Skip to main content
FjölskyldaHátíðir

Frestaði brúðkaupinu ítrekað vegna foreldra sinna – Mbl Smartland

Sæl Val­gerður.

Ég er að fara að gifta mig í sept­em­ber, sem ætti að vera mikið gleðiefni. Und­ir­bún­ing­ur­inn geng­ur von­um fram­ar en eina vanda­málið eru for­eldr­ar mín­ir. Þau skildu fyr­ir tólf árum og var skilnaður­inn mjög erfiður og sár­in virðast aldrei ætla að gróa. Þau eiga bæði nýj­an maka og það er nán­ast ómögu­legt að sjá fyr­ir sér þær aðstæður að þau geti hrein­lega hist í brúðkaup­inu en þau hafa bæði sagt að þau komi. Það eru hins veg­ar ótelj­andi hliðar á því sem valda mér kvíða. Satt að segja hef ég frestað því lengi að gifta mig út af þessu ástandi á þeim, en ætla ekki að gera það leng­ur. Hvað get ég gert?

Kveðja,

Helga

Sæl Helga.

Það er sorg­leg staðreynd að sum­ir virðast ekki ná að vinna úr sín­um skilnaði. Sér­stak­lega í ljósi þess að djúp­stæður ágrein­ing­ur er ekki einka­mál for­eldra og hef­ur áhrif á alla þá sem að þeim standa. Rétt eins og þú seg­ir sjálf þá hef­ur þú fram til þessa frestað því að gifta þig út af erfiðum sam­skipt­um þeirra.

Já­kvæðu frétt­irn­ar eru að for­eldr­ar þínir virðast ætla að mæta í brúðkaupið þitt þótt það muni ör­ugg­lega valda þeim kvíða og streitu að óbreyttu. Það má gefa þeim plús fyr­ir það. Mik­il­vægt er að þú og til­von­andi maki þinn haldið ykk­ar striki og leyfið þeim ekki að hafa frek­ari áhrif á áform ykk­ar varðandi brúðkaup. Sjá meira Hér

Instagram