Skip to main content
All Posts By

valgerdur

Lesbískar stjúpfjölskyldur

Eftir Fjölskylda

Töluverð breyting hefur orðið á fjölskyldugerðum síðastliðna áratugi, skilnaðartíðni hefur hækkað og mismunandi fjölskyldugerðir eru algengar í vestrænum löndum. Lesbísk stjúpfjölskylda er ein af þessum fjölskyldugerðum, en stækkandi hópur barna elst nú upp í stjúpfjölskyldum.

Í ritgerðinni er spurt hverjar eru helstu áskoranir sem lesbískar stjúpfjölskyldur mæta.Sjá á http://skemman.is/en/item/view/1946/14352

Mamma, pabbi barn – og stjúpbörn

Eftir Fjölskylda

Aðsend grein

Ég er stjúpmamma tveggja stálpaðra stelpna og maðurinn minn er stjúppabbi sonar míns. Saman eigum við lítinn tveggja ára gleðigjafa. Við hjónin erum því bæði að glíma við allt sem því fylgir að vera stjúpforeldri og börnin auðvitað að glíma við það líka.

Maður hefur lært mikið á þessu ferli – það kom mér á óvart að jafnvel eftir nokkur ár, þá er alveg ljóst að við munum aldrei líta á stjúpbörnin sem okkar eigin börn. Þetta er mikið álag á sambandið og hefur orðið enn meiri eftir að litli sonur okkar fæddist, þar sem við höfum minni tíma aflögu fyrir stóru krakkana okkar og auðvitað fyrir hvort annað. Helstu ágreiningsefni okkar hjónanna tengjast uppeldi stjúpbarnanna – þ.e. mér finnst hann láta allt eftir sínum börnum og honum finnst ég láta allt eftir mínu barni. Með okkar sameiginlega barn er ekki svona mikil togstreita á milli okkar, þó við séum auðvitað ekki alltaf sammála. Mikið hefur gengið á og er enn í gangi, maður spyr sig hreinlega stundum hvort þetta sé hægt? Ofan á allt glímir eitt barnið við veikindi sem taka verulega á heimilislífið. En auðvitað eru líka góðar stundir, maður má ekki gleyma því þó að oft finnist okkur þær slæmu vera fleiri. Ég get alveg tekið undir það að vera stjúpforeldri sé erfiðasta og vanþakklátasta hlutverk sem maður fær. Oft líður mér eins og heimilisþræli, sérstaklega gagnvart stjúpdætrum mínum því það verður ekki litið framhjá því að maður er fórnfúsari gagnvart sínu eigin holdi og blóði.

Það væri gagnlegt að heyra sögur annarra í sömu sporum, hvernig aðrir takast á við vandamál sem koma upp og hvað hefur hjálpað.

Við spjöllum saman á http://www.facebook.com/stjuptengsl.is?ref=hl

Skilnaðir og stjúptengsl – myndband

Eftir Hljóð/Mynd

Það er ánægjulegt að segja frá því að á annað hundrað nemendur hafa lokið námskeiðinu „Stjúptengsl, skilnaðir og endurgerð fjölskyldusamskipta“ sem kenndur er í félagsráðgjafadeild HÍ. Hann er opinn fyrir öllum nemendum háskólans og eru um 90 nemendur skráðir á vorönn 2013  í áfangann,  Nemendur hafa fengið nokkuð frjálst val við gerð lokaverkefna. Myndband þeirra Lilju Torfadóttur og Þorbjargar Valgeirsdóttur um skilnað og stjúptengsl er eitt þeirra sem hefur hlotið verðskuldaða athygli. En þar ræða þær við fólk sem þekkir hvoru tveggja af eigin raun. Sjá: http://vimeo.com/22928608

Kennari námskeiðsins er Valgerður Halldórsdóttir, aðjúnkt,  félags- og fjölskylduráðgjafi, MA

 

Punktar um foreldrasamvinnu

Eftir Foreldrasamvinna

Börn þurfa á báðum foreldrum sínum að halda og að þeir geti átt í góðum samskiptum sín á milli eða amk. að þeir getum sýnt kurteisi. Flest höfum við eitthvað sem má bæta, við erum jú mannleg! Getum við t.d. verið jákvæðari, almennilegri og sveigjanlegri? Jafnvel hrósað okkar fyrrverandi og mökum þeirra fyrir eitthvað varðandi börnin? Með því að leyfa ekki prívatdeilum og skoðunum okkar á hinu foreldrinu og maka þeirra að trufla foreldarasamvinnuna höfum við hagsmuni barnanna að leiðarljósi og setjum þarfir þeirra í fyrsta sæti.

