Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi starfar m.a. sem sáttamaður sýslumanns í málefnum barna og segir deilur foreldra valda mikilli streitu hjá börnum.
Fagdeild félagsráðgjafa í sáttamiðlun heldur námstefnu föstudaginn 1.mars í samstarfi við Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu en Valgerður er ein þeirra sem starfar fyrir Sýslumannsembættið sem sérfræðingur i málefnum barna og sem sáttamaður í forsjár-, lögheimilis-, umgengnis-, dagsektar- og aðfararmálum með það að markmiði að hjálpa foreldrum að gera samning um þá lausn mála sem er barni fyrir bestu.
Valgerður segir flesta foreldra takast að leysa smám saman ágreining sem gjarnan fylgir skilnaði eða sambúðarslitum en margir leiti sér ráðgjafar varðandi börnin þegar að skilnaði kemur. „Oft áttar fólk sig ekki á þeim aðstæðum sem upp kunna að koma þegar börnin eiga tvö heimili og stundum stjúpforeldra á þeim báðum. Það sem kallaðist gott foreldrasamstarf þegar foreldrar voru einhleypir getur skapað ágreining í nýju sambandi t.d. þegar ekki er átt samráð við stjúpforeldri um breytingar á umgengni.
Deilur ekki endilega tengdar sambúðaslitum eða skilnaði
Það er mjög mikilvægt að hafa í huga að lífið bæði hjá foreldrum og börnum tekur eðlilega breytingum sem geta haft áhrif á foreldrasamstarf með börn á tveimur eða fleiri heimilum. En samskipti við barnsföður eða -móður á hinu heimili barnsins er algengt ágreiningsefni í stjúpfjölskyldum. Það eru ákveðnar vísbendingar að stór hluti foreldra sem eiga mál inni hjá sýslumanni eru komnir í ný sambönd og deilur því ekki endilega í öllum tilvikum tengdar sambúðarslitum eða hjónaskilnaði. En þetta þarf að kanna miklu betur. Tölur frá sýslumanni sýna hinsvegar að þau mál sem þar eru til meðferðar varða á milli 600 til 650 börn á ári.“
Börnin eiga rétt á að tjá sig
Valgerður segir að börn eigi rétt á að tjá sig samkvæmt barnalögum og barnasáttmála SÞ í þeim málum er þau varða í samræmi við aldur og þroska. og það er hluverk sáttamanna og eftir atvikum sérfræðinga í málefnum barna að ræða við þau.
„Á námstefnunni ætla ég að fara yfir hvað fram hefur komið í viðtölum við börnin og reynslu sérfræðinga og því er ekki um eiginlega rannsókn að ræða, en efnið gefur tilefni til að kanna málið frekar.“ Valgerður segir að rannsóknir sýna að að ágreiningur foreldra sé skaðlegur. Börn sem eiga foreldra í ágreiningi upplifi mörg hver mikla streitu sem fær oft litla athygli. „Mörg hver reyna að skipta barnæsku sinni og fríum jafnt á milli foreldra – jafnvel sleppa að sinna tómstundum og hitta vini – af því þetta er „pabba eða mömmu tími.“
Heilaþvegin börn eða börn með skoðanir
Í umgengnisdeilum er ekki óalgengt að annað foreldrið, jafnvel bæði fullyrði að barninu sé innrætt neikvæð viðhorf til þess, það sé „heilaþvegið“ og hafi þar af leiðandi engar skoðanir sjálft á aðstæðum sínum. Jafnvel fullyrt að það ljúgi fyrir svokallað tálmunarforeldri. Stundum eiga slíkar athugasemdir um mögulega tálmun rétt á sér en alls ekki í öllum tilvikum.
Barn getur verið að bregðast við breyttum aðstæðum í lífi foreldra og þar með breyttum aðstæðum í lífi barnsins sjálfs. Nefna má til dæmis tilkomu nýs stjúpforeldris, flutningum, deilum á heimili, skorti á tíma og athygli foreldris eða óhóflegum þrýstingi að flytja til mömmu eða pabba. Það sjálft er að eldast og þroskast og stundum vantar aðstöðu hjá öðru foreldrinu til að taka á móti barninu. Það er vel þekkt að það hvernig barn tjáir sig tengist fjölmörgum þáttum eins aldri, þroska og tengslum.
Af hverju ræðir barnið líðan sín ekki við þig?
