Sæl Valgerður.
Ég er að fara að gifta mig í september, sem ætti að vera mikið gleðiefni. Undirbúningurinn gengur vonum framar en eina vandamálið eru foreldrar mínir. Þau skildu fyrir tólf árum og var skilnaðurinn mjög erfiður og sárin virðast aldrei ætla að gróa. Þau eiga bæði nýjan maka og það er nánast ómögulegt að sjá fyrir sér þær aðstæður að þau geti hreinlega hist í brúðkaupinu en þau hafa bæði sagt að þau komi. Það eru hins vegar óteljandi hliðar á því sem valda mér kvíða. Satt að segja hef ég frestað því lengi að gifta mig út af þessu ástandi á þeim, en ætla ekki að gera það lengur. Hvað get ég gert?
Kveðja,
Helga
Það er sorgleg staðreynd að sumir virðast ekki ná að vinna úr sínum skilnaði. Sérstaklega í ljósi þess að djúpstæður ágreiningur er ekki einkamál foreldra og hefur áhrif á alla þá sem að þeim standa. Rétt eins og þú segir sjálf þá hefur þú fram til þessa frestað því að gifta þig út af erfiðum samskiptum þeirra.
Jákvæðu fréttirnar eru að foreldrar þínir virðast ætla að mæta í brúðkaupið þitt þótt það muni örugglega valda þeim kvíða og streitu að óbreyttu. Það má gefa þeim plús fyrir það. Mikilvægt er að þú og tilvonandi maki þinn haldið ykkar striki og leyfið þeim ekki að hafa frekari áhrif á áform ykkar varðandi brúðkaup. Sjá meira Hér