All Posts By

valgerdur

Sáttameðferð mikilvæg við skilnað – Viðtal

Eftir Sáttamiðlun

Val­gerður Hall­dórs­dótt­ir, fé­lags- og fjöl­skylduráðgjafi, starfar sem sér­fræðing­ur í mál­efn­um barna og sáttamaður hjá sýslu­mann­in­um á höfuðborg­ar­svæðinu. Hún er einnig í eig­in rekstri og er henn­ar sér­svið skilnaðir og stjúptengsl. Mál­efni barna sem eiga tvö heim­ili eru henni hug­leik­in. Hún verður með er­indi á nám­stefnu fag­deilda fé­lags­ráðgjafa í sáttamiðlun í sam­starfi við sýslu­mann­inn á höfuðborg­ar­svæðinu sem hald­in verður á Grand hót­eli 1. mars. Yf­ir­skrift nám­stefn­unn­ar er: Meira en mynd og grun­ur. Á nám­stefn­unni ætl­ar Val­gerður að fjalla um hvað börn­in segja hjá sýslu­manni.

Það er rétt­ur barna að segja það sem þeim býr í brjósti

Val­gerður seg­ir nám­stefn­una aðallega fyr­ir fag­fólk, en hún á von á að al­menn­ing­ur sem hef­ur áhuga á mál­efn­um barna muni einnig fjöl­menna.

„Í mínu er­indi mun ég fara yfir hvað fram hef­ur komið í viðtöl­um við börn hjá embætt­inu. Ég skimaði rúm­lega 40 viðtöl við börn hjá sýslu­mann­in­um í Reykja­vík og ræddi við aðra sér­fræðinga um hvaða skila­boð börn­in eru með til okk­ar full­orðna fólks­ins. Þetta er því ekki rann­sókn, en skimun­in gef­ur fullt til­efni til að gera rann­sókn­ir á þessu sviði.“

Val­gerður seg­ir að þeir for­eldr­ar sem ekki ná að semja um mál barna sinna sjálf­ir þurfi að fara í gegn­um sáttameðferð áður en úr­sk­urðað er í mál­um eða farið í dóms­mál.

„Sam­kvæmt barna­lög­um og Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna eiga börn rétt á að tjá sig í mál­um er þau varða og er því rætt við börn til að mynda í for­sjár- og lög­heim­il­is­mál­um, sem og í um­gengn­is­mál­um. Um 58% for­eldra ná sátt­um í sáttameðferð hjá embætt­inu sem telst góður ár­ang­ur og er sam­bæri­leg­ur og á hinum Norður­lönd­un­um.“

Val­gerður seg­ir að deil­ur for­eldra séu börn­um skaðleg­ar, ef þeim tekst ekki að halda börn­un­um utan deilna.

Dæmi um börn sem sýna forðun

„Börn vilja ekki að láta þrýsta á sig þegar kem­ur að ákvörðun um um­gengni og þau vilja ekki velja á milli heim­ila.  Dæmi eru um að börn reyna að forðast það for­eldri sem þrýst­ir á þau og eru sí­fellt að ræða ágrein­ing­inn við þau. Því miður átt­ar for­eldri sig ekki á því að það er mögu­lega að skaða tengsl sín við barnið með eig­in fram­komu en kenn­ir mögu­lega hinu for­eldr­inu um að barnið vilji ekki fara á milli heim­ila. Börn hafa oft­ast ein­hverja skoðun á því hvernig þau vilja hafa hlut­ina en mörg vilja ekki særa for­eldra sína með því að tala hreint út.

Deil­ur for­eldra smit­ast oft inn í dag­legt líf barna og sum hver ótt­ast hrein­lega brott­nám hafi  for­eldr­ar mætt í skóla eða á leik­völl­inn óund­ir­búið. Sum barn­anna vilja ekki mæta í skóla eft­ir það. Það sem börn­in vilja er að for­eldr­ar leysi mál­in sín á milli. Þau vilja ekki særa for­eldra sína en þurfa stund­um svig­rúm til að vera aðeins meira hjá öðru for­eldri en báðum.

