Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Næstu námskeið 2022

Eftir Fréttir

2022

  • Hlutverk stjúpmæðra – Örnámskeið 10. janúar 2022
  • Sterkari stjúpfjölskyldur – Örnámskeið  fyrir pör og aðra áhugasama 11. janúar 2022
  • Samvinna skóla við aðstandendur barna með tvö heimili – Örnámskeið ætlað skólafólki 12. janúar 2022
  • Stjúptengsl endurgerð fjölskyldusamskipta (5 ein)FAGFÓLK  26. janúar 2022  til 23.febrúar 2022 (skráning hafin).
  • Hægt er að fá sérsniðin námskeið/erindi  fyrir hópa, vinnustaði og stofnanir
  • Jafnframt einstaklings- para- og fjölskylduráðgjöf

 Hér eru hægt að fá frekari upplýsingar og bóka námskeið eða aðra þjónustu hér. 

 

„Þetta var mitt val en ekki barn­anna“ El­ín­rós Lín­dal MBL

Eftir Fréttir

Stella Björg Krist­ins­dótt­ir er bæði móðir og stjúp­móðir. Hún og eig­inmaður henn­ar, Orri Her­manns­son, kynnt­ust þegar hún var 22 ára og hann 34 ára. Þá átti hann þrjú börn úr fyrri sam­bönd­um. Hún seg­ir mik­il­vægt að stjúp­mömm­ur móti hlut­verk sitt sjálf­ar og taki ábyrgð á vali sínu.

Stella seg­ir að hún hafi litið á það sem bón­us að eig­inmaður henn­ar hafi átt börn úr fyrri sam­bönd­um. Í dag er Stella móðir Freyju Rán­ar og stolt stjúp­móðir þriggja barna á öll­um aldri.Stella er þakk­lát fyr­ir að hafa fengið það hlut­verk að verða stjúp­mamma en henn­ar reynsla sé sú að all­ar þær stjúp­mömm­ur sem hún hafi kynnst hafi viljað reyna sitt besta.

„Það fara all­ir inn í fjöl­skyld­una og reyna sitt allra besta. Það sama átti við um mig. Ég vildi ekki gera mis­tök en maður lær­ir fljótt að það eiga sér stað mis­tök al­veg eins og í kjarna­fjöl­skyld­um. Það er eins og maður setji á sig auka pressu því maður vill svo inni­lega að allt gangi vel. Sú pressa get­ur reynst erfið til lengd­ar og það eina sem er þörf á er að stjúp­for­eldr­ar reyni sitt besta. Það er aldrei hægt að vera full­kom­inn. Þegar maður reyn­ir það býr maður til spennu og það ger­ir hlut­ina erfiðari þegar þeir koma upp. Viðtalið má lesa í heild sinni hér.

Hvernig skipt­ast eig­ur við and­lát ef hjón eiga ekki börn sam­an? Þyrí Stein­gríms­dótt­ir, lögmaður á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur

Eftir Fréttir

Sæl.

Ég hef spurn­ingu varðandi erfðarétt. Við hjón­in eig­um eng­in börn sam­an en eig­um bæði börn af fyrra hjóna­bandi. Eign­ir okk­ar hafa komið til vegna vinnu okk­ar beggja. Mér sýn­ist að falli maki minn frá á und­an mér þá eigi ég ein­göngu rétt á 1/​3 af eig­um okk­ar, er það rétt skilið hjá mér? Að börn­in hans erfi 2/​3 af eign­um okk­ar og ég ein­göngu 1/​3, þrátt fyr­ir að við eig­um þess­ar eign­ir jafnt?