Það er umhugsunarvert fyrir foreldra að velta því fyrir sér af hverju barn ræðir ekki við það um sína líðan á heimili þess, heldur feli það hinu foreldrinu að miðla upplýsingum sem falla stundum í misgóðan jarðveg. Jafnvel kjósa sum börn að segja ekki neitt til að „rugga ekki bátnum“ og er það mjög einmanaleg staða fyrir barn.“
Námstefnan á föstudag er þverfagleg en frumkvæðið kemur frá fagdeild félagsráðgjafa í sáttamiðlun í samstarfi við sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum fimm félagsráðgjafar með viðbótarmenntun á sviðinu sem sinnum sáttamiðlun og erum einnig sérfræðingar í málefnum barna hjá embættinu. Jafnframt eru sáttamenn í einkageiranum sem sinna þessum málaflokki sem og öðrum. Viðfangsefni fjölskyldsviðs eru í senn flókin og viðkvæm en tilgangur námsþingins er að heyra í okkar fremstu sérfræðingum á þeim sviðum sem koma inn á okkar borð, fá tækifæri til að læra, spyrja og miðla.“
https://www.frettabladid.is/lifid/mal-rumlega-600-barna-arlega-til-sattameferar/


Ef þú ert Íslendingur er afskaplega líklegt að þú tengist stjúpfjölskyldu á einhvern hátt, ef þú ert ekki einfaldlega meðlimur í einni. Stjúptengsl hafa í för með sér alls konar verkefni sem geta verið ólík verkefnum annarra fjölskyldna. Í þættinum ræðir Ragga Eiríks við Valgerði Halldórsdóttur félagsráðgjafa og fjölskyldufræðing, en hún hefur sérhæft sig í ráðgjöf og rannsóknum um stjúptengsl. Hvernig er eiginlega hægt að láta fjölskyldur renna ljúflega saman og forðast meiriháttar árekstra?
https://kjarninn.is/hladvarp/etta-er-merkilegt/2018-03-12-thetta-er-merkilegt-stjupfjolskyldur-er-haegt-ad-lata-thetta-ganga-vel/
Valgerður Halldórsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi, starfar sem sérfræðingur í málefnum barna og sáttamaður hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Hún er einnig í eigin rekstri og er hennar sérsvið skilnaðir og stjúptengsl. Málefni barna sem eiga tvö heimili eru henni hugleikin. Hún verður með erindi á námstefnu fagdeilda félagsráðgjafa í sáttamiðlun í samstarfi við sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu sem haldin verður á Grand hóteli 1. mars. Yfirskrift námstefnunnar er: Meira en mynd og grunur. Á námstefnunni ætlar Valgerður að fjalla um hvað börnin segja hjá sýslumanni.
Það er réttur barna að segja það sem þeim býr í brjósti
Valgerður segir námstefnuna aðallega fyrir fagfólk, en hún á von á að almenningur sem hefur áhuga á málefnum barna muni einnig fjölmenna.
„Í mínu erindi mun ég fara yfir hvað fram hefur komið í viðtölum við börn hjá embættinu. Ég skimaði rúmlega 40 viðtöl við börn hjá sýslumanninum í Reykjavík og ræddi við aðra sérfræðinga um hvaða skilaboð börnin eru með til okkar fullorðna fólksins. Þetta er því ekki rannsókn, en skimunin gefur fullt tilefni til að gera rannsóknir á þessu sviði.“
Valgerður segir að þeir foreldrar sem ekki ná að semja um mál barna sinna sjálfir þurfi að fara í gegnum sáttameðferð áður en úrskurðað er í málum eða farið í dómsmál.
„Samkvæmt barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga börn rétt á að tjá sig í málum er þau varða og er því rætt við börn til að mynda í forsjár- og lögheimilismálum, sem og í umgengnismálum. Um 58% foreldra ná sáttum í sáttameðferð hjá embættinu sem telst góður árangur og er sambærilegur og á hinum Norðurlöndunum.“
Valgerður segir að deilur foreldra séu börnum skaðlegar, ef þeim tekst ekki að halda börnunum utan deilna.
Dæmi um börn sem sýna forðun
„Börn vilja ekki að láta þrýsta á sig þegar kemur að ákvörðun um umgengni og þau vilja ekki velja á milli heimila. Dæmi eru um að börn reyna að forðast það foreldri sem þrýstir á þau og eru sífellt að ræða ágreininginn við þau. Því miður áttar foreldri sig ekki á því að það er mögulega að skaða tengsl sín við barnið með eigin framkomu en kennir mögulega hinu foreldrinu um að barnið vilji ekki fara á milli heimila. Börn hafa oftast einhverja skoðun á því hvernig þau vilja hafa hlutina en mörg vilja ekki særa foreldra sína með því að tala hreint út.