Skoða þarf hvert mál fyr­ir sig og hollt er hverj­um og ein­um að skoða hvað hægt er að gera til að bæta sam­skipt­in og aðbúnað barns á eig­in heim­ili.“

Val­gerður seg­ir að al­geng­asta umkvört­un­ar­efni barna í stjúp­fjöl­skyld­um vera að þau fái ekki tíma ein með for­eldri sínu.

„Sum kvarta yfir að for­eldrið sé alltaf að vinna og ekk­ert pláss á heim­il­inu sem þau geta kallað sitt og langt í vini. Svo vant­ar stund­um upp á tengsl við barnið sem vinna þarf í. Sum­ir for­eldr­ar glíma við alkó­hól­isma og aðrir beita of­beldi.“

Val­gerður seg­ir mik­il­vægt að tryggja ör­yggi barns­ins og að það fái rými til að vinna upp traust. Sem dæmi eft­ir áfeng­is­meðferð for­eldr­is. Val­gerður seg­ir að tálm­un eigi sér stað einnig í sam­fé­lag­inu þar sem vegið er mjög al­var­lega að mik­il­væg­ustu tengsl­um barns­ins í líf­inu – þar eð tengsl við annað for­eldri sem það fær ekki að um­gang­ast.

Hún seg­ir það ein­mana­lega stöðu fyr­ir börn að vera í þegar for­eldr­ar deila. „Þess­um börn­um líður ekki vel á öðru heim­il­inu eða báðum og treyst­ir sér oft ekki til að ræða van­líðan sína af ótta við að rugga bátn­um. For­eldr­ar þurfa því oft aðstoð til að halda áfram.“

Marg­ir for­eldr­ar ná að setja börn­in í for­grunn

Val­gerður seg­ir að í upp­hafi skilnaða tali sum­ir for­eldr­ar stund­um illa um hvort annað, þá sé stund­um reiði og heift, en hún vil benda á að stór hluti for­eldra reyni að vanda sig þrátt fyr­ir ágrein­ing barn­anna vegna. Hún seg­ir mik­il­vægt að styðja við að for­eldr­ar séu í góðum tengsl­um við börn­in sín og að oft séu for­eldr­ar þá báðir eða ann­ar að gera hluti sem skaðar börn­in án þess að gera sér grein fyr­ir því.

„At­hug­an­ir mín­ar sýna að deil­ur for­eldra geta smit­ast yfir á öll svið í lífi barna. Börn sem eiga for­eldra sem halda áfram að deila eft­ir skilnað þurfa að skipta barnæsk­unni á milli tveggja aðila. Það er þá tími móður­inn­ar og tími föður­ins og þess­ir staðir verða átaka­svæði og allt í kring­um skipu­lagið verður stirt.“

Eins bend­ir hún á að þegar stjúp­for­eldr­ar eru komn­ir inn í mynd­ina þótt vel gangi þá flæk­ist enn þá meira ver­öld barn­anna sem flest eru á því að þau vilji að hlut­irn­ir ger­ist hæg­ar.

Val­gerður seg­ir mik­il­vægt að sinna ákveðnu for­varn­a­starfi þegar kem­ur að börn­um sem eiga tvö heim­ili og forðast hún að setja merkimiða á börn út frá hegðun for­eldra. Vill hún að talað sé um börn frá­skil­inna for­eldra í stað skilnaðarbarna eða börn alkó­hólista í stað „alka­barna“ ef við telj­um okk­ur þurfa að greina þau eft­ir reynslu þeirra og aðstæðum.

