Skip to main content
Flokkur

Skilnaður

Báðar fyrrverandi ljúga upp á nýju konuna – Smartland MBL

Eftir Fyrrverandi, Skilnaður

Sæl Val­gerður

Ég er að hefja sam­band með manni sem á upp­kom­in börn með tveim­ur kon­um sem ekki eru sátt­ar við sam­bandið. Þær ljúga upp á mig, segja mig öm­ur­lega og að ég henti ekki mann­in­um mín­um. Börn­in vilja hafa sam­skipti við okk­ur en geta það ekki út af mæðrum sín­um, sem ekki geta sleppt tak­inu af fortíðinni. Hvað er gott að gera í svona stöðu?

Börn­in hans eru alltaf vel­kom­in og mér finnst sjálfsagt að fá þau í heim­sókn og lang­ar að kynn­ast þeim bet­ur en þá eru mæður þeirra farn­ar að hitt­ast og plotta enda­laus­ar skíta­sprengj­ur gegn okk­ur. Maka minn lang­ar að nálg­ast börn­in sín en hrein­lega vill ekki þurfa að standa í ein­hverju stríði og rugli frá sín­um fyrr­ver­andi kon­um. Það er eins og hann megi ekki vera ham­ingju­sam­ur.

Kveðja, B

Komdu sæl B.

Það er ekki sjálf­gefið að fyrr­ver­andi mök­um nú­ver­andi maka þíns líki vel við þig, jafn­vel þó þú sért ágæt­is­mann­eskja og vilj­ir börn­um þeirra vel. Ég veit held­ur ekki hversu mikið mark þú átt að taka á skoðunum þeirra. Á sín­um tíma virðist sem að þær hafi verið þeirr­ar skoðunar að þær hentuðu hon­um vel, en svo reynd­ist nú ekki vera – sjá svar í heild sinni hér.

Órómantískt en nauðsynlegt að ræða fjármálin Ása Ninna Pétursdóttir á Makamál

Eftir Foreldrasamvinna, Skilnaður

Mikilvægt að upplifa sanngirni

Hvað myndir þú ráðleggja fólki, sem er jafnvel að sameina fjölskyldur, þegar kemur að fjármálum. Væri besta að fá faglega hjálp strax?

„Fólk sem hefur farið í gegnum sambandsslit eða skilnað veit að ekkert er alveg öruggt í þessum heimi og sýnir stundum meiri varkárni að rugla saman fjármálum sínum en ella. Fjárhagsstaða fólks er líka stundum mjög ólík.  Annar er mögulega með skuldir á bakinu og þarf að standa skil á barnsmeðlögum á meðan hinn aðilinn stendur nokkuð vel.“

Valgerður segir mikilvægt að pör eigi samráð og að allir upplifi sanngirni.  Lesa má greinina í heild sinni HÉR.

Var 19 ára þegar foreldrarnir skildu og finnst hún vera útundan – Smartland MBL

Eftir Börn og ungmenni, Skilnaður, Stjúptengsl

Hæ Val­gerður. 

For­eldr­ar mínu skildu þegar ég var 19 ára og fóru bæði fljót­lega í ný sam­bönd. Ég var upp­tek­in af vin­um og skól­an­um á þess­um tíma. Ég kynnt­ist síðan nú­ver­andi mann­in­um mín­um um tví­tugt og var mikið heima hjá hon­um. Þannig að ég kynnt­ist stjúp­for­eldr­um mín­um lítið,  annað var með yngri syst­kyni mín sem voru að fara á milli heim­ila. Mér líður í dag eins og hafi verið ein­hvern­veg­in „skil­in eft­ir“ og er pirruð út í for­eldra mína, sér­stak­lega pabba og kon­una hans. Það er ekki gert ráð fyr­ir mér eða mín­um börn­um.  

Kveðja, E

 

Komdu sæl E.

