Flokkur

Hljóð/Mynd

Samfélagið líður fyrir stjúpblindu Valgerður Halldórsdóttir og Steinunn Bergman RUV

Eftir Hljóð/Mynd
Stór hluti íslenskra barna á aðild að stjúpfjölskyldu en samfélagið er blint á það. Stjúptengsl eru ekki skráð hjá hinu opinbera og félagslegur stuðningur við stjúpfjölskyldur er ónægur. Þetta segir Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi sem hefur sérhæft sig í stjúptengslum. Stjúpbörnum er hlutfallslega oftar beint í sértæk úrræði á vegum Barnaverndarstofu en öðrum börnum.
 Stór hluti barna tilheyrir stjúpfjölskyldum

„Ég var að skoða tölur yfir tímabilið frá 1994 til 2011 og þar kemur í ljós að 41,8% barna hafa fæðst hjá einhleypri móður, farið í gegnum sambúðarslit með foreldrum eða skilnað. Það er svipað hlutfall milli þessara þriggja þátta. VIð getum því gert ráð fyrir því að mjög stór hluti barna hér á landi tilheyri stjúpfjölskyldum. Ef við skoðum þetta frá annarri hlið, þá vitum við að skilnaðir hér eru nokkuð algengir og fólk fer tiltölulega fljótt í ný sambönd. Það er íslensk rannsókn, reyndar frá 2008, sem sýnir að fjórðungur fólks er kominn í samband innan árs og um 70% innan fjögurra ára. Þannig að það eru mjög margir sem tengjast stjúptengslum á einn eða annan hátt,“ segir Valgerður.  Lesa má og hlusta á viðtalið í heild hér.

Stjúptengsl í Málið Er Viktoría Hermannsdóttir

Eftir Hljóð/Mynd

Í þættinum í dag fjöllum við um stjúptengsl sem geta oft verið vandasöm en líka gefandi og góð. Hvaða áskoranir mæta slíkum fjölskyldum umfram aðrar og hvaða væntingar eiga stjúpforeldrar og börn að gera til sín? Hvernig á að haga stórhátíðum í slíkum fjölskyldum? Við heyrum sögu af stjúpfjölskyldu sem hefur eytt jólunum saman í næstum þrjá áratugi. Fyrrverandi makar, núverandi makar og svo öll börnin. Og líka sögu stjúpmóður sem ætlaði að eiga bestu stjúpfjölskyldu í heimi þar sem allir yrðu glaðir en áttaði sig fljótt á því að besta er að slaka á kröfunum til að allt gangi upp. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir Viðmælendur: Valgerður Halldórsdóttir, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir og Inga Sveinsdóttir.

Hlusta hér 

 

 

Instagram