„Þetta eru bara venju­leg börn sem eiga tvö heim­ili og með reynslu sem get­ur sett mark sitt á þau en það má ekki gleyma því að flest­um vegn­ar vel. Eins er mik­il­vægt að við átt­um okk­ur á að það eru alls kon­ar ástæður fyr­ir því að börn eiga fleiri en eitt heim­ili og því óþarfi að flokka börn eft­ir stöðu for­eldra sinna á þenn­an hátt. Sam­fé­lagið verður hins veg­ar að taka mið af þess­ari staðreynd.“

Börn vilja gæðastund­ir með for­eldr­um sín­um

Val­gerður seg­ir að ef við hugs­um um vel­ferð barn­anna þarf allt efni frá skól­um, sam­fé­lag­inu og rík­inu að taka mið af því að fjöld­inn all­ur af börn­um eiga fleira en eitt heim­ili. „Ef eitt af verk­efn­um í skól­an­um er að teikna mynd af heim­il­inu, af hvaða heim­ili eiga börn sem eiga tvö heim­ili að teikna? Það eru um 1.200 börn ár­lega sem upp­lifa skilnað for­eldra sinna. Við erum ekki að tala um nokk­ur börn á ári. Ef við ætl­um að hafa hag­muni barna okk­ar að leiðarljósi, þá verðum við að skoða hvað þau eru að segja okk­ur. Þau vilja ekki vera öðru­vísi eða á jaðrin­um. Þau vilja að for­eldr­ar setji per­sónu­leg­an ágrein­ing sinn til hliðar og að for­eldr­ar þeirra viti að þeim geti mögu­lega fund­ist flókn­ara að upp­lifa breyt­ing­ar á eig­in for­eldri sem komið er í nýtt ástar­sam­bandi og mynda ný tengsl við stjúp­for­eldra og börn þeirra, en í gegn­um skilnað for­eldra sinna. Þau vilja að for­eldr­ar fari hægt í gegn­um breyt­ing­ar, inn í ný sam­bönd og fleira í þeim dúrn­um og síðan vilja þau tíma með for­eldr­um sín­um án þess að þurfa að deila tím­an­um með öðrum aðila, eins og nýj­um maka – öll­um stund­um. Það eru til góðar leiðir og lausn­ir í öll­um mál­um, ef hags­mun­ir barn­anna okk­ar eru sett­ir í fyr­ir­rúm.“

 

Sótt af vef mbl. https://www.mbl.is/born/frettir/2019/02/27/sattamedferd_mikilvaeg_vid_skilnad/

 

 

Áttu rétt á styrkjum fyrir viðtöl eða námskeið?

Eftir Ráðgjöf

Stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja nám og námskeið.

Hér að neðan eru tenglar á heimasíður þar sem nálgast má upplýsingar um styrki en athugið að listinn er ekki tæmandi.

Hafðu samband við þitt stéttarfélag og kannaðu málið.

Afl stéttarfélag

BHM

BSRB (Stéttarfélög í almennaþjónustu)

Efling

FFÍ (Flugfreyjufélag Íslands)

FÍA (Félag íslenskra atvinnuflugmanna)

Kennarasamband Íslands  

Kjölur (Stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu)

LL (Landssamband Lögreglumanna)

Landsmennt (Fræðslusjóður Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni)

MATVÍS

Rafiðnaðarsamband Íslands

SEF (Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara)

Sameyki (SFR)

Samband stjórnendafélaga

SSF – Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja

Starfsafl

Starfsgreinasamband Íslands

Starfsmenntasjóður SVS (VR, LÍV, FVSA)

Verkfræðingafélag Íslands

VR 

AÐRIR

Vinnumálastofnun veitir einnig styrki

Félagsþjónusta og barnavernd í þínu sveitarfélagi

Stjúptengsl í Málið Er Viktoría Hermannsdóttir

Eftir Hljóð/Mynd

Í þættinum í dag fjöllum við um stjúptengsl sem geta oft verið vandasöm en líka gefandi og góð. Hvaða áskoranir mæta slíkum fjölskyldum umfram aðrar og hvaða væntingar eiga stjúpforeldrar og börn að gera til sín? Hvernig á að haga stórhátíðum í slíkum fjölskyldum? Við heyrum sögu af stjúpfjölskyldu sem hefur eytt jólunum saman í næstum þrjá áratugi. Fyrrverandi makar, núverandi makar og svo öll börnin. Og líka sögu stjúpmóður sem ætlaði að eiga bestu stjúpfjölskyldu í heimi þar sem allir yrðu glaðir en áttaði sig fljótt á því að besta er að slaka á kröfunum til að allt gangi upp. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir Viðmælendur: Valgerður Halldórsdóttir, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir og Inga Sveinsdóttir.

