Skip to main content
FyrrverandiSkilnaður

Báðar fyrrverandi ljúga upp á nýju konuna – Smartland MBL

Sæl Val­gerður

Ég er að hefja sam­band með manni sem á upp­kom­in börn með tveim­ur kon­um sem ekki eru sátt­ar við sam­bandið. Þær ljúga upp á mig, segja mig öm­ur­lega og að ég henti ekki mann­in­um mín­um. Börn­in vilja hafa sam­skipti við okk­ur en geta það ekki út af mæðrum sín­um, sem ekki geta sleppt tak­inu af fortíðinni. Hvað er gott að gera í svona stöðu?

Börn­in hans eru alltaf vel­kom­in og mér finnst sjálfsagt að fá þau í heim­sókn og lang­ar að kynn­ast þeim bet­ur en þá eru mæður þeirra farn­ar að hitt­ast og plotta enda­laus­ar skíta­sprengj­ur gegn okk­ur. Maka minn lang­ar að nálg­ast börn­in sín en hrein­lega vill ekki þurfa að standa í ein­hverju stríði og rugli frá sín­um fyrr­ver­andi kon­um. Það er eins og hann megi ekki vera ham­ingju­sam­ur.

Kveðja, B

Komdu sæl B.

Það er ekki sjálf­gefið að fyrr­ver­andi mök­um nú­ver­andi maka þíns líki vel við þig, jafn­vel þó þú sért ágæt­is­mann­eskja og vilj­ir börn­um þeirra vel. Ég veit held­ur ekki hversu mikið mark þú átt að taka á skoðunum þeirra. Á sín­um tíma virðist sem að þær hafi verið þeirr­ar skoðunar að þær hentuðu hon­um vel, en svo reynd­ist nú ekki vera – sjá svar í heild sinni hér.

Instagram