Það er vond til­finn­ing að upp­lifa sig útund­an, sama á hvaða aldri maður er. Það virðist því miður koma fyr­ir að for­eldr­ar átti sig ekki á mik­il­vægi sínu í lífi eldri barna sinna við skilnað og mynd­un nýrr­ar stjúp­fjöl­skyldu, það er þeirra sem ekki telj­ast börn leng­ur í laga­leg­um skiln­ingi. Af­skipta­leysi þeirra, sem og stjúp­for­eldra, er oft rétt­lætt með því að börn­in séu orðin svo stór eða full­orðin og að þau þurfi ekki á þeim að halda. Í sum­um til­vik­um virðist vera litið svo á, að stóru börn­in séu „miklu eldri“ en jafn­aldr­ar þeirra sem búa með báðum for­eldr­um sín­um eða stjúp­börn­in sem telj­ast búa á heim­ili þeirra.

Yngri börn lúta oft­ast ein­hverju um­gengn­is­fyr­ir­komu­lagi sem trygg­ir þeim reglu­leg sam­skipti við báða for­eldra eft­ir skilnað og ná að viðhalda nauðsyn­leg­um tengsl­um við þá. Eigi þau stjúp­for­eldri, stjúp­systkinu og/​eða hálf­systkini fá þau á sama tíma tæki­færi til að kynn­ast og mynda tengsl. Það get­ur því verið auðvelt að upp­lifa að „vera skiln­inn eft­ir“ sé ekki passað upp á tengsl­in við eldri börn­in. Systkini þín eru orðin hluti af fjöl­skyldu sem þér finnst hvorki þú né börn­in þín til­heyra. Mögu­lega að þið fáið ekki þann stuðning sem þið þarfn­ist. Sjá framhald hér.

 

Er hægt að skilja án þess að allt fari í vitleysu? Smartland

Eftir Skilnaður

Val­gerður Hall­dórs­dótt­ir fjöl­skylduráðgjafi rek­ur fyr­ir­tækið stjúptengsl.is. Hún svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hún spurn­ingu frá konu sem kvíðir því að segja börn­un­um að þau hjón­in séu að skilja og líka hvernig þau eigi að vinna sig út úr þess­um aðstæðum.

Sæl Val­gerður.

Ég og maður­inn minn til 11 ára höf­um ákveðið að skilja. Við eig­um tvö börn sam­an, 10 og 8 ára. Við höf­um ekki sagt börn­un­um frá fyr­ir­huguðum skilnaði, en okk­ar nán­asta fólk veit um hann. Satt að segja erum við mjög kvíðin fyr­ir því og vilj­um gera eins vel og við get­um, barn­anna vegna. Við höf­um verið sam­an frá því að við vor­um 18 og 19 ára og höf­um bara vaxið hvort frá öðru. Allt í góðu.

Kær­ar kveðjur,  Sæunn

Sæl Sæ­unn.

Það er góð ákvörðun hjá ykk­ur að ætla að gera eins vel og þið getið, sér­stak­lega barn­anna vegna. Ykk­ur sjálf­um mun líka líða bet­ur. Skilnaður er sjaldn­ast auðveld­ur jafn­vel þótt þið hafið kom­ist að þeirri niður­stöðu að fara hvort í sína átt­ina, eins og það er nú hægt þegar fólk á börn sam­an. Skilnaði fylg­ir miss­ir. Lesa má svarið hér

 

Börn tapa á erfiðum samskiptum foreldra eftir samvistarslit Erla Dóra Magnúsdóttir DV

Eftir Börn og ungmenni, Skilnaður

Á vefsíðunni Stjúptengsl má finna ýmsan fróðleik sem getur verið foreldrum gagnlegur.  Valgerður Halldórsdóttir, fjölskyldu- og félagsráðgjafi, birti þar athyglisverðan pistil um mikilvægi þess að viðhalda samskiptum við börnin þrátt fyrir skilnað eða sambandsslit, því annars er hætt á að börnin upplifi mikla höfnun. 

Valgerður Halldórsdóttir er fjölskyldu- og félagsráðgjafi, ritstjóri vefsíðunnar Stjúptengsl og formaður félags stjúpforeldra. Á vefsíðunni má finna fróðleik um fjölskyldur en síðunni er ætlað að aðstoða blandaðar fjölskyldur við að styrkja fjölskyldutengslin og stuðla að opnari umræðu um stjúpforeldra. Í pistli á síðunni með fyrirsögninni: Hefur þú heyrt í barninu þínu? fjallar Valgerður um samskipti foreldra við börn í kjölfar samvistaslita.