Deilur foreldra smitast oft inn í daglegt líf barna og sum hver óttast hreinlega brottnám hafi foreldrar mætt í skóla eða á leikvöllinn óundirbúið. Sum barnanna vilja ekki mæta í skóla eftir það. Það sem börnin vilja er að foreldrar leysi málin sín á milli. Þau vilja ekki særa foreldra sína en þurfa stundum svigrúm til að vera aðeins meira hjá öðru foreldri en báðum.
Skoða þarf hvert mál fyrir sig og hollt er hverjum og einum að skoða hvað hægt er að gera til að bæta samskiptin og aðbúnað barns á eigin heimili.“
Valgerður segir að algengasta umkvörtunarefni barna í stjúpfjölskyldum vera að þau fái ekki tíma ein með foreldri sínu.
„Sum kvarta yfir að foreldrið sé alltaf að vinna og ekkert pláss á heimilinu sem þau geta kallað sitt og langt í vini. Svo vantar stundum upp á tengsl við barnið sem vinna þarf í. Sumir foreldrar glíma við alkóhólisma og aðrir beita ofbeldi.“
Valgerður segir mikilvægt að tryggja öryggi barnsins og að það fái rými til að vinna upp traust. Sem dæmi eftir áfengismeðferð foreldris. Valgerður segir að tálmun eigi sér stað einnig í samfélaginu þar sem vegið er mjög alvarlega að mikilvægustu tengslum barnsins í lífinu – þar eð tengsl við annað foreldri sem það fær ekki að umgangast.
Hún segir það einmanalega stöðu fyrir börn að vera í þegar foreldrar deila. „Þessum börnum líður ekki vel á öðru heimilinu eða báðum og treystir sér oft ekki til að ræða vanlíðan sína af ótta við að rugga bátnum. Foreldrar þurfa því oft aðstoð til að halda áfram.“
Margir foreldrar ná að setja börnin í forgrunn
Valgerður segir að í upphafi skilnaða tali sumir foreldrar stundum illa um hvort annað, þá sé stundum reiði og heift, en hún vil benda á að stór hluti foreldra reyni að vanda sig þrátt fyrir ágreining barnanna vegna. Hún segir mikilvægt að styðja við að foreldrar séu í góðum tengslum við börnin sín og að oft séu foreldrar þá báðir eða annar að gera hluti sem skaðar börnin án þess að gera sér grein fyrir því.
„Athuganir mínar sýna að deilur foreldra geta smitast yfir á öll svið í lífi barna. Börn sem eiga foreldra sem halda áfram að deila eftir skilnað þurfa að skipta barnæskunni á milli tveggja aðila. Það er þá tími móðurinnar og tími föðurins og þessir staðir verða átakasvæði og allt í kringum skipulagið verður stirt.“
Eins bendir hún á að þegar stjúpforeldrar eru komnir inn í myndina þótt vel gangi þá flækist enn þá meira veröld barnanna sem flest eru á því að þau vilji að hlutirnir gerist hægar.
Valgerður segir mikilvægt að sinna ákveðnu forvarnastarfi þegar kemur að börnum sem eiga tvö heimili og forðast hún að setja merkimiða á börn út frá hegðun foreldra. Vill hún að talað sé um börn fráskilinna foreldra í stað skilnaðarbarna eða börn alkóhólista í stað „alkabarna“ ef við teljum okkur þurfa að greina þau eftir reynslu þeirra og aðstæðum.
„Þetta eru bara venjuleg börn sem eiga tvö heimili og með reynslu sem getur sett mark sitt á þau en það má ekki gleyma því að flestum vegnar vel. Eins er mikilvægt að við áttum okkur á að það eru alls konar ástæður fyrir því að börn eiga fleiri en eitt heimili og því óþarfi að flokka börn eftir stöðu foreldra sinna á þennan hátt. Samfélagið verður hins vegar að taka mið af þessari staðreynd.“
Börn vilja gæðastundir með foreldrum sínum
Valgerður segir að ef við hugsum um velferð barnanna þarf allt efni frá skólum, samfélaginu og ríkinu að taka mið af því að fjöldinn allur af börnum eiga fleira en eitt heimili. „Ef eitt af verkefnum í skólanum er að teikna mynd af heimilinu, af hvaða heimili eiga börn sem eiga tvö heimili að teikna? Það eru um 1.200 börn árlega sem upplifa skilnað foreldra sinna. Við erum ekki að tala um nokkur börn á ári. Ef við ætlum að hafa hagmuni barna okkar að leiðarljósi, þá verðum við að skoða hvað þau eru að segja okkur. Þau vilja ekki vera öðruvísi eða á jaðrinum. Þau vilja að foreldrar setji persónulegan ágreining sinn til hliðar og að foreldrar þeirra viti að þeim geti mögulega fundist flóknara að upplifa breytingar á eigin foreldri sem komið er í nýtt ástarsambandi og mynda ný tengsl við stjúpforeldra og börn þeirra, en í gegnum skilnað foreldra sinna. Þau vilja að foreldrar fari hægt í gegnum breytingar, inn í ný sambönd og fleira í þeim dúrnum og síðan vilja þau tíma með foreldrum sínum án þess að þurfa að deila tímanum með öðrum aðila, eins og nýjum maka – öllum stundum. Það eru til góðar leiðir og lausnir í öllum málum, ef hagsmunir barnanna okkar eru settir í fyrirrúm.“
Sótt af vef mbl. https://www.mbl.is/born/frettir/2019/02/27/sattamedferd_mikilvaeg_vid_skilnad/

Stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja nám og námskeið.