Hlusta hér 

 

 

Hvernig segjum við börnum frá skilnaði?

Eftir Skilnaður

Hvað og hvernig eiga foreldrar að greina börnum sínum frá skilnaði? Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá skilnað? Hvernig á umgengi að vera háttað? Er eitthvað réttara en annað?

Hvernig á foreldrasamvinnu að vera háttað? Hvað má vera í foreldrasamningi? Aðlögun að stjúpfjölskyldum – hvað hefur áhrif?

Viðtal við Valgerði Halldórsdóttur  félags-og fjölskylduráðgjafa hjá Stjúptengsl og sérfræðing í málefnum barna hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og Þórdísi Rúnarsdóttur félagsráðgjafa og sérfræðing í málefnum barna hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.

 

Af hverju er dóttir mín ósátt við stjúpmóður sína?

Eftir Börn og ungmenni

Geir, pabba Selmu fannst hún koma allt of sjaldan til þeirra Tinnu, þau sem höfðu átt svo gott samband. Áður en hann kynntist Tinnu borðuðu þau feðginin stundum snemma kvöldmat og fóru síðan í „náttfatasund“. Um helgar áttu þau kósíkvöld og horfðu á heilu sjónvarpsseríurnar. „Games of Throne” var þeirra uppáhald. Í fyrstu náðu Selma og Tinna vel saman og Geir elskaði að vera með „báðum konunum sínum, ekkert ves eins og víða“.

Hann þurfti auðvitað að taka meira tillit til Tinnu þegar þau fóru að búa saman. Í ljós kom t.d. að henni leiddust ævintýramyndir þótt hún hafi látið sig hafa það þegar þau voru að kynnast. Auk þess fannst henni það ekki ganga lengur að vera í náttfatasundi á kvöldin í miðri viku, „Selmu vegna“. Hún þyrfti sinn svefn. Innst inni langaði Tinnu líka til að eiga meiri tíma með Geir á kvöldin, en kunni ekki við að segja það eða vissi ekki hvort henni mætti finnast það. Henni þótti hins vegar vænt um að Geir tók tillit til óska hennar og gerði þær breytingar sem hún bað um.

Geir fannst Selma orðin svo pirruð þegar hann reyndi að ræða við hana um stöðuna. Hún sagðist ekki nenna lengur að tala við pabba sinn, þar sem hann „hlustaði ekki á hana“ og „hann skildi ekki neitt. Allt snerist um þessa Tinnu, Tinnu, Tinnu“. Geir gat ekki skilið af hverju Tinna fór svona í taugarnar á Selmu. Hún sem var svo yndisleg. Hann lagði sig því fram við að segja Selmu hversu fín kona Tinna væri og að hún vildi henni svo vel. Það virkaði hins vegar bara eins og að hella olíu á eld. Líklega hafði Tinna rétt fyrir sér, að Selma væri „bara afbrýðisöm“ og það ætti ekki að vera hlaupa eftir slíku. Geir fannst staðan hins vegar kolómöguleg, en hvað átti hann að gera?