Ég er hér að ganga út frá því að ekki væri búið að gera erfðaskrá þar sem leyfi er gefið fyr­ir óskiptu búi. Ég gæti trúað að marg­ir hefðu þessa sömu spurn­ingu enda orðið ansi al­gengt að sam­sett­ar fjöl­skyld­ur geri upp bú.  Lesa má allt svarið  HÉR 

Hildur góða stjúpa og veltandi vömb Jón Árnason Íslenskar þjóðsögur og ævintýri

Eftir Fréttir

Það var einu sinni kóngur og drottning í ríki sínu og áttu sér ekkert barn og varð af því sundurþykkja á milli þeirra; kenndi hvort öðru. Einu sinni gekk drottning út á skóg í snjóföli so að henni blæddi nasir. Þá sagði hún: „Það vildi ég ætti mér fallega dóttur eins hvíta og snjórinn og eins rjóða í kinnum og blóðið og eins svarta á hár og íbenholt.“ Þá heyrir hún sagt í skógnum: „og þú gætir ekki dáið fyr en þú legðir á hana þrjár þrautir og það sé að drepa mann, brenna borg og eiga barn í lausaleik.“ So fer drottning heim. So líða fram stundir þangað til drottning á meybarn og er látið heita Hildur; hún ólst upp í ríkinu og var eins og drottning óskaði.

Einu sinni leggst drottning veik og hugsa allir hún muni deyja. Þá biður hún að lofa sér að sjá Hildi dóttur sína og það er gert; en þegar Hildur kemur til hennar þá rís hún upp og segir til Hildar: „Mæli ég um og legg ég á að þú skalt drepa mann, brenna borg og eiga barn í lausaleik.“ Síðan leggst hún niður og deyr og kóngur er mikið aumur af þessu. So ráðgjafarnir segja hvort þeir eigi ekki að leita hönum kvonfangs, það dugi ekki að liggja í víl. Hann þiggur það. So sigla þeir í eitt land og finna þar kóng sem á eina dóttir, og hét Hildur. Þeir biðja hennar til handa kónginum. Hildur segir hún geri það ekki öðru móti en hún fái að vera ógift í þrjú ár og ráða öllu. Þeir lofa því. So fara þeir með Hildi og sigla heim í ríkið. Kóngur gengur til skips og segir að allt sé tilbúið í veizluna, en þá segir Hildur að hún vilji vera ógift í þrjú ár og ráða öllu. Kóngur lætur það eftir henni og fer í hernað á meðan og so fer hún heim og fer nú að skoða í öll hús og so kemur hún að skemmu Hildar kóngsdóttir og biður að ljúka upp og það er gert. Hún sér að Hildur kóngsdóttir er dauf. Hún spyr hana af hvurju hún sé dauf; hún segir henni það ekki. Hún biður hana að ganga með sér út á skóg; hún gerir það. So fara þær og ganga lengi þangað til þær koma að stórum viðarrunna. Þar rífur hún upp hríslu og segist skuli hýða hana milli hæls og hnakka ef hún segi sér ekki hvað að henni gangi. So hún segir að hún móður sín hafi lagt á sig þrjár þrautir: að drepa mann, brenna borg og eiga barn í lausaleik. Hún segir að Karkur þræll kóngsins mundi hafa gert það og skyldi hún ekki vera dauf. So fóru þær heim. En so var þar vinnu skipað að hjá eldakellingunni var einn þræll sem átti að sækja vatnið og skyldi hún hafa fataskipti við kellinguna sem Karkur væri hjá; en það væri brunnur sem hann ætti að sækja í vatnið og væri fyrst gengið niður tröppur og so á meðan er verið að sökka í skjólunum heldur kellingin í festina. En þegar Karkur væri farinn að sökka í þá skyldi hún sleppa. So fer hún og hefur fataskipti við kellinguna. Karkur verður illur og segir hún muni dáltið halda sér. Hún segist skuli bera sig að því. So fer hann að sækja vatn og fer niður tröppurnar. So þegar hann er að sökka í skjólunum þá sleppir hún og fer so og segir Hildi drottningarefni. Hún læzt verða ill við hana og slá í hana og segir hún muni hafa gert það óviljandi, það dugi ekki að tala um það fyrst so sé komið.  Lesa má söguna í heild sinni hér 

Instagram