Skip to main content
All Posts By

valgerdur

Hvernig er að vera stjúpforeldri? Spjall Valgerðar, Lindu og Svenna í Hlaðvarpsþættinum 180 gráður með Lindu og Svenna

Eftir Hljóð/Mynd, Stjúpforeldrar

Hvernig er að vera stjúpforeldri og hvaða gildrur ber að forðast þegar þú ferð inn í það hlutverk. Áttu að verða „foreldri“ eða einungis „vinur“ barnsins, eða kannski hvoru tveggja. Valgerður Halldórsdóttir hjá stjuptengsl.is  ræðir við okkur í upplýsandi viðtali sem ekkert stjúpforeldri ætti að missa af. Hlusta má á þáttinn HÉR

Framleiðandi- Sveinn Snorri Sighvatsson/ Volume  Þáttastjórn- Sveinn Snorri Sighvatsson/ Linda Baldvinsdóttir

Var 19 ára þegar foreldrarnir skildu og finnst hún vera útundan – Smartland MBL

Eftir Börn og ungmenni, Skilnaður, Stjúptengsl

Hæ Val­gerður. 

For­eldr­ar mínu skildu þegar ég var 19 ára og fóru bæði fljót­lega í ný sam­bönd. Ég var upp­tek­in af vin­um og skól­an­um á þess­um tíma. Ég kynnt­ist síðan nú­ver­andi mann­in­um mín­um um tví­tugt og var mikið heima hjá hon­um. Þannig að ég kynnt­ist stjúp­for­eldr­um mín­um lítið,  annað var með yngri syst­kyni mín sem voru að fara á milli heim­ila. Mér líður í dag eins og hafi verið ein­hvern­veg­in „skil­in eft­ir“ og er pirruð út í for­eldra mína, sér­stak­lega pabba og kon­una hans. Það er ekki gert ráð fyr­ir mér eða mín­um börn­um.  

Kveðja, E

 

Komdu sæl E.

Það er vond til­finn­ing að upp­lifa sig útund­an, sama á hvaða aldri maður er. Það virðist því miður koma fyr­ir að for­eldr­ar átti sig ekki á mik­il­vægi sínu í lífi eldri barna sinna við skilnað og mynd­un nýrr­ar stjúp­fjöl­skyldu, það er þeirra sem ekki telj­ast börn leng­ur í laga­leg­um skiln­ingi. Af­skipta­leysi þeirra, sem og stjúp­for­eldra, er oft rétt­lætt með því að börn­in séu orðin svo stór eða full­orðin og að þau þurfi ekki á þeim að halda. Í sum­um til­vik­um virðist vera litið svo á, að stóru börn­in séu „miklu eldri“ en jafn­aldr­ar þeirra sem búa með báðum for­eldr­um sín­um eða stjúp­börn­in sem telj­ast búa á heim­ili þeirra.

Yngri börn lúta oft­ast ein­hverju um­gengn­is­fyr­ir­komu­lagi sem trygg­ir þeim reglu­leg sam­skipti við báða for­eldra eft­ir skilnað og ná að viðhalda nauðsyn­leg­um tengsl­um við þá. Eigi þau stjúp­for­eldri, stjúp­systkinu og/​eða hálf­systkini fá þau á sama tíma tæki­færi til að kynn­ast og mynda tengsl. Það get­ur því verið auðvelt að upp­lifa að „vera skiln­inn eft­ir“ sé ekki passað upp á tengsl­in við eldri börn­in. Systkini þín eru orðin hluti af fjöl­skyldu sem þér finnst hvorki þú né börn­in þín til­heyra. Mögu­lega að þið fáið ekki þann stuðning sem þið þarfn­ist. Sjá framhald hér.

 

Er hægt að skilja án þess að allt fari í vitleysu? Smartland

Eftir Skilnaður

Val­gerður Hall­dórs­dótt­ir fjöl­skylduráðgjafi rek­ur fyr­ir­tækið stjúptengsl.is. Hún svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem kvíðir því að segja börn­un­um að þau hjón­in séu að skilja og líka hvernig þau eigi að vinna sig út úr þess­um aðstæðum.

Sæl Val­gerður.

