Skip to main content
Flokkur

Fjölskylda

Ólík tengsl innan stjúpfjölskyldunnrar

Eftir Fjölskylda

Tengslamyndun er flókið fyrirbæri og margt sem þarf að hafa í huga, en öll höfum við hæfileika til að mynda tengsl sem er manninum mikilvæg. Við eru tengdari foreldrum á annan hátt en vinum eða vinnfélögum en öll eru þau okkur mikilvæg á einn eða annan hátt, þó mismikið.Stjúptengsl geta verið margvísleg rétt eins og önnur tengsl.

Stjúpfjölskyldur þurfa að gera ráð fyrir að tengsl innan fjölskyldunnar geta verið mismunandi, í stað þess að fá samviskubit yfir því að „réttar“ tilfinningar láti á sér standa gagnvart einum eða öðrum fjölskyldumeðlimi. Við þurfum hinsvegar alltaf að sýna virðingu og viðurkenningu á tilvist hvers annars þótt það sé ekki hægt að gera kröfu um ást og náin tengsl. Viðurkenning skapar tilfinninguna að tilheyra og eflir stjúpfjölskyldur.

 „Ég var í nokkrum vandræðum með hvernig ég ætti að tengjast fimmtán ára stjúpdóttur minni sem virtist hafa allt á hornum sér en ég ákvað hinsvegar að reyna. Ég fór að fylgjast með hvað hún horfði á í sjónvarpinu. Sumt af því fannst mér hálfgerð vella en ég reyndi að spyrja um persónur þáttanna og af hverju henni þótti þeir áhugaverðir í stað þess að koma með einhverjar yfirlýsingar um innihald þeirra. Ég finn að það skilar árangri og við erum farin að tala aðeins meira saman en áður. Hún er meira að segja farin að yrða á mig af fyrra bragði. Það gefur mér von. Litli bróðir hennar er allt öðruvísi og náðum við strax vel saman enda báðir miklir fótboltaáhugamenn. Það vildi líka svo heppilega til að við höldum með sama liði. Ég finn að hann lítur upp til mín og það gleður mig“(Halldór, 43 ára stjúpi til 6 mánaða).

Valgerður Halldórsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi

Laskað traust

Eftir Fjölskylda

Hafi börn upplifað að „missa“ stjúpforeldra sem þeim þótti vænt um eða nokkur „sundur – saman“ sambönd hjá foreldrum og nýjum aðilum er óvíst að þau séu fús til að gefa nýjum aðila tækifæri til að tengjast sér – sem kann að fara eftir smá tíma. Það er mikilvægt að sýna viðbrögðum stjúpbarna skilning þegar viðleytni stjúpforeldra til að tengjast þeim er ekki vel tekið. Gera þarf ráð fyrir að það geti takið langan tíma að öðlast traust þeirra.

Stjúpforeldar kunna einnig að óttast það að tengjast stjúpbörnum sínum ef ske kynni að sambandið endist ekki. Það er því nauðsynlegt að gefa sambandi tíma til að þróast án þess að börnin eru kynnt til sögunnar og muna að góðir hlutir gerast hægt. Með því að vinna úr fyrri sambandsreynslu og láta sambandslit verða sér til einhvers þroska þ.e. að læra af þeim í stað þess að safna upp ógagnlegum viðbrögðum og viðhorfum eru meiri líkur á að sambandið gangi – og við verðum traustsins verð!

Valgerður Halldórsdóttir félags- og fjölskylduráðgjafi

Tæknileg samskipti

Eftir Fjölskylda

Tæknin býður upp á marga möguleika til að halda sambandi við foreldra, stjúpforeldra  börn og stjúpbörn séu fjarlægðir miklar og tími til samveru lítill.

Sutt spjall á Facebook, jákvæðar athugasemdir á „vegginn“ eða á myndir, skemmtileg sms skilaboð, netpóst,  Skype og símann má nýta til að styrkja samband sem annars væri ekki tækifæri til. Mikinn efnivið til umræðna er t.d. oft að finna á feisbook og gefst stundum tækifæri til að kynnast vinum barnanna eða vinum foreldra. En eins og með önnur samskipti þarf að fara sér hægt, finna út smám smá saman hvað er viðeigandi og skiptir aldur barna auðvitað máli.

