Skip to main content
Flokkur

Hljóð/Mynd

Börn telja ekki klukkustundir en meta samskipti Kastljós

Eftir Hljóð/Mynd

Fyrirsjáanleiki og sveigjanleiki eru mikilvægir þættir í því að tryggja farsælt jólahald eftir skilnað. Þetta kom fram í máli Valgerðar Halldórsdóttur félagsráðgjafa í Kastljósi í kvöld. Þar var rætt um hvaða áskoranir geta tengst jólahaldi eftir skilnað foreldra og hvernig væri hægt að tryggja að börnum, foreldrum og stjúpforeldrum líði sem best. „Börnin eru ekki að telja klukkustundir eða endilega daga. Þau meta samskipti,“ sagði Valgerður. Sjá má viðtalið hér

Mannlegi þátturinn Stjúptengsl í umsjá Guðrúnar Gunnarsdóttur og Gunnars Hanssonar

Eftir Hljóð/Mynd

Við fengum sérfræðing í þáttinn eins og vanalega á fimmtudögum. Í þetta sinn var það Valgerður Halldórsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi sem stofnaði og er ritstjóri stjuptengsl.is og hefur séð að mestu um ráðgjöfina og fræðsluna þar. Valgerður hefur alla ævi búið í einhverri útgáfu af stjúpfjölskyldu, eins og kannski svo margir Islendingar. Hefur hún bæði persónulega reynslu sem barn og fullorðin ? og faglega þekkingu á skilnaði, foreldrasamvinnu og stjúptengslum. Valgerður sagði okkur frá sínu starfi og því sem hún og hennar skjólstæðingar eru helst að glíma við og í seinni hluta þáttarins svaraði hún spurningum sem hlustendur hafa sent inn til okkar í netfang þáttarins. Hlusta má á þáttinn hér!

Hvernig er að vera stjúpforeldri? Spjall Valgerðar, Lindu og Svenna í Hlaðvarpsþættinum 180 gráður með Lindu og Svenna

Eftir Hljóð/Mynd, Stjúpforeldrar

Hvernig er að vera stjúpforeldri og hvaða gildrur ber að forðast þegar þú ferð inn í það hlutverk. Áttu að verða „foreldri“ eða einungis „vinur“ barnsins, eða kannski hvoru tveggja. Valgerður Halldórsdóttir hjá stjuptengsl.is  ræðir við okkur í upplýsandi viðtali sem ekkert stjúpforeldri ætti að missa af. Hlusta má á þáttinn HÉR

Framleiðandi- Sveinn Snorri Sighvatsson/ Volume  Þáttastjórn- Sveinn Snorri Sighvatsson/ Linda Baldvinsdóttir

Samfélagið líður fyrir stjúpblindu Valgerður Halldórsdóttir og Steinunn Bergman RUV

Eftir Hljóð/Mynd
Stór hluti íslenskra barna á aðild að stjúpfjölskyldu en samfélagið er blint á það. Stjúptengsl eru ekki skráð hjá hinu opinbera og félagslegur stuðningur við stjúpfjölskyldur er ónægur. Þetta segir Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi sem hefur sérhæft sig í stjúptengslum. Stjúpbörnum er hlutfallslega oftar beint í sértæk úrræði á vegum Barnaverndarstofu en öðrum börnum.
 Stór hluti barna tilheyrir stjúpfjölskyldum

„Ég var að skoða tölur yfir tímabilið frá 1994 til 2011 og þar kemur í ljós að 41,8% barna hafa fæðst hjá einhleypri móður, farið í gegnum sambúðarslit með foreldrum eða skilnað. Það er svipað hlutfall milli þessara þriggja þátta. VIð getum því gert ráð fyrir því að mjög stór hluti barna hér á landi tilheyri stjúpfjölskyldum. Ef við skoðum þetta frá annarri hlið, þá vitum við að skilnaðir hér eru nokkuð algengir og fólk fer tiltölulega fljótt í ný sambönd. Það er íslensk rannsókn, reyndar frá 2008, sem sýnir að fjórðungur fólks er kominn í samband innan árs og um 70% innan fjögurra ára. Þannig að það eru mjög margir sem tengjast stjúptengslum á einn eða annan hátt,“ segir Valgerður.  Lesa má og hlusta á viðtalið í heild hér.

Instagram