Skip to main content
Hljóð/Mynd

Börn telja ekki klukkustundir en meta samskipti Kastljós

Fyrirsjáanleiki og sveigjanleiki eru mikilvægir þættir í því að tryggja farsælt jólahald eftir skilnað. Þetta kom fram í máli Valgerðar Halldórsdóttur félagsráðgjafa í Kastljósi í kvöld. Þar var rætt um hvaða áskoranir geta tengst jólahaldi eftir skilnað foreldra og hvernig væri hægt að tryggja að börnum, foreldrum og stjúpforeldrum líði sem best. „Börnin eru ekki að telja klukkustundir eða endilega daga. Þau meta samskipti,“ sagði Valgerður. Sjá má viðtalið hér

Instagram