Hér að neðan eru tenglar á heimasíður þar sem nálgast má upplýsingar um styrki en athugið að listinn er ekki tæmandi.
Hafðu samband við þitt stéttarfélag og kannaðu málið.
LL (Landssamband Lögreglumanna)
Landsmennt (Fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni)
SEF (Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara)
Sameyki (SFR)
SSF – Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja
Starfsmenntasjóður SVS (VR, LÍV, FVSA)
AÐRIR
Vinnumálastofnun veitir einnig styrki
Félagsþjónusta og barnavernd í þínu sveitarfélagi

MÁLIÐ ER hlusta 🙂
Í þættinum í dag fjöllum við um stjúptengsl sem geta oft verið vandasöm en líka gefandi og góð. Hvaða áskoranir mæta slíkum fjölskyldum umfram aðrar og hvaða væntingar eiga stjúpforeldrar og börn að gera til sín? Hvernig á að haga stórhátíðum í slíkum fjölskyldum? Við heyrum sögu af stjúpfjölskyldu sem hefur eytt jólunum saman í næstum þrjá áratugi. Fyrrverandi makar, núverandi makar og svo öll börnin. Og líka sögu stjúpmóður sem ætlaði að eiga bestu stjúpfjölskyldu í heimi þar sem allir yrðu glaðir en áttaði sig fljótt á því að besta er að slaka á kröfunum til að allt gangi upp. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir Viðmælendur: Valgerður Halldórsdóttir, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir og Inga Sveinsdóttir.

Hvað og hvernig eiga foreldrar að greina börnum sínum frá skilnaði? Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá skilnað? Hvernig á umgengi að vera háttað? Er eitthvað réttara en annað?
Hvernig á foreldrasamvinnu að vera háttað? Hvað má vera í foreldrasamningi? Aðlögun að stjúpfjölskyldum – hvað hefur áhrif?
Viðtal við Valgerði Halldórsdóttur félags-og fjölskylduráðgjafa hjá Stjúptengsl og sérfræðing í málefnum barna hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og Þórdísi Rúnarsdóttur félagsráðgjafa og sérfræðing í málefnum barna hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.

Geir, pabba Selmu fannst hún koma allt of sjaldan til þeirra Tinnu, þau sem höfðu átt svo gott samband. Áður en hann kynntist Tinnu borðuðu þau feðginin stundum snemma kvöldmat og fóru síðan í „náttfatasund“. Um helgar áttu þau kósíkvöld og horfðu á heilu sjónvarpsseríurnar. „Games of Throne” var þeirra uppáhald. Í fyrstu náðu Selma og Tinna vel saman og Geir elskaði að vera með „báðum konunum sínum, ekkert ves eins og víða“.
Hann þurfti auðvitað að taka meira tillit til Tinnu þegar þau fóru að búa saman. Í ljós kom t.d. að henni leiddust ævintýramyndir þótt hún hafi látið sig hafa það þegar þau voru að kynnast. Auk þess fannst henni það ekki ganga lengur að vera í náttfatasundi á kvöldin í miðri viku, „Selmu vegna“. Hún þyrfti sinn svefn. Innst inni langaði Tinnu líka til að eiga meiri tíma með Geir á kvöldin, en kunni ekki við að segja það eða vissi ekki hvort henni mætti finnast það. Henni þótti hins vegar vænt um að Geir tók tillit til óska hennar og gerði þær breytingar sem hún bað um.
