Skip to main content
Foreldrasamvinna

Að alast upp á tveimur heimilum

Að alast upp á tveimur getur verið snúið sem og að ala upp barn sem tilheyrir tveimur heimilum. Hvar,hver  og hvernig á að halda upp á afmæli barnsins, ferminguna eða jólin? Hvaða fyrirkomulag hentar best?

Það eru margar leiðir til að lifa lífinu og því varla til einhver ein lausn sem hentar öllum hvort heldur sem foreldra búa saman eða ekki. Börn sem eiga foreldra sem ekki búa saman þurfa hinsvegar að geta treyst því að foreldrar þeirra finni lausn sem hentar þeim og að hagsmunir þeirra séu hafðir að leiðarljósi en ekki t.d. óuppgerð gömul særindi milli foreldra.

Frosin samskipti

Velja þarf annan stað og stund til að takast á við þau en hátiðisdaga í lífi barnanna eins og fermingardag þeirra. Ég man eftir einu dæmi þar sem foreldra gátu lengi vel ekki komið sér saman um fermingu sonar þeirra og var allt undir m.a. hvort drengurinn fengi að fara með fermingarfötin á milli heimila. Móðirin var mjög ósátt við föður hans. Taldi hún sig ekki hafa fengið út úr sameinglegu búi þeirra eins og henni bar við skilnað og að nú væri komin ný kona sem nyti góðs af öllu saman.  Hún ætlaði ekki að borga eitt eða neitt sem taldi að gæti komið föður dregnsins til góða eins og fermingarföt sonar þeirra. Stráknum kveið fermingardeginum og þvertók fyrir að fermast þegar nær dró. Hann treysti foreldrum sínum ekki til að haga sér fólk.

Ef við látum börnin líða fyrir það að við upplifum ósanngirni eða að okkur finnst að fyrrverandi maki okkar skuldi okkur fyrirgefningu erum við ekki setja hagsmuni barnanna á oddin,  heldur særindi og reið okkar sjálfra.  Allt of algengt er að samskipti „frjósi“ á milli fólks og það sama  verði upp á tengingum við giftingu barna þeirra og afmæli barnabarna nema fólk taki ákvörðun um að breyta þeim og þá oft með hjálp fagmanna. Stundum verðum við að sætta okkur við að fáum ekki þá afsökunarbeiðni sem við teljum okkur eiga skilið  og halda áfram, sjálfra okkar vegna ekki síst vegna barnanna. Hvað sem okkur finnst um annað fólk getum við alltaf valið að sýna kurteisi okkar sjálfra og barnanna  vegna.

Það er hægt að bæta öll samskipti með brettu hugarfari. Faðir sem hafði ekki talað við barnsmóður sína í tvö ár tók ákvörðun þegar hún hafi samband vegna fermingar dóttur þeirra að laga þau dóttur hans vegna.  Í stað þess að fara í hefðbunda vörn og „hvað nú“ viðbrögð, hrósaði hann henni fyrir frumkvæðið og lét hana jafnframt vita að hann taldi hana góða móður. Samskiptin tóku alveg nýja stefnu og varð fermingarundirbúnignurinn mikill gleðitími – sérstaklega fyrir dóttur þeirra.

Margar fermingarveislur?

Í sjálfu sér er í góðu lagi að halda tvær eða fleirri afmælis- eða fermingarveislur vilji foreldra það frekar en að hafa þær sameignlegar. Stundum gefa foreldrar saman gjafir þó svo veislan sá á sitt í hvorum staðum. Það er hinsvegar ekki hægt að neita því að mun ódýrara að halda  sameignlega veislu.

Nýtt stjúpforeldri

Samskipti foreldra breytast oft þegar nýr maki kemur til– þau geta batnað en líka versnað.  Stjúpforeldrar og jafnvel líka foreldrar eru óöryggir hvert eigi að vera hlutverk stjúpforeldra í fermingunni. Sumir kjósað að standa á hliðarlínunni og styðja maka sína eftir þörfum t.d. varðandi bakstur eða kostnað, aðrir taka fullan þátt i undirbúningi og veislunni sjálfri. Ýmislegt getur haft áhrif t.d. hve lengi sambandi hefur staðið og hvers eðlis tengslin eru. Eins og áður segir er hollt að hafa í huga að þetta er dagur sem börnin eiga og við eigum að nota einhverja aðra daga til að sanna okkur eða okkar mál. Samráð er hinsvegar lykilatriði og það er gott að hafa þá megin reglu í huga að við ráðstöfum ekki tíma eða peningum annarra án samráðs við viðkomandi.

Svo er ágætt að spyrja sig „Hvaða sögu viljum við að börnin segi?“

eftir Valgerði Halldórsdóttur

Instagram