Sæl Valgerður.
Ég er komin í samband við mann sem skiptir mig miklu máli og planið er að fara að búa saman fyrr en seinna. Málið er að 14 ára dóttir mín virðist ekki þola hann og mér finnst eins og hún sé að reyna að skemma fyrir mér sambandið. Við höfum búið tvær saman í 6 ár og hún er vön að hafa mig út af fyrir sig. Ég finn að ég er orðin svo reið út í hana, loksins þegar eitthvað er að gerast hjá mér þarf hún að reyna að skemma fyrir mér!
Mbk. Halla
Komdu sæl Halla.
Það er ánægjulegt þegar fólk finnur ástina en verra þegar þeir sem standa því næst eru ekki alveg jafn lukkulegir og það sjálft, til að mynda börn þess. Hvort dóttir þín sé meðvitað að reyna að skemma fyrir þér sambandið eða ekki, er óvíst.
Flest börn eru nokkuð örugg um ást og umhyggju foreldra sinna þegar daglegt lífi þeirra er nokkuð fyrirsjáanlegt. Ástfangið foreldri og nýtt stjúpforeldri kann að hrista upp í tilverunni í lífi barna, já, og óháð aldri. Breytingar geta bæði þótt til hins „betra og verra“. Lesa má svarið í heild sinni HÉR