Ég og maður­inn minn til 11 ára höf­um ákveðið að skilja. Við eig­um tvö börn sam­an, 10 og 8 ára. Við höf­um ekki sagt börn­un­um frá fyr­ir­huguðum skilnaði, en okk­ar nán­asta fólk veit um hann. Satt að segja erum við mjög kvíðin fyr­ir því og vilj­um gera eins vel og við get­um, barn­anna vegna. Við höf­um verið sam­an frá því að við vor­um 18 og 19 ára og höf­um bara vaxið hvort frá öðru. Allt í góðu.

Kær­ar kveðjur,  Sæunn

Sæl Sæ­unn.

Það er góð ákvörðun hjá ykk­ur að ætla að gera eins vel og þið getið, sér­stak­lega barn­anna vegna. Ykk­ur sjálf­um mun líka líða bet­ur. Skilnaður er sjaldn­ast auðveld­ur jafn­vel þótt þið hafið kom­ist að þeirri niður­stöðu að fara hvort í sína átt­ina, eins og það er nú hægt þegar fólk á börn sam­an. Skilnaði fylg­ir miss­ir. Lesa má svarið hér

 

Aðalá­hyggju­efnið hvort og hvenær dótt­ir­in kem­ur – Mbl Smartland

Eftir Börn og ungmenni

Við hjón­in eig­um von á okk­ar fyrsta sam­eign­lega barni í júlí og erum mjög spennt. Þetta er henn­ar fyrsta barn en ég á fyr­ir tíu ára dótt­ur.  Aðal áhyggju­efni kon­unn­ar minn­ar eru hvort og þá hvernig hún verði hjá okk­ur þegar barnið fæðist og fyrst á eft­ir. Ég skil ekki al­veg þess­ar áhyggj­ur en mig lang­ar að dótt­ir mín verði hjá okk­ur og vil ekki að henni finn­ist hún vera útund­an.

Kveðja,

Hjalti

Komdu sæll Hjalti.

Af bréfi þínu má ráða að þú og kon­an þín hafið ekki al­veg sömu hug­mynd­irn­ar um hvernig hlut­irn­ir eigi að vera þegar ykk­ar sam­eig­in­lega barn kem­ur í heim­inn. Þú ert að verða faðir í annað sinn og kon­an þín móðir í fyrsta sinn, þannig að þið komið dálitið ólíkt að hlut­un­um og þarf­ir ykk­ar mögu­lega ólík­ar. Sum­um stjúp­for­eldr­um finnst ekk­ert mál þó stjúp­börn­in séu á heim­il­inu frá degi eitt meðan aðrir vilja fá tíma út af fyr­ir sig með nýja barn­inu og maka. Lesa  má svarið í heild sinni hér.

 

„Þetta var mitt val en ekki barn­anna“ El­ín­rós Lín­dal MBL

Eftir Fréttir

Stella Björg Krist­ins­dótt­ir er bæði móðir og stjúp­móðir. Hún og eig­inmaður henn­ar, Orri Her­manns­son, kynnt­ust þegar hún var 22 ára og hann 34 ára. Þá átti hann þrjú börn úr fyrri sam­bönd­um. Hún seg­ir mik­il­vægt að stjúp­mömm­ur móti hlut­verk sitt sjálf­ar og taki ábyrgð á vali sínu.

Stella seg­ir að hún hafi litið á það sem bón­us að eig­inmaður henn­ar hafi átt börn úr fyrri sam­bönd­um. Í dag er Stella móðir Freyju Rán­ar og stolt stjúp­móðir þriggja barna á öll­um aldri.Stella er þakk­lát fyr­ir að hafa fengið það hlut­verk að verða stjúp­mamma en henn­ar reynsla sé sú að all­ar þær stjúp­mömm­ur sem hún hafi kynnst hafi viljað reyna sitt besta.

„Það fara all­ir inn í fjöl­skyld­una og reyna sitt allra besta. Það sama átti við um mig. Ég vildi ekki gera mis­tök en maður lær­ir fljótt að það eiga sér stað mis­tök al­veg eins og í kjarna­fjöl­skyld­um. Það er eins og maður setji á sig auka pressu því maður vill svo inni­lega að allt gangi vel. Sú pressa get­ur reynst erfið til lengd­ar og það eina sem er þörf á er að stjúp­for­eldr­ar reyni sitt besta. Það er aldrei hægt að vera full­kom­inn. Þegar maður reyn­ir það býr maður til spennu og það ger­ir hlut­ina erfiðari þegar þeir koma upp. Viðtalið má lesa í heild sinni hér.

Hvernig skipt­ast eig­ur við and­lát ef hjón eiga ekki börn sam­an? Þyrí Stein­gríms­dótt­ir, lögmaður á Lög­fræðistofu Reykja­vík­ur

Eftir Fréttir

Sæl.

