínum að halda en geta jafnvel ekki sagt það upphátt og láta sum líðan sína í ljós með hegðun sinni.“ Að standa í skilnaði á sama tíma og verið er að búa til stjúpfjölskyldu er ansi flókið verkefni sem auðvelt er að misstíga sig.
Viðtalið er hægt að lesa í heild sinni í Vikunni https://www.man.is/vikan/segir-staerstu-mistokin-ad-lata-sig-hverfa-ur-lifi-barnanna/