Skip to main content

Val­gerður Hall­dórs­dótt­ir, fé­lags- og fjöl­skylduráðgjafi, rek­ur fyr­ir­tækið stjuptengsl.is. Nú er hún að fara að halda nám­skeið fyr­ir stjúp­mæður og líka fyr­ir pör í stjúp­fjöl­skyld­um. Hún seg­ir að sam­fé­lags­miðlar hafi áhrif á sam­skipti stjúp­for­eldra við stjúp­börn og það geti verið auðvelt fyr­ir börn að upp­lifa að þau séu „útund­an“ þegar verið er að pósta lát­laust þegar börn­in eru ekki með í för.

Hvers vegna ertu að halda nám­skeið fyr­ir stjúp­mæður og pör í stjúp­fjöl­skyld­um?

„Flest­ar stjúp­fjöl­skyld­ur og marg­ar stjúp­mæður upp­lifa svipaða hluti sem eru oft mjög fyr­ir­sjá­an­leg­ir en fæst­ir þekkja. Með því að læra um stjúptengsl má koma í veg fyr­ir al­geng­ar uppá­kom­ur og van­líðan sem get­ur fylgt þeim. Ég hef rekið mig á að þegar fólk þekk­ir ekki til þá er til­hneig­ing til að fólk „kenni hvað öðru um“ sem eyk­ur enn frek­ar á vand­ræðin. Flest­um finnst sjálfsagt að fara á for­eldra­nám­skeið fyr­ir verðandi for­eldra eða sækja nokk­ur hundaþjálf­un­ar­nám­skeið til að tak­ast á við nýj­ar áskor­an­ir á upp­byggi­leg­an hátt. Það sama á við um stjúptengsl,“ seg­ir Val­gerður.

Hvað er það sem stjúp­mæður eru oft að gera vit­laust?

„Að setja ekki á sig súr­efn­is­grím­una og reyna of mikið að þókn­ast öðrum á sinn eig­in kostnað. Kon­ur eru oft hrædd­ar við að „vera leiðin­leg­ar“, reyna að þókn­ast öll­um og rugla því sam­an við að setja heil­brigð mörk til dæm­is gagn­vart maka sín­um og taka of mikið að sér gagn­vart börn­un­um í fyrstu. Jafn­vel þótt eng­inn hafi beðið þær um það, sum­ar halda jafn­vel að þær eigi að vera einskon­ar mæður á heim­il­inu án þess að hafa „umboð“ til þess frá stjúp­börn­um sín­um eða maka. Nú svo get­ur mak­inn og stjúp­for­eldrið verið sam­mála en stjúp­börn­in láta óspart vita að „hún er ekki mamma mín“. Það eru til ýms­ar út­gáf­ur á þessu.

Það er líka mögu­leiki á að öll­um líki mjög vel við hana sem stjúpu og það sem hún stend­ur fyr­ir á heim­il­inu en hún sjálf er að koðna niður inn­an frá. Birt­ist það meðal ann­ars í því að all­ir vin­konu­hitt­ing­ar, sauma­klúbb­ar eða auka­vinna er sett á þann tíma sem stjúp­börn­in eru á heim­il­inu,“ seg­ir Val­gerður.

Val­gerður bend­ir á að það fylgi þessu verk­efni mik­il óvissa.

„Sér­stak­lega þegar fólk hef­ur litla sem enga hug­mynd um hvernig dýna­mík stjúp­fjöl­skyldna er. Allt of marg­ar kon­ur spyrja hvort þær megi hafa svona og hinseg­in til­finn­ing­ar gagn­vart hlut­verk­inu í stað þess að virða sín­ar til­finn­ing­ar og skoða hvað megi gera til að þeim líði bet­ur. Þessi óvissa og löng­un til að öll­um líki við hana veld­ur því m.a. að aðrir skil­greina hlut­verk stjúp­unn­ar en ekki hún sjálf. Við ræðum þessa hluti og fleira meðal ann­ars á ör­nám­skeiðinu þann 28. októ­ber. Þann 22. októ­ber verður í boði fyr­ir þær kon­ur 6 vikna nám­skeið sem kall­ast Stjúpu­hitt­ing­ur.“

Hvers vegna verða sam­skipti stjúp­mæðra og stjúp­barna oft svona stirð?

„Það vant­ar oft­ast upp á tengslamynd­un­ina milli stjúp­mæðra og barna í slík­um til­vik­um. Við þurf­um að ein­blína meira á maður á mann sam­skipti og kynn­ast hvert öðru áður en við för­um að beita okk­ur. Oft og tíðum vant­ar líka upp á sam­vinnu pars­ins t.d. um regl­ur á heim­il­inu. Stjúp­mæðrum/​feðrum finnst for­eldrið ekki vera að fylgja eft­ir regl­um heim­il­is­ins og fer þá „beint í börn­in“ sem taka því illa. En stund­um samþykk­ir for­eldrið ein­hverja reglu sem það er í raun ekki til­búið að fylgja eft­ir, í stað þess að ræða það við stjúp­for­eldrið og móta regl­ur sem henta öll­um. Skort­ur á sam­starfi bæði á milli stjúp­for­eldra og for­eldra á heim­ili og á milli heim­ila bitn­ar því mjög oft á börn­un­um. Jafn­vel finnst börn­um að stjúp­for­eldrið stjórni for­eldri þeirra og stjúp­for­eldr­inu að börn­in stýri for­eldr­inu þegar þau eru á heim­il­inu.“

Ef þú ætt­ir að gefa stjúp­móður eitt ráð, hvað væri það?

„Lærðu um stjúptengsl og hlúðu vel að sjálfri þér.“

Svo ertu líka með para­nám­skeiðið. Hvað græða pör á því að fara á svona nám­skeið?

„Það sem flest­ir segja að þeir hafi grætt mest á er að hitta önn­ur pör í svipuðum spor­um. Jafn­framt með því að læra um helstu áskor­an­ir stjúp­fjöl­skyldna er eins og að fá gott landa­kort til að fara eft­ir.

En skorti mörk, sam­starf og skiln­ing á stöðu bæði for­eldra og stjúp­for­eldra sem og barna er hætta á að pirr­ing­ur og árekstr­ar verði tíðir. Upplýsingar um námskeið er að finna á www.stjuptengsl.is

Finnst þér stjúptengsl verða flókn­ari með til­komu sam­fé­lags­miðla?

„Það er stund­um viðkvæmt mál þegar stjúp­for­eldr­ar birta mynd­ir af sér með stjúp­börn­um sín­um á Face­book eða öðrum miðlum en alls ekki í öll­um til­vik­um. For­eldr­um barn­anna á hinu heim­il­inu get­ur fund­ist að sér vegið sem for­eldri en við þurf­um sjaldn­ast að ótt­ast að börn skipti for­eldr­um sín­um út fyr­ir stjúp­for­eldra.

Í öðrum til­vik­um birt­ist mynd af for­eldri með stjúp­börn­um sín­um, og fer það fyr­ir brjóstið á börn­un­um á hinu heim­il­inu sem ekki eru með. Stund­um hafa ung­menni lokað á stjúp­for­eldra sína á sam­fé­lags­miðlum án út­skýr­inga af þeirri ein­földu ástæðu að slík­ar mynd­ir geta sært. Til­finn­ing­in að vera „útund­an“ er sterk.

Sam­fé­lags­miðlar geta líka auðveldað fólki að fá yf­ir­sýn yfir líf barna sinna og stjúp­barna, sem gjarna glat­ast við það að eiga börn sem til­heyra tveim­ur heim­il­um,“ seg­ir Val­gerður.

Sótt af MBL.is

Instagram