Venjulega hafa börn og einhleypir foreldrar mótað sér venjur og hefðir eins og aðrar fjölskyldur sem geta hentað þeim vel, hvað svo sem öðrum kann að finnst um þær. Ósjaldan fá börn að gista uppi í hjá foreldri sínu, ráða hvað sett er í innkaupakerruna eða hvað sé gert í fríinu, sem er í góðu lagi. Hins vegar er óvíst að stjúpforeldri sé sátt við að deila rúmi með stjúpbarni sínu eða að makinn eigi meira samráð við barnið en það sjálft um innkaupin á heimilið eða annað. Það er því mikilvægt fyrir einhleypa foreldra að íhuga hvaða hefðir og venjur eru á heimilinu. Hversu auðvelt eða erfitt það yrði fyrir nýjan maka að verða hluti af því eða fyrir barnið að taka þeim breytingum sem fylgja stjúpforeldri. Þessar pælingar geta verið gagnlegar, sérstaklega í ljósi þess að flestir einhleypir foreldrar fara í samband fyrr en síðar. Hvernig við aðlögumst lífinu sem einhleypir foreldrar getur haft töluvert um það að segja hvernig aðlögun í stjúpfjölskyldunni verður. Það hjálpar því að þekkja til áskorana stjúpfjölskyldna svo sýna megi uppbyggileg viðbrögð.

Það kann að hljóma vel og spara tíma fyrir foreldri að gera „allt saman“ en líklegt er að bæði stjúpforeldri og barnið verið ósátt til lengdar. Það virkar því sjaldnast að reyna að sannfæra barnið um ágæti stjúpforeldrisins í þeim tilgangi að reyna að breyta viðhorfum þess, þegar það upplifir að það hafi misst tíma og athygli foreldrisins. Né gera lítið úr líðan barnsins og afgreiða það „bara afbrýðisamt“. Börn upplifa erfiðar tilfinningar sem ber að virða. Að upplifa sig út undan, á hvaða aldri sem er, er vond tilfinning, og skemmandi sé ekki brugðist vel við. Allir þurfa sinn tíma, bæði börn og fullorðnir. Breytingar þarf að gera í áföngum. Að gefa tíma, maður á mann samskipti og jákvæð athygli virkar vel. Smám saman geta þau upplifað að stjúpforeldri þarf ekki að vera ógn við tengsl þess við foreldrið, heldur góð viðbót í lífi þess.

Valgerður Halldórsdóttir félags- og fjölskylduráðgjafi

 

Af hverju er dóttir mín ósátt við stjúpmóður sína?

 

Hlutverk stjúpmæðra – Örnámskeið 7. apríl 2021

Eftir Námskeið

Stjúpmóðurhlutverkið vefst fyrir mörgum, á sumum sviðum gengur vel en á öðrum reynir verulega á.

Óvissa um hvað „eigi og megi“ t.d. þegar kemur að börnunum og fyrrverandi maka makans veldur oft streitu og kvíða í annars góðu sambandi. Á örnámskeiðinu verður stuttlega farið yfir helstu áskoranir stjúpmæðra og hvað getur hjálpað til að takast á við og mótað hlutverkið.

Hvenær? 7. apríl 2021

Hvar? Merkurgötu 2b, Hafnarfirði

Klukkan hvað? kl. 18.00 til 21.00

Kennari: Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi, MA

 

Örnámskeið fyrir stjúpfeður

Eftir Námskeið

Stjúpföðurhlutverkið vefst fyrir mörgum, á sumum sviðum gengur vel en á ððrum reynir verulega á. Óvissa um hvað „eigi og megi“ t.d. þegar kemur að uppeldi stjúpbarna og samskipti við fyrrverandi maka sé hann til staðar. Sumir velta fyrir sér hvernig megi að tryggja góð tengsl við börn sín úr fyrra sambandi nýjum í stjúpfjölskyldum.

Á örnámskeiðinu verður stuttlega farið yfir helstu áskoranir stjúpfeðra og hvað getur hjálpað til að takast á við verkefnin ´á uppbyggilegan máta og mótað hlutverkið.

Námskeiðið er 3 tímar frá kl. 18.00 til 21.00 Skráning er á stjuptengsl @stjuptengsl.is
Kennari: Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi, MA

Samráð um fjármál – tekjumissir

Eftir Skilnaður

Covit og  önnur veikindi, atvinnuleysi eða annað sem skerðir tekjur eða eykur útgjöld getur haft veruleg áhrif á fjármál heimila og bregðast margar fjölskyldur við með því að reyna draga saman á öðrum sviðum.

