Skip to main content
Börn og ungmenni

Látum foreldra annast agamál í byrjun

  • Foreldri ætti að sjá um agamál barna sinna í fyrstu eða þangað til tengsl hafa myndast við stjúpforeldri. Ólíklegt er að börn sjái ástæðu til að þýðast stjúpforeldri sem það hefur ekki tengst og öðlast virðingu fyrir.
  • Snemmbærar tilraunir til að beita stjúpbörn aga geta leitt til fjandskapar og hunsunar, ekki aðeins af hálfu barnanna heldur einnig af hálfu maka.
  • Því meiri tíma sem við verjum með stjúpbörnum okkar, þeim mun meiri líkur eru á að við öðlumst viðurkenningu þeirra og virðingu. Fyrr verður ekki tekið fullt mark á okkur.
  •  Fyrst um sinn  er árangursríkast er fyrir stjúpforeldra og stjúpbörn að einblína á tengsl og eiga í vinsamlegu vináttusambandi.  Þegar slíkt er til staðar er mun líklega að barnið sé tilbúið til að virða aga og þau mörk sem stjúpforeldrið setur . Ef stjúpforeldri er ætlað, eða það ætlar sér, of stórt hlutverk í agamálum og að refsa stjúpbörnum án þess að þau líti svo á að það hafi þann rétt, er hætta á mikilli mótstöðu. Foreldrar eru með lögmætt vald í huga þeirra sem stjúpforeldrið skortir.
  • Vænlegra er að viðurkenna þá staðreynd að börn telja sig ekki þurfa að hlýða stjúpforeldri sínu í fyrstu. Í stað þess að reyna að aga stjúpbörnin, jafnvel þótt sumum finnist ekki vanþörf á, ætti stjúpforeldrið að einblína á að byggja upp tengsl við börnin og vera einskonar framlenging á valdi foreldirsins þegar kemur að agamálum.
  • Unglingar eru sérstaklega viðkvæmir, enda á því þroskaskeiði þar sem sumir efast um rétt eigin foreldra til að setja mörk, hvað þá að eiga að gangast undir aga og refsingar nýrra stjúpforeldra.
  • Sé góður tími gefinn í kynnast börnum og tengjast, fær stjúpforeldri smám saman aukið valdog áhrif í lífi stjúpbarnanna. Nákvæmlega hvaða hlutverki stjúpforeldrið mun gegna síðan,  ræðst af því hvort það er talið hafa einhverskonar foreldrastöðu eða ekki

Valgerði Halldórsdóttur, félags- og fjölskylduráðgjafi

 

Instagram