Hvað sem tíma til samveru líður, þurfa þeir fullorðnu leggi sig fram við að mynda og halda tengslum við börnin. Hollt er að hafa í huga að ýmislegt getur haft áhrif hvernig til tekst í fyrstu og engin ástæða er til að gefast upp þótt samskiptin séu ekki hnökralaus. Það er fullkomlega eðlilegt í stjúpfjölskyldum!

Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi

Konan nennir ekki í frí með mér og dætrunum

Eftir Fjölskylda

Við hjónin rífumst um hvert eigi að fara í sumarfríinu. Mér fannst síðasta frí fínt en konan er ekki sammála. Henni finnst ég hafa notað allt sumarfríið til að sinna dætrum mínum af fyrra hjónabandi og nennir ekki aftur í slíkt frí. Hún virðist ekki skilja að stelpurnar hafa þörf fyrir mig og að ég hafi ekki haft mikinn tíma fyrir þær í vetur vegna vinnu. Verður hún ekki að gefa eftir?

 

Með kveðju, Haukur

Svar:

Komdu sæll Haukur.

Í hugum flestra fylgir því tilhlökkun að fara í sumarfrí. Þá á að slappa af, sinna áhugamálunum, treysta fjölskylduböndin, ferðast, ljúka verkum sem hafa setið á hakanum og skemmta sér. Ætli flestir séu ekki í þeim hugleiðingum núna í byrjun sumar.

Gott er að heyra að þér er umhugað um dætur þínar en það er augljóst að konan þín er ósátt og finnst þú sinna dætrunum í fríum á kostnað ykkar sambands. Af orðalagi bréfs þíns að dæma gæti hún haft nokkuð til síns máls, því að þú mótmælir þessu ekki heldur bendir á ástæður fyrir því, s.s. að dæturnar þurfi á þér að halda og geti lítið umgengist þig nema í fríum vegna mikillar vinnu.

Þú spyrð hvort konan þín þurfi ekki að láta undan. Mér sýnist þvert á móti að þú verðir að endurskoða skipulagið hjá þér. Þú vinnur mikið og það bitnar á dætrum þínum, sennilega á konunni þinni líka, og svo ætlar þú að bæta þeim það upp í fríunum, nema hvað að þá finnst konunni hún verða útundan. Líkast til saknar hún þess líka að vera með þér.

Öll erum við ólík og með mismunandi þarfir og væntingar um hvernig við viljum verja sumarfríi okkar. Sumir óska þess helst að flatmaga í rólegheitum á sólarströnd en aðrir vilja vera á þeytingi um öll fjöll með stórfjölskyldunni.

Þar sem ólíkar væntingar, þarfir og óskir stangast á, er líklegt að einhver verði fyrir vonbrigðum, reiðist og “nenni” ekki aftur – eins og konan þín orðar það. Vellíðan í fjölskyldum, ekki síst stjúpfjölskyldum, byggist oft á tíðum á málamiðlun, að allir fái eitthvað við sitt hæfi.

Ætla má að konunni þinni finnist þú skeytingarlaus um hennar þarfir. Hætta er á pirringi og að hún láti hann bitna á þér og stelpunum. Þú bregst þá kannski  við með því að fara í vörn og túlka framkomu hennar sem svo að hún hafi eitthvað á móti þeim. Lagleg flækja það! Og allt sem konan þín er í rauninni að segja, er að hana langi til að vera meira með þér og hafa þig svolítið út af fyrir sig.

Orð eru til alls fyrst. Ég legg til að þið ræðið öll saman, þið konan þín og dætur þínar, um hvernig þið viljið verja sumarfríinu og komist að niðurstöðu sem allir geta sætt sig við, – ekki bara stúlkurnar heldur þið öll.

