Skip to main content
Fjölskylda

Sérstaða stjúpfjölskyldna

  • Stjúpfjölskyldur eru ekki eins og fjölskyldur þar sem parið/hjónin eiga öll börnin saman. Í hefðbundnum kjarnafjölskyldum tengist foreldri barni sínu við fæðingu og uppeldið fer svo eftir gildismati foreldranna.
  • Í stjúpfjölskyldum flytur fólk saman, oft án þess að nokkur tengsl hafi náð að myndast milli stjúpforeldris og barns. Án tengsla getur verið erfitt að umbera pirrandi hegðun og annað gildismat en maður hefur sjálfur vanist.
  • Við sem búum í stjúpfjölskyldum verðum að vinna að því að verja tíma saman og um leið læra að virða og meta hvert annað og næra tilfinninguna að vera hluti af fjölskyldunni. Að mynda tengsl og fá tilfinninguna að tilheyra tekur tíma,  sýnum þolinmæði og sveigjanleika – það er vel þess virði!.
  • Fyrrverandi maki og tengdafjölskylda, hálfsystkini og stjúpsystkini eru hluti af fjölskyldu barna okkar og tengjast því fjölskyldunni á margvíslegan hátt. Þessi flóknu tengsl geta skapað streitu sem hefðbundnar kjarnafjölskyldur þurfa aldrei að takast á við – það hjápar að viðurkenna að mörk fjölskyldunnar ná út fyrir heimilið. Gerum ráð fyrir samskiptum og höldum þeim opnum.
  • Rannsóknir hafa sýnt að gleði og ánægja sé mest í byrjun hjá hefðbundnum kjarnafjölskyldum en að streita aukist eftir fæðingu barna og eftir því sem fjölskyldan stækkar. Í stjúpfjölskyldum verður oft meiri óánægja vart og streitu í upphafi en hún virðist minnka með árunum og líðan fjölskyldumeðlima batna  Full ástæða er til bjartsýni.

e.Valgerði Halldórsdóttur, félags- og fjölskylduráðgjafi

Instagram