Það eru nokkrir sem taldir einkenna góða foreldrasamvinnu – og þér er velkomið að bæta á listann 🙂

• Börnum er hlýft við persónulegu átökum milli foreldra þeirra. Það má nota kaffihús, símann þegar þau eru ekki nálægt, sms, msm, netpóst til að ræða málin.

• Foreldar tala saman um þarfir barnanna og veita stuðning þegar á þarf að halda í stað þess að kenna hvort öðrum um þegar illa gengur „þú vildir skilja er ekki rétt að þú sjáir þá um ……..“

• Börnun eru ekki sett í hlutverki skilaboðaskjóðunna „viltu segja pabba þinum að … eða mamma þín sagðist ælta að kaupa …….. “

• Börnunum er ekki ætað að njósa um foreldra sína ”er mamma þín komin með mann – gistir hann?”

• Foreldrar geta stutt hvort annað í foreldrahlutverkinu á margvíslean máta t.d. upplýst hvað er að gerast í lífi barnanna, stutt hvort annað í þeim ákvörðunum sem þau taka t.d. varðandi útivistarrelglur eða hvernig best við að róa barnið. Þeir geta skipst á að annast barnið í veikindum þess eða þeirra sjálfra. Verkefnin eru óendarleg.

• Foreldar sem vilja vinna saman og komast hjá deilum, ráðstafa ekki tíma eða peningum hvors annars án þess að eiga við ræða saman.

• Sveigjanleiki og áreiðanleiki er kostur í öllum samskiptum. Foreldrar sem vilja góða samvinnu standa við það sem þeir segja og láta tímanlega vita þegar breyta þarf áætlunum. • Foreldrarétt hvors annars er virtur og það viðurkennt að það eru til fleirri en ein leið til að gera hlutina.

• Foreldar sem vilja jákvæða samvinnu leyfa hvort öðru að njóta vafans. Spurningar um hagi barnanna eru ekki sjálfkrafa túlkaðar sem vantraust á foreldrahæfni viðkomandi heldur kannski sem sorg þess sem spyr eða einfaldega sem áhugi á því sem er að gerast í lífi barnanna. Það getur getur verið erfitt að láta frá sér verkefni sem varða börnin og viðkomandi hefur alltaf sinnt eins og að skoða skilaboð í skólatöskunni.

• Börnin mega ræða það sem er að gerast á heimilum foreldra sinna – Högum okkur með þeim hætti að það megi ræða hlutina í stað þess að senda börnum þau skilaboð ”ekkert vera að segja mömmu þinni eða pabba”. Reynum að setja okkur i spor hvors annars og muna að það er ekki all jafn alvarlegt

Valgerður Halldórsdóttir, félags-og fjölskylduráðgjafi MA

Hverjum þykir sinn fugl fagur …

Eftir Börn og ungmenni

Það er gagnlegt að hafa í huga að ekki er alltaf auðvelt að meta hvort hegðun sé ásættanleg eða ekki, aðstæður skipta máli.

Foreldar er líklegri til að dæma hegðun barna sinna á annan hátt en stjúpforeldar.Ef fimm ára gutti ýtir mömmu sinni frá pabba hans þar sem þau kúra í sófanum og segist eiga pabba einn einn, þykir hann bara sætur og foreldrarnir draga hann til sín og knúsa hann bæði. Hinsvegar ef hann ýtir stjúpmóður sinni til hliðar og segist eiga pabba einn er hætta á að  hann sé talinn stjórnsamur, stjúpan upplifir höfnun og pabbinn vandræðagang taki fólk hegðun hans persónulega. En það má líka hafa í huga að framkoma stjúpforeldar er oft dæmd harðar en foreldra. Í rannsókn Claxton-Oldfield (1992) kom í ljós að sambærileg hegðun stjúpforeldris og foreldris var dæmd ólíkt.  Agaaðferðir stjúpforeldra voru sagðar harðari en foreldra,  en engin munur á þegar sýnd var ást og hlýju.Það er því ýmislegt sem hafa þarf í huga þegar kemur að því að velja sér hlutverk,  setja reglur og meta hegðun fólks. Allir vilja upplifa sanngirni og því vænlegra að leyfa fólki að njóta vafans en að ætla því eitt eða annað.  Á það bæði við um börn og fullorðna.  Sé samkomulag á heimilinu um hlutverk stjúpforeldris, reglur skýrar og sanngjarnar er miklum árangri náð.