Með því að sýna sveigjanleika og gera ráð fyrir öllum getur fríið orðið ljómandi góður tími, eftirminnilegur og lærdómsríkur, sem veitir þá tilbreytingu og hvíld sem að er stefnt. Slíkt frí er betur til þess fallið að treysta fjölskyldu- og vináttuböndin en það sem er notað til að vinna á uppsöfnuðu samviskubiti gagnvart dætrunum á kostnað parasambandsins. Notaðu annan tíma til þess. Kannski þarftu að reyna að endurskoða vinnutíma þinn svo að þú getur sinnt dætrum þína allan ársins hring.

Að þessu sögðu tek ég undir þá afstöðu í bréfi þínu að mikilvægt er að börn og kynforeldrar fái tækifæri til að vera saman án stjúpforeldra, þótt ekki sé nema dag og dag. Sömuleiðis þarf að skipuleggja tíma til að treysta parasambandið. Stjúpforeldrar geta með svipuðum hætti fundið sér tíma til að efla sambandið við stjúpbörnin.

Þannig skipulag eykur almenna vellíðan og ánægju og auðveldar öllum lífið. Er um að gera að gefa hugarfluginu lausan tauminn, það er ekki til einhver ein rétt leið til að vera eða vera ekki í fríi.

Afturkippir eru hluti af lífinu. Gerum ráð fyrir þeim, líka í fríinu, en missum ekki sjónar á því sem er gott og jákvætt og tökum tillit til allra, líka stjúpmæðra!

Vlgerður Halldórsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi

Hver á að borga hvað fyrir hvern í stjúpfjölskyldum – viðtal

Eftir Fjölskylda

Texti: Björk Eiðsdóttir – Það mæðir ýmislegt á foreldrum sem búa sitt í hvoru lagi. Eitt algengt þrætuepli er hver skal bera kostnað af hinu og þessu er tengist barninu. Hver borgar fótboltann eða ballettinn og hvar eiga fötin að vera? Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi og  ritstjóri vefsíðunnar stjuptengsl.is hefur víðtæka reynslu af þessum málum enda hefur hún alla sína ævi búið í einhverri tegund stjúpfjölskyldu.

Valgerður segir mikilvægt að taka upp umræðuna um fjármál því peningar séu alltaf í umræðunni hvort sem mikið eða lítið sé til af þeim. Hún segir umræðuna um hver skuli borga hvað oft verða til ósættis á milli foreldra. Spurningin um hvers vegna skuli borga meira en meðlagið komi reglulega upp. Af hverju þurfi að borga aukalega fyrir utan það. „Það er svo margt sem getur haft áhrif og oft er þetta einfaldlega þannig að fólk upplifi þetta þannig að fyrrverandi maki hafi stjórn í gegnum peningamálin og þetta getur orsakað ósætti á milli foreldrisins og nýja maka þess. Ef þú finnst fyrrverandi maki, maka þíns sífellt vera að gera einhverjar kröfur á heimilið varðandi fjármál getur það valdið pirringi, jafnvel þó peningurinn sé til. Þannig getur sú tilfinning blossað upp að fyrrverandi maki sé farin/n að stýra heimilishaldinu og þá er mikilvægt að setja einhvers konar mörk,“ útskýrir Valgerður.

Fjárhagsstaða foreldra oft mjög ólík

„Mikilvægasta spurningin ætti þó alltaf að vera: Hvernig lítur þetta út fyrir krökkunum? Þeir vilja einfaldlega að þetta fólk sem að þeim stendur veiti þeim ákveðinn stöðugleika og hjálpi þeim að halda áfram með líf sitt óháð hjúskaparstöðu foreldranna.“ En ætli það sé réttmæt krafa að það foreldri sem greiði meðlag með barni sínu leggi einnig fram aukið fjármagn, t.d. til tómstundaiðkunnar barnsins eða barnanna? Valgerður bendir þar á að það fari vissulega eftir aðstæðum. „Það er auðvitað ekkert sjálfgefið að fjárhagsstaða foreldra sé jöfn og það er ekkert sem bannar að foreldri sem þyggi meðlag með barni óski eftir meiru ef aðstæður og fjárhagsstaða er þannig. Við erum nú rækilega minnt á þessa hluti núna þegar margir eru að missa vinnuna að nú geti orðið erfitt um vik hjá mörgum,