Ég hef spurn­ingu varðandi erfðarétt. Við hjón­in eig­um eng­in börn sam­an en eig­um bæði börn af fyrra hjóna­bandi. Eign­ir okk­ar hafa komið til vegna vinnu okk­ar beggja. Mér sýn­ist að falli maki minn frá á und­an mér þá eigi ég ein­göngu rétt á 1/​3 af eig­um okk­ar, er það rétt skilið hjá mér? Að börn­in hans erfi 2/​3 af eign­um okk­ar og ég ein­göngu 1/​3, þrátt fyr­ir að við eig­um þess­ar eign­ir jafnt?

Ég er hér að ganga út frá því að ekki væri búið að gera erfðaskrá þar sem leyfi er gefið fyr­ir óskiptu búi. Ég gæti trúað að marg­ir hefðu þessa sömu spurn­ingu enda orðið ansi al­gengt að sam­sett­ar fjöl­skyld­ur geri upp bú.  Lesa má allt svarið  HÉR 

Ekk­ert kyn­líf þegar hann er með börn­in Smartland Mörtu Maríu

Eftir Stjúpforeldrar

Sæl Val­gerður.

Ég er búin að vera í sam­bandi  við mann í tvö ár sem á stráka úr fyrra sam­bandi. Ég elska mann­inn minn og get ekki hugsað mér að missa hann. Ég er hins veg­ar al­veg kom­in að því að ganga út og er kom­in með kvíðahnút nokkr­um dög­um áður en þeir koma til okk­ar. Ég reyni að vera lítið heima en mér finnst maður­inn minn „stimpla sig úr sam­band­inu“ þegar þeir eru hjá okk­ur. Það er meira að segja skrúfað fyr­ir allt kyn­líf!

Kveðja, 

ein ör­vænt­ing­ar­full.

Komdu sæl.

Það er skilj­an­legt að þú hlakk­ir ekki til að strák­arn­ir hans komi til ykk­ar, ef þér líður þannig að maður­inn þinn „stimpli sig út“ úr sam­band­inu í návist þeirra. Hann vill ör­ugg­lega að strák­arn­ir finni að hann sé til staðar fyr­ir þá. Hins veg­ar get ég ímyndað mér að koma þeirra valdi hon­um líka viss­um kvíða og hann upp­lifi að hann sé einn á báti með þá þegar hann finn­ur spenn­una í þér. Hann gæti dregið þá álykt­un að þú þolir ekki strák­ana hans þar sem þú ert leng­ur í vinn­unni, meira með vin­kon­um þínum eða í rækt­inni þá viku sem þeir eru hjá ykk­ur.  Lesa má greinina í heild sinni HÉR

Dótt­ir­in reyn­ir að skemma ástar­sam­band móður sinn­ar Smart­land Mörtu Maríu

Eftir Börn og ungmenni

Sæl Val­gerður. 

Ég er kom­in í sam­band við mann sem skipt­ir mig miklu máli og planið er að fara að búa sam­an fyrr en seinna. Málið er að 14 ára dótt­ir mín virðist ekki þola hann og mér finnst eins og hún sé að reyna að skemma fyr­ir mér sam­bandið. Við höf­um búið tvær sam­an í 6 ár og hún er vön að hafa mig út af fyr­ir sig. Ég finn að ég er orðin svo reið út í hana, loks­ins þegar eitt­hvað er að ger­ast hjá mér þarf hún að reyna að skemma fyr­ir mér!

Mbk. Halla 

Komdu sæl Halla.

Það er ánægju­legt þegar fólk finn­ur ást­ina en verra þegar þeir sem standa því næst eru ekki al­veg jafn lukku­leg­ir og það sjálft, til að mynda börn þess. Hvort dótt­ir þín sé meðvitað að reyna að skemma fyr­ir þér sam­bandið eða ekki, er óvíst.

Flest börn eru nokkuð ör­ugg um ást og um­hyggju for­eldra sinna þegar dag­legt lífi þeirra er nokkuð fyr­ir­sjá­an­legt. Ástfangið for­eldri og nýtt stjúp­for­eldri kann að hrista upp í til­ver­unni í lífi barna, já, og óháð aldri. Breyt­ing­ar geta bæði þótt til hins „betra og verra“. Lesa má svarið í heild sinni HÉR

 

Instagram