Slíkar breytingar á öðru heimili barnsins getur haft áhrif á fjárhagsáætlanir á hinu heimili þess, sérstaklega ef skortur er á samráði milli heimila. Ákvörðun annars foreldris t.d. um fatakaup eða tónlistarnám sem hitt foreldrið „á“ að borga með viðkomandi, getur skapað ágreining milli heimila, vanti samráð.  Eins og með aðrar deilur bitnar sá pirringur ósjaldan á börnunum.

Stella, 37 ára móðir og stjúpmóðir

„Ég verð að viðurkenna að ég læt stelpuna fara í taugarnar á mér þegar hún kemur með „innkaupalista“ eða einhverjar fyrirskipanir frá mömmu  sinni,  um að við eigum að borga hitt eða þetta núna af því mamma hennar er komin í nám, eins og það sér  okkar mál.  Ég hef ekki einu sinni ráð á að fara í nám sjálf og við eigum nóg með okkur“

Mikilvægt er þegar verið að taka ákvarðanir sem snerta tíma eða buddur annarra en okkar eigin er að eiga samráð,  sem er lykilatriði vilji fólk eiga góð samskipti – barnanna vegna.

Flest verða þau stjúpbörn – viðtal

Eftir Börn og ungmenni

„Umræðan um börnin endar oft við skilnaðinn en flestir foreldrar fara í ný sambönd, og sumir mjög fljótt, þannig að börnin verða stjúpbörn og foreldrar þeirra stjúpforeldrar. Fólk áttar sig ekki á því til að mynda eiga um 70% barna sem rætt er við hjá sýslumanni stjúpfjölskyldur  hjá öðru eða báðum foreldrum sínum.

„Þegar foreldrar fara fljótt í ný sambönd getur það haft áhrif á aðlögun barna að skilnaðnum og að stjúpfjölskyldunni en algengasta umkvörtunarefni er barna er þeim finnst hlutirninr gerast allt of fljótt og þau fái ekki tíma ein með foreldri sínu“.  Séu foreldrar í miklum ágreiningi verður þetta allt miklu erfiðara fyrir þau og  líka oft mjög einmannalega staða þar sem þau treysta kannski ekki foreldrum sínum fyrir líðan sinni þar sem allt verður að ágreiningi á milli þeirra. Hún segir flestum foreldrum koma á óvart hvaða breyting getur orið á foreldrahlutverkið breytist við skilnað. „Verkefninin verða fleiri, barnið  á  lífi sem foreldri hefur ekki eða minni aðgang að, það þekkir jafnvel ekki vini sem barnið umgengst á hinu heimilinu eða stjúpættinga þess.  en  það er óþægileg tilfinning að missa yfirsýn yfir líf barnins.  En ef foreldrar reyna hvað þeir geta til að hafa samskiptin sín á milli í lagi, sem er svo mikilvægt, þá verður auðveldara að halda yfirsýninni.“

Að sögn Valgerðar eru börn misvel undir það búin að vera komin með tvö heimili. „Þau eru jafnvel ennþá að jafna sig á skilnaðinum og hafa ekki fengið tækifæri til að ræða tilfinningar sínar í kringum hann. Sorgin í kringum skilnað foreldra kemur mjög oft upp þegar ég ræði við börn í ráðgjöf um stjúptengsl. Foreldra vantar oft skilning og innsæi á þroska og þörfum barna í þessu ferli. Börnin eru sorgmædd og leið og þurfa á foreldrum sínum að halda en geta jafnvel ekki sagt það upphátt og láta sum líðan sína í ljós með hegðun sinni.“ Að standa í skilnaði á sama tíma og verið er að búa til stjúpfjölskyldu er ansi flókið verkefni sem auðvelt er að misstíga sig.

Viðtalið er hægt að lesa í heild sinni í Vikunni https://www.man.is/vikan/segir-staerstu-mistokin-ad-lata-sig-hverfa-ur-lifi-barnanna/

Instagram