 

Valgerður Halldórsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi

Umræða um fjármál þykir ekki rómantískt

Eftir Fjölskylda

Umræða um fjármál þykir ekki rómantískt en erlendar rannsóknir benda til að aðeins 20% para ræða þessa hluti fyrir hjónaband. Hún er hinsvegar nauðsynleg, sérstaklega í ljósi þess að fjármál geta auðveldlega drepið niður alla rómantík og haft áhrif á fjölskylduþrótt stjúpfjölskyldunnar.

Óhætt er að fullyrða að það getur vafist fyrir mörgum í stjúpfjölskyldum hvernig haga skuli fjármálunum og því mikilvægt að vera hreinskilina um stöðuna.  Það eru engin ný sannindi að raunhæf fjárhagsáætlun dregur úr óvissu og bætir líðan fjölskyldunnar. Hreinskilni er því mikilvæg, eigi að byggja upp traust og draga úr streitu í fjölskyldunni.

„Ég veit aldrei alveg hver staðan er hjá okkur. Við gerum fjárhagsáætlanir en svo eru alltaf að koma upp einhverjar gamlar áætlanir, sem komnar eru fram yfir gjalddaga og við þurfum að bregðast við og öll okkar plön hrynja. Mér finnst það sérstaklega pirrandi vegna þess að þá þarf ég að borga fyrir hann meðlagið eða annað varðandi krakkana hans“ (Kolla 47 ára, stjúpa).

  Í stjúpfjölskyldum á fólk að baki ólíka reynslu og upplifun og geta fjárhagsskuldbindingar verið einn hluti af því. Ábyrgð og skyldur maka geta því verið ólíkar og haft áhrif á fjárhagslega stöðu heimilisins. Meðlagsgreiðslur er dæmi um slíka skuldbindingu en í íslenskri rannsókn frá 2008 kom fram t.a.m. að stjúpforeldrar ungmenna sem áttu fráskilda foreldra áttu í tæplega 55% tilvika barn úr fyrri samböndum. Sumir fá greitt meðlag og aðrir greiða meðlag.

Það er því mikilvægt að ræða fjármálin og taka þátt í að skipuleggja þau, vilji fólk styrkja samband sitt. Skortur á yfirsýn í fjármálum leiðir til deilna um fjármál jafnvel þó  að fjárhagur sé rúmur og eigi því ekki að vera vandamál. Fyrri reynsla getur haft mikil áhrif á það hvernig fólk hagar fjármálum sínum í nýju sambandi og hana þarf að ræða.

Erlendar rannsóknir benda til að þeir einstaklingar sem stofna til nýrra sambanda eftir skilnað vilja vera sjálfstæðari í fjármálum en þeir sem eru í sínu fyrsta sambandi . Það þarf í raun ekki að koma á óvart þar sem oft annar og stundum báðir aðilarnir í sambandinu hafa þurft að skipa eignum og skuldum við skilnað. Þeir eru meðvitaðir um möguleikann á að núverandi samband geti flosnað upp, ekki síður en það fyrra. Reynslan mótar einstaklinginn og mikilvægt er að láta hana verða sér til þroska.

Ef til vill má líta svo á að í nýja sambandinu sé gagnlegra að leggja áherslu á að takast á við það sem ekki var tekist á við í því fyrra, þ.e. að taka ábyrgð á fjármálum heimilisins ásamt maka sínum og efla fjölskyldunna um leið.

„Ég hélt alltaf að minn fyrrverandi væri svo klár í fjármálum, hann einhvern veginn talaði þannig, svo að ég leyfði honum bara að ráða. Ég fattaði ekki fyrr en við skildum að við voru skuldug upp fyrir haus og áttum ekkert í þessu dóti sem hann var alltaf að kaupa. Ég hef þurft að hafa allt of mikið fyrir því sem ég á í dag til þess að ég sé tilbúin til að fórna því ef við Herbert skiljum“ (Katrín 42 ára stjúpa).

Hvernig fólk útdeilir því fjármagni sem til skiptana er milli fjölskyldumeðlima er hægt að túlka sem vísbendingu um hvar hollustan liggur í fjölskyldunni, þar með gagnvart börnum hvors annars og staðfestu í sambandinu .

„Katrín heldur öllu fyrir sig hvað varðar fjármálin og mér finnst að við séum meira eins og tveir meðeigendur að fyrirtæki en hjón. Það fer óskaplega illa í mig þegar hún er að bera mig saman við sinn fyrrverandi, en ég er ekki hann og er með öll mín fjármál á hreinu. Mér finnst eins og hún hafi ekki trú á að sambandið gangi“ (Herbert 52 ára faðir).

Mikilvægt er að báðir aðilar taki ákvarðanir um fjárútlát heimilisins. Það getur reynt á að fara í gegnum umræðuna en hún er nauðsynleg. Jafnvel í bestu samböndum getur umræðan orðið viðkvæm þegar taka þarf ákvarðanir hvernig nota skuli þá peninga sem til ráðstöfunar eru.

Eftir Valgerði Halldórsdóttur, félags- og fjölskylduráðgjafi

Fjarstýring fyrrverandi maka?

Eftir Fjölskylda

„Hann hleypur eftir öllum hennar dyntum og ætlast til að ég spili bara með þar sem ég er barnlaus. Mér finnst konan alveg óþolandi og hann eins og strengjabrúða í höndunum á henni!“

Fyrrverandi makar geta haft töluverð áhrif á fjölskyldulíf hvors annars, bæði meðvitað og ómeðvitað. Að bregðast við beiðni fyrrverandi eiginkonu eða eiginmanns um að skipta um helgi með börnin getur verið túlkað sem góð foreldrasamvinna og sveigjanleiki hjá kynforeldrum, en sem stjórnsemi og tillitsleysi af hálfu stjúpforeldris sem hafði allt annað í huga um helgina, allra síst að láta fyrrverandi eiginkonu eða eiginmann stýra því hvernig lífi hún eða hann lifir!

Grundvallarþörfum eins og að vera elskaður og vel metinn, vera í samvistum við þá sem manni þykir vænt um og hafa stjórn á eigin lífi er misvel mætt í stjúpfjölskyldum. Samskipti við fyrrverandi maka valda oft árekstrum í nýju sambandi, sérstaklega þegar engir tilburðir eru hafðir uppi í þá átt að koma á móts við framangreindar þarfir með umræðu og samráði við nýja makann. Stjúpforeldrinu finnst því hafnað og kynforeldrið óttast höfnun. Óánægju er þá oft beint að fyrrverandi maka unnustans eða unnustunnar og þau vænd um ósanngirni og stjórnsemi – í stað þess að spjótunum sé beint að eigin maka.

Það er ekki neitt óeðlilegt við það þótt fyrrverandi makar beini óskum sínum hvort til annars þegar kemur að börnunum og sveigjanleiki er mikilvægur í samskiptum þeirra. Hinsvegar þurfa þeir að læra að staldra við og hugsa, í stað þess að segja hiklaust „já“. Ákvörðunin snertir fleiri. Það er ekkert að því að segja við sína fyrrverandi eða sinn fyrrverandi: „Ég hef samband eftir smástund, ætla að kanna hvort það gangi ekki upp heima fyrir.“

Flestum finnst óþægilegt að hafa ekki stjórn á eigin lífi. Stjúpforeldrar eru þar engin undantekning. Ótti og samviskubit Ýmsir þættir hafa áhrif á hegðun fráskildra foreldra og geta leitt til að þeir setji sínum fyrrverandi eða sinni fyrrverandi ekki mörk í samskiptum, s.s. ótti við að missa börnin, samviskubit yfir skilnaðinum og hugsanlega nýja sambandinu, tregða að lofa nýjum maka að tengjast börnunum og söknuður yfir því að hafa ekki eins mikið samband við börn sín og áður. Samviskubit er sársaukafullt bit. Það verður oft til þess að börnunum eru ekki sett viðeigandi mörk t.d. varðandi borðsiði og almenna kurteisi, sem veldur svo aftur ágreiningi milli foreldra og stjúpforeldra.

Með því að gera sér grein fyrir hvað geti legið að baki ákveðinni hegðun, eins og ótti og samviskubit kynforeldris, sem finnst hann missa tengslin við börnin, og ótti stjúpforeldris við að missa stjórn á eigin lífi, ætti að auðvelda þeim að finna lausnir og koma á móts við gagnkvæmar þarfir. Í því felst áskorun að treysta þau bönd sem fyrir eru og skapa rými fyrir ný tengsl. Kynforeldrið gegnir þar lykilhlutverki.

Höfundur Valgerður Halldórsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi

Instagram