Skip to main content
Hljóð/Mynd

Mannlegi þátturinn Stjúptengsl í umsjá Guðrúnar Gunnarsdóttur og Gunnars Hanssonar

Við fengum sérfræðing í þáttinn eins og vanalega á fimmtudögum. Í þetta sinn var það Valgerður Halldórsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi sem stofnaði og er ritstjóri stjuptengsl.is og hefur séð að mestu um ráðgjöfina og fræðsluna þar. Valgerður hefur alla ævi búið í einhverri útgáfu af stjúpfjölskyldu, eins og kannski svo margir Islendingar. Hefur hún bæði persónulega reynslu sem barn og fullorðin ? og faglega þekkingu á skilnaði, foreldrasamvinnu og stjúptengslum. Valgerður sagði okkur frá sínu starfi og því sem hún og hennar skjólstæðingar eru helst að glíma við og í seinni hluta þáttarins svaraði hún spurningum sem hlustendur hafa sent inn til okkar í netfang þáttarins. Hlusta má á þáttinn hér!

Instagram