Valgerður Halldórsdóttir fjölskylduráðgjafi rekur fyrirtækið stjúptengsl.is. Hún svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá konu sem kvíðir því að segja börnunum að þau hjónin séu að skilja og líka hvernig þau eigi að vinna sig út úr þessum aðstæðum.
Sæl Valgerður.
Ég og maðurinn minn til 11 ára höfum ákveðið að skilja. Við eigum tvö börn saman, 10 og 8 ára. Við höfum ekki sagt börnunum frá fyrirhuguðum skilnaði, en okkar nánasta fólk veit um hann. Satt að segja erum við mjög kvíðin fyrir því og viljum gera eins vel og við getum, barnanna vegna. Við höfum verið saman frá því að við vorum 18 og 19 ára og höfum bara vaxið hvort frá öðru. Allt í góðu.
Kærar kveðjur, Sæunn
Sæl Sæunn.
Það er góð ákvörðun hjá ykkur að ætla að gera eins vel og þið getið, sérstaklega barnanna vegna. Ykkur sjálfum mun líka líða betur. Skilnaður er sjaldnast auðveldur jafnvel þótt þið hafið komist að þeirri niðurstöðu að fara hvort í sína áttina, eins og það er nú hægt þegar fólk á börn saman. Skilnaði fylgir missir. Lesa má svarið hér