Valgerður Halldórsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi, segir mikilvægt að stíga varlega til jarðar áður en börn kynnast nýju stjúpforeldri. Það er ekki bara gott barnanna vegna að læra um stjúptengsl þar sem góð stjúptengsl stuðla líka að betra ástarsambandi.
„Fólki er alveg óhætt að stinga saman nefjum og eiga sitt einkalíf án þess að blanda börnunum í málið. Börn hafa enga þörf fyrir að vera kynnt fyrir kærasta eða kærustu foreldris sem stoppar stutt í lífi þess. Hafi þau til dæmis „misst“ stjúpforeldri sem þeim þykir vænt um eða upplifað að foreldri þess hafi verið í nokkrum sundur-saman-samböndum er óvíst að þau séu fús til að gefa nýjum aðila tækifæri í fyrstu, jafnvel þótt viðkomandi sé hinn eini og sanni eða sanna í huga foreldrisins. Börn með laskað traust hafa sum hver litla trú á að viðkomandi stoppi eitthvað í lífi þeirra. Nú svo getur kærasti eða kærasta óttast það að tengjast barni viðkomandi ef ske kynni að sambandið entist ekki. Það er því nauðsynlegt að gefa sambandi tíma til að þróast án þess að börnin séu kynnt til sögunnar og muna að góðir hlutir gerast hægt,“ segir Valgerður þegar hún er spurð út í það hvenær er best að byrja að kynna börn og stjúpforeldri.
Lesa máviðtalið hér í heild sinni.