Geir fannst Selma orðin svo pirruð þegar hann reyndi að ræða við hana um stöðuna. Hún sagðist ekki nenna lengur að tala við pabba sinn, þar sem hann „hlustaði ekki á hana“ og „hann skildi ekki neitt. Allt snerist um þessa Tinnu, Tinnu, Tinnu“. Geir gat ekki skilið af hverju Tinna fór svona í taugarnar á Selmu. Hún sem var svo yndisleg. Hann lagði sig því fram við að segja Selmu hversu fín kona Tinna væri og að hún vildi henni svo vel. Það virkaði hins vegar bara eins og að hella olíu á eld. Líklega hafði Tinna rétt fyrir sér, að Selma væri „bara afbrýðisöm“ og það ætti ekki að vera hlaupa eftir slíku. Geir fannst staðan hins vegar kolómöguleg, en hvað átti hann að gera?
Venjulega hafa börn og einhleypir foreldrar mótað sér venjur og hefðir eins og aðrar fjölskyldur sem geta hentað þeim vel, hvað svo sem öðrum kann að finnst um þær. Ósjaldan fá börn að gista uppi í hjá foreldri sínu, ráða hvað sett er í innkaupakerruna eða hvað sé gert í fríinu, sem er í góðu lagi. Hins vegar er óvíst að stjúpforeldri sé sátt við að deila rúmi með stjúpbarni sínu eða að makinn eigi meira samráð við barnið en það sjálft um innkaupin á heimilið eða annað. Það er því mikilvægt fyrir einhleypa foreldra að íhuga hvaða hefðir og venjur eru á heimilinu. Hversu auðvelt eða erfitt það yrði fyrir nýjan maka að verða hluti af því eða fyrir barnið að taka þeim breytingum sem fylgja stjúpforeldri. Þessar pælingar geta verið gagnlegar, sérstaklega í ljósi þess að flestir einhleypir foreldrar fara í samband fyrr en síðar. Hvernig við aðlögumst lífinu sem einhleypir foreldrar getur haft töluvert um það að segja hvernig aðlögun í stjúpfjölskyldunni verður. Það hjálpar því að þekkja til áskorana stjúpfjölskyldna svo sýna megi uppbyggileg viðbrögð.
Það kann að hljóma vel og spara tíma fyrir foreldri að gera „allt saman“ en líklegt er að bæði stjúpforeldri og barnið verið ósátt til lengdar. Það virkar því sjaldnast að reyna að sannfæra barnið um ágæti stjúpforeldrisins í þeim tilgangi að reyna að breyta viðhorfum þess, þegar það upplifir að það hafi misst tíma og athygli foreldrisins. Né gera lítið úr líðan barnsins og afgreiða það „bara afbrýðisamt“. Börn upplifa erfiðar tilfinningar sem ber að virða. Að upplifa sig út undan, á hvaða aldri sem er, er vond tilfinning, og skemmandi sé ekki brugðist vel við. Allir þurfa sinn tíma, bæði börn og fullorðnir. Breytingar þarf að gera í áföngum. Að gefa tíma, maður á mann samskipti og jákvæð athygli virkar vel. Smám saman geta þau upplifað að stjúpforeldri þarf ekki að vera ógn við tengsl þess við foreldrið, heldur góð viðbót í lífi þess.
Valgerður Halldórsdóttir félags- og fjölskylduráðgjafi

Stjúpmóðurhlutverkið vefst fyrir mörgum, á sumum sviðum gengur vel en á öðrum reynir verulega á.
Óvissa um hvað „eigi og megi“ t.d. þegar kemur að börnunum og fyrrverandi maka makans veldur oft streitu og kvíða í annars góðu sambandi. Á örnámskeiðinu verður stuttlega farið yfir helstu áskoranir stjúpmæðra og hvað getur hjálpað til að takast á við og mótað hlutverkið.
Hvenær? VANTAR OG LÍKA SKRÁ DAGSETNINGU I BÓKUN
Hvar? Merkurgötu 2b, Hafnarfirði
Klukkan hvað? kl. 18.00 til 21.00
Kennari: Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi, MA

Stjúpföðurhlutverkið vefst fyrir mörgum, á sumum sviðum gengur vel en á ððrum reynir verulega á. Óvissa um hvað „eigi og megi“ t.d. þegar kemur að uppeldi stjúpbarna og samskipti við fyrrverandi maka sé hann til staðar. Sumir velta fyrir sér hvernig megi að tryggja góð tengsl við börn sín úr fyrra sambandi nýjum í stjúpfjölskyldum.
Á örnámskeiðinu verður stuttlega farið yfir helstu áskoranir stjúpfeðra og hvað getur hjálpað til að takast á við verkefnin ´á uppbyggilegan máta og mótað hlutverkið.
Námskeiðið er 3 tímar frá kl. 18.00 til 21.00 Skráning er á stjuptengsl @stjuptengsl.is
Kennari: Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi, MA