„Óhætt er að fullyrða að aðal áhyggjuefni foreldra við skilnað og sambandsslit snúa að börnum þeirra. Hvernig megi lágmarka áhrif skilnaðarins á líðan barnanna er þeim ofarlega í huga. Góð samskipti foreldra og regluleg samvera foreldra og barna skiptir þar öllu máli. Í sumum tilvikum verða samskiptin hinsvegar mjög lítil, jafnvel engin um lengri tíma.“

„Óútskýrð fjarvera foreldra veldur börnum sorg og þau upplifa höfnun. Að auki hafa þau tilhneigingu til að kenna sér um hluti sem þau hafa ekkert með að gera eins og skilnað eða drykkju foreldra og því hætta á að bagginn verði enn þungbærari fái þau ekki viðunandi skýringu á framferðinu“  Lesa má viðtalið hér í heild sinni.

Málin varða rúmlega 600 börn á ári Björk Eiðsdóttir Fréttablaðið

Eftir Sáttamiðlun, Skilnaður

Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi starfar m.a. sem sáttamaður sýslumanns í málefnum barna og segir deilur foreldra valda mikilli streitu hjá börnum. Fagdeild félagsráðgjafa í sáttamiðlun heldur námstefnu föstudaginn 1. mars í samstarfi við Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu en Valgerður er ein þeirra sem starfa fyrir Sýslumannsembættið sem sérfræðingur í málefnum barna og sem sáttamaður í forsjár-, lögheimilis-, umgengnis-, dagsekta- og aðfararmálum með það að markmiði að hjálpa foreldrum að gera samning um þá lausn mála sem er barni fyrir bestu.

Valgerður segir að flestum foreldrum takist að leysa smám saman ágreining sem gjarnan fylgir skilnaði eða sambúðarslitum en margir leiti sér ráðgjafar varðandi börnin þegar að skilnaði kemur. „Oft áttar fólk sig ekki á þeim aðstæðum sem upp kunna að koma þegar börnin eiga tvö heimili og stundum stjúpforeldra á þeim báðum. Það sem kallaðist gott foreldrasamstarf þegar foreldrar voru einhleypir getur skapað ágreining í nýju sambandi t.d. þegar ekki er haft samráð við stjúpforeldri um breytingar á umgengni. Það er mjög mikilvægt að hafa í huga að lífið bæði hjá foreldrum og börnum tekur eðlilega breytingum sem geta haft áhrif á foreldrasamstarf með börn á tveimur eða fleiri heimilum. En samskipti við barnsföður eða -móður á hinu heimili barnsins er algengt ágreiningsefni í stjúpfjölskyldum. Það eru ákveðnar vísbendingar um að stór hluti foreldra sem eiga mál inni hjá sýslumanni er kominn í ný sambönd og deilur því ekki endilega í öllum tilvikum tengdar sambúðarslitum eða hjónaskilnaði. En þetta þarf að kanna miklu betur. Tölur hjá sýslumanni sýna hins vegar að þau mál sem þar eru til meðferðar varða á milli 600 og 650 börn ári.“ Lesa má viðtalið í heild sinni hér.

60plus

Geta aðstoðað barnabörnin við skilnað

Eftir Skilnaður

Tíðni hjónaskilnaða hefu aukist síðustu áratugi og skilnaðir hafa mikil áhrif á börn og foreldra þeirra. En stundum upplifa afar og ömmur einnig að samband þeirra við barnabörnin breytist þegar foreldrar þeirra skilja. Þegar börnin eru aðra hvora viku hjá hvoru foreldri, þýðir það þá líka að afar og ömmur hafi einungis samband við þau aðra hvora viku, eða þá vikuna sem þau eru hjá þeirra „barni“? Þannig þarf það ekki að vera.

Erfitt að biðja fyrrverandi tengdaforeldra

Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi hefur sérhæft sig í stjúptengslum. Hún gerði könnun fyrir tveimur árum, en í henni kom fram að um 40% fráskilinna forelda þætti ekki alltaf auðvelt að biðja fyrrverandi tengdaforeldra um aðstoð með börnin. Það kom einnig fram í könnuninni að fólki þótti heldur ekki auðvelt að biðja eigin foreldra um aðstoð með stjúpbörn, þar sem þeim er til að dreifa.

Reyna að fókusera á barnabörnin

„Það er tilhneiging í þá átt að stuðningsnet fjölskyldunnar gisnar við skilnað og ný stjúptengsl geta gert það enn götóttara en áður“, segir Valgerður. Hún segir að ástæðurnar fyrir þessu geti verið margvíslegar en það sé mikilvægt að blanda sér ekki í deilur fólks sem er að skilja og reyna að fókusera á börnin. „Afi og amma geta skapað mikilvæga festu og samfellu í lífi barna sem eru að fara í gegnum skilnað foreldra sinna og það gerir þeim gott“.

Ekki láta samskiptin „frjósa“

Og Valgerður heldur áfram „Besta leiðin til að tryggja aðkomu að barnabörnum er að halda sig fyrir utan deilur og vera í góðu sambandi bæði við eigin börn og fyrrverandi tengdabörn. Þau stýra aðkomu að barnabörnunum. Þó það sé ákveðið umrót í kringum skilnaði og ýmislegt sé látið flakka er mikilvæg að láta samskiptin ekki „frjósa“ í áratugi, eða taka upp þykkjuna fyrir hönd eign barna og skera á samband við fyrrum tengdabörn, þó eðlilega breytist það . Það er alltaf hægt að bæta samskipti“, segir hún.

Eldri kynslóðin þarf að sýna frumkvæði

Hún segir að eldri kynslóðin þurfi líka að eiga frumkvæði og bjóða fram aðstoð og stuðning með barnabörnin, þar sem fyrrum tengdabörn eigi oft í erfiðleikum með að biðja um hann. Það þurfi að taka umræðuna um þetta, en það sé afar mikilvægt fyrir afa og ömmur að fara ekki frammúr eigin börnum. Það sé rétt að segja þeim frá því að ætlunin sé að hafa samband við fyrrverandi maka þeirra, fá barnabörnin í heimsókn, bíltúr og svo framvegis. Þetta sé sérstaklega mikilvægt ef mikið ósætti sé á milli foreldra barnabarnanna .

 

 

Hvernig segjum við börnum frá skilnaði?

Eftir Skilnaður

Hvað og hvernig eiga foreldrar að greina börnum sínum frá skilnaði? Hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá skilnað? Hvernig á umgengi að vera háttað? Er eitthvað réttara en annað?

Hvernig á foreldrasamvinnu að vera háttað? Hvað má vera í foreldrasamningi? Aðlögun að stjúpfjölskyldum – hvað hefur áhrif?

Viðtal við Valgerði Halldórsdóttur  félags-og fjölskylduráðgjafa hjá Stjúptengsl og sérfræðing í málefnum barna hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og Þórdísi Rúnarsdóttur félagsráðgjafa og sérfræðing í málefnum barna hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.

 

Samráð um fjármál – tekjumissir

Eftir Skilnaður

Covit og  önnur veikindi, atvinnuleysi eða annað sem skerðir tekjur eða eykur útgjöld getur haft veruleg áhrif á fjármál heimila og bregðast margar fjölskyldur við með því að reyna draga saman á öðrum sviðum.

Slíkar breytingar á öðru heimili barnsins getur haft áhrif á fjárhagsáætlanir á hinu heimili þess, sérstaklega ef skortur er á samráði milli heimila. Ákvörðun annars foreldris t.d. um fatakaup eða tónlistarnám sem hitt foreldrið „á“ að borga með viðkomandi, getur skapað ágreining milli heimila, vanti samráð.  Eins og með aðrar deilur bitnar sá pirringur ósjaldan á börnunum.

Stella, 37 ára móðir og stjúpmóðir

„Ég verð að viðurkenna að ég læt stelpuna fara í taugarnar á mér þegar hún kemur með „innkaupalista“ eða einhverjar fyrirskipanir frá mömmu  sinni,  um að við eigum að borga hitt eða þetta núna af því mamma hennar er komin í nám, eins og það sér  okkar mál.  Ég hef ekki einu sinni ráð á að fara í nám sjálf og við eigum nóg með okkur“

Mikilvægt er þegar verið að taka ákvarðanir sem snerta tíma eða buddur annarra en okkar eigin er að eiga samráð,  sem er lykilatriði vilji fólk eiga góð samskipti – barnanna vegna.

Instagram