Skip to main content
All Posts By

valgerdur

Ástin blómstrar með góðum stjúptengslum MBL

Eftir Börn og ungmenni

Val­gerður Hall­dórs­dótt­ir, fé­lags- og fjöl­skylduráðgjafi, seg­ir mik­il­vægt að stíga var­lega til jarðar áður en börn kynn­ast nýju stjúp­for­eldri. Það er ekki bara gott barn­anna vegna að læra um stjúptengsl þar sem góð stjúptengsl stuðla líka að betra ástar­sam­bandi.

„Fólki er al­veg óhætt að stinga sam­an nefj­um og eiga sitt einka­líf án þess að blanda börn­un­um í málið. Börn hafa enga þörf fyr­ir að vera kynnt fyr­ir kær­asta eða kær­ustu for­eldr­is sem stopp­ar stutt í lífi þess. Hafi þau til dæm­is „misst“ stjúp­for­eldri sem þeim þykir vænt um eða upp­lifað að for­eldri þess hafi verið í nokkr­um sund­ur-sam­an-sam­bönd­um er óvíst að þau séu fús til að gefa nýj­um aðila tæki­færi í fyrstu, jafn­vel þótt viðkom­andi sé hinn eini og sanni eða sanna í huga for­eldr­is­ins. Börn með laskað traust hafa sum hver litla trú á að viðkom­andi stoppi eitt­hvað í lífi þeirra. Nú svo get­ur kær­asti eða kær­asta ótt­ast það að tengj­ast barni viðkom­andi ef ske kynni að sam­bandið ent­ist ekki. Það er því nauðsyn­legt að gefa sam­bandi tíma til að þró­ast án þess að börn­in séu kynnt til sög­unn­ar og muna að góðir hlut­ir ger­ast hægt,“ seg­ir Val­gerður þegar hún er spurð út í það hvenær er best að byrja að kynna börn og stjúp­for­eldri.

Lesa máviðtalið hér í heild sinni.

Hildur góða stjúpa og veltandi vömb Jón Árnason Íslenskar þjóðsögur og ævintýri

Eftir Fréttir

Það var einu sinni kóngur og drottning í ríki sínu og áttu sér ekkert barn og varð af því sundurþykkja á milli þeirra; kenndi hvort öðru. Einu sinni gekk drottning út á skóg í snjóföli so að henni blæddi nasir. Þá sagði hún: „Það vildi ég ætti mér fallega dóttur eins hvíta og snjórinn og eins rjóða í kinnum og blóðið og eins svarta á hár og íbenholt.“ Þá heyrir hún sagt í skógnum: „og þú gætir ekki dáið fyr en þú legðir á hana þrjár þrautir og það sé að drepa mann, brenna borg og eiga barn í lausaleik.“ So fer drottning heim. So líða fram stundir þangað til drottning á meybarn og er látið heita Hildur; hún ólst upp í ríkinu og var eins og drottning óskaði.

Einu sinni leggst drottning veik og hugsa allir hún muni deyja. Þá biður hún að lofa sér að sjá Hildi dóttur sína og það er gert; en þegar Hildur kemur til hennar þá rís hún upp og segir til Hildar: „Mæli ég um og legg ég á að þú skalt drepa mann, brenna borg og eiga barn í lausaleik.“ Síðan leggst hún niður og deyr og kóngur er mikið aumur af þessu. So ráðgjafarnir segja hvort þeir eigi ekki að leita hönum kvonfangs, það dugi ekki að liggja í víl. Hann þiggur það. So sigla þeir í eitt land og finna þar kóng sem á eina dóttir, og hét Hildur. Þeir biðja hennar til handa kónginum. Hildur segir hún geri það ekki öðru móti en hún fái að vera ógift í þrjú ár og ráða öllu. Þeir lofa því. So fara þeir með Hildi og sigla heim í ríkið. Kóngur gengur til skips og segir að allt sé tilbúið í veizluna, en þá segir Hildur að hún vilji vera ógift í þrjú ár og ráða öllu. Kóngur lætur það eftir henni og fer í hernað á meðan og so fer hún heim og fer nú að skoða í öll hús og so kemur hún að skemmu Hildar kóngsdóttir og biður að ljúka upp og það er gert. Hún sér að Hildur kóngsdóttir er dauf. Hún spyr hana af hvurju hún sé dauf; hún segir henni það ekki. Hún biður hana að ganga með sér út á skóg; hún gerir það. So fara þær og ganga lengi þangað til þær koma að stórum viðarrunna. Þar rífur hún upp hríslu og segist skuli hýða hana milli hæls og hnakka ef hún segi sér ekki hvað að henni gangi. So hún segir að hún móður sín hafi lagt á sig þrjár þrautir: að drepa mann, brenna borg og eiga barn í lausaleik. Hún segir að Karkur þræll kóngsins mundi hafa gert það og skyldi hún ekki vera dauf. So fóru þær heim. En so var þar vinnu skipað að hjá eldakellingunni var einn þræll sem átti að sækja vatnið og skyldi hún hafa fataskipti við kellinguna sem Karkur væri hjá; en það væri brunnur sem hann ætti að sækja í vatnið og væri fyrst gengið niður tröppur og so á meðan er verið að sökka í skjólunum heldur kellingin í festina. En þegar Karkur væri farinn að sökka í þá skyldi hún sleppa. So fer hún og hefur fataskipti við kellinguna. Karkur verður illur og segir hún muni dáltið halda sér. Hún segist skuli bera sig að því. So fer hann að sækja vatn og fer niður tröppurnar. So þegar hann er að sökka í skjólunum þá sleppir hún og fer so og segir Hildi drottningarefni. Hún læzt verða ill við hana og slá í hana og segir hún muni hafa gert það óviljandi, það dugi ekki að tala um það fyrst so sé komið.  Lesa má söguna í heild sinni hér 

Börn tapa á erfiðum samskiptum foreldra eftir samvistarslit Erla Dóra Magnúsdóttir DV

Eftir Börn og ungmenni, Skilnaður

Á vefsíðunni Stjúptengsl má finna ýmsan fróðleik sem getur verið foreldrum gagnlegur.  Valgerður Halldórsdóttir, fjölskyldu- og félagsráðgjafi, birti þar athyglisverðan pistil um mikilvægi þess að viðhalda samskiptum við börnin þrátt fyrir skilnað eða sambandsslit, því annars er hætt á að börnin upplifi mikla höfnun. 

Valgerður Halldórsdóttir er fjölskyldu- og félagsráðgjafi, ritstjóri vefsíðunnar Stjúptengsl og formaður félags stjúpforeldra. Á vefsíðunni má finna fróðleik um fjölskyldur en síðunni er ætlað að aðstoða blandaðar fjölskyldur við að styrkja fjölskyldutengslin og stuðla að opnari umræðu um stjúpforeldra. Í pistli á síðunni með fyrirsögninni: Hefur þú heyrt í barninu þínu? fjallar Valgerður um samskipti foreldra við börn í kjölfar samvistaslita.

„Óhætt er að fullyrða að aðal áhyggjuefni foreldra við skilnað og sambandsslit snúa að börnum þeirra. Hvernig megi lágmarka áhrif skilnaðarins á líðan barnanna er þeim ofarlega í huga. Góð samskipti foreldra og regluleg samvera foreldra og barna skiptir þar öllu máli. Í sumum tilvikum verða samskiptin hinsvegar mjög lítil, jafnvel engin um lengri tíma.“

„Óútskýrð fjarvera foreldra veldur börnum sorg og þau upplifa höfnun. Að auki hafa þau tilhneigingu til að kenna sér um hluti sem þau hafa ekkert með að gera eins og skilnað eða drykkju foreldra og því hætta á að bagginn verði enn þungbærari fái þau ekki viðunandi skýringu á framferðinu“  Lesa má viðtalið hér í heild sinni.

Málin varða rúmlega 600 börn á ári Björk Eiðsdóttir Fréttablaðið

Eftir Sáttamiðlun, Skilnaður

Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi starfar m.a. sem sáttamaður sýslumanns í málefnum barna og segir deilur foreldra valda mikilli streitu hjá börnum. Fagdeild félagsráðgjafa í sáttamiðlun heldur námstefnu föstudaginn 1. mars í samstarfi við Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu en Valgerður er ein þeirra sem starfa fyrir Sýslumannsembættið sem sérfræðingur í málefnum barna og sem sáttamaður í forsjár-, lögheimilis-, umgengnis-, dagsekta- og aðfararmálum með það að markmiði að hjálpa foreldrum að gera samning um þá lausn mála sem er barni fyrir bestu.

Valgerður segir að flestum foreldrum takist að leysa smám saman ágreining sem gjarnan fylgir skilnaði eða sambúðarslitum en margir leiti sér ráðgjafar varðandi börnin þegar að skilnaði kemur. „Oft áttar fólk sig ekki á þeim aðstæðum sem upp kunna að koma þegar börnin eiga tvö heimili og stundum stjúpforeldra á þeim báðum. Það sem kallaðist gott foreldrasamstarf þegar foreldrar voru einhleypir getur skapað ágreining í nýju sambandi t.d. þegar ekki er haft samráð við stjúpforeldri um breytingar á umgengni. Það er mjög mikilvægt að hafa í huga að lífið bæði hjá foreldrum og börnum tekur eðlilega breytingum sem geta haft áhrif á foreldrasamstarf með börn á tveimur eða fleiri heimilum. En samskipti við barnsföður eða -móður á hinu heimili barnsins er algengt ágreiningsefni í stjúpfjölskyldum. Það eru ákveðnar vísbendingar um að stór hluti foreldra sem eiga mál inni hjá sýslumanni er kominn í ný sambönd og deilur því ekki endilega í öllum tilvikum tengdar sambúðarslitum eða hjónaskilnaði. En þetta þarf að kanna miklu betur. Tölur hjá sýslumanni sýna hins vegar að þau mál sem þar eru til meðferðar varða á milli 600 og 650 börn ári.“ Lesa má viðtalið í heild sinni hér.

Samfélagið líður fyrir stjúpblindu Valgerður Halldórsdóttir og Steinunn Bergman RUV

Eftir Hljóð/Mynd
Stór hluti íslenskra barna á aðild að stjúpfjölskyldu en samfélagið er blint á það. Stjúptengsl eru ekki skráð hjá hinu opinbera og félagslegur stuðningur við stjúpfjölskyldur er ónægur. Þetta segir Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafi sem hefur sérhæft sig í stjúptengslum. Stjúpbörnum er hlutfallslega oftar beint í sértæk úrræði á vegum Barnaverndarstofu en öðrum börnum.
 Stór hluti barna tilheyrir stjúpfjölskyldum

„Ég var að skoða tölur yfir tímabilið frá 1994 til 2011 og þar kemur í ljós að 41,8% barna hafa fæðst hjá einhleypri móður, farið í gegnum sambúðarslit með foreldrum eða skilnað. Það er svipað hlutfall milli þessara þriggja þátta. VIð getum því gert ráð fyrir því að mjög stór hluti barna hér á landi tilheyri stjúpfjölskyldum. Ef við skoðum þetta frá annarri hlið, þá vitum við að skilnaðir hér eru nokkuð algengir og fólk fer tiltölulega fljótt í ný sambönd. Það er íslensk rannsókn, reyndar frá 2008, sem sýnir að fjórðungur fólks er kominn í samband innan árs og um 70% innan fjögurra ára. Þannig að það eru mjög margir sem tengjast stjúptengslum á einn eða annan hátt,“ segir Valgerður.  Lesa má og hlusta á viðtalið í heild hér.

Instagram