Skip to main content
Börn og ungmenni

Ástin blómstrar með góðum stjúptengslum MBL

Val­gerður Hall­dórs­dótt­ir, fé­lags- og fjöl­skylduráðgjafi, seg­ir mik­il­vægt að stíga var­lega til jarðar áður en börn kynn­ast nýju stjúp­for­eldri. Það er ekki bara gott barn­anna vegna að læra um stjúptengsl þar sem góð stjúptengsl stuðla líka að betra ástar­sam­bandi.

„Fólki er al­veg óhætt að stinga sam­an nefj­um og eiga sitt einka­líf án þess að blanda börn­un­um í málið. Börn hafa enga þörf fyr­ir að vera kynnt fyr­ir kær­asta eða kær­ustu for­eldr­is sem stopp­ar stutt í lífi þess. Hafi þau til dæm­is „misst“ stjúp­for­eldri sem þeim þykir vænt um eða upp­lifað að for­eldri þess hafi verið í nokkr­um sund­ur-sam­an-sam­bönd­um er óvíst að þau séu fús til að gefa nýj­um aðila tæki­færi í fyrstu, jafn­vel þótt viðkom­andi sé hinn eini og sanni eða sanna í huga for­eldr­is­ins. Börn með laskað traust hafa sum hver litla trú á að viðkom­andi stoppi eitt­hvað í lífi þeirra. Nú svo get­ur kær­asti eða kær­asta ótt­ast það að tengj­ast barni viðkom­andi ef ske kynni að sam­bandið ent­ist ekki. Það er því nauðsyn­legt að gefa sam­bandi tíma til að þró­ast án þess að börn­in séu kynnt til sög­unn­ar og muna að góðir hlut­ir ger­ast hægt,“ seg­ir Val­gerður þegar hún er spurð út í það hvenær er best að byrja að kynna börn og stjúp­for­eldri.

Lesa máviðtalið hér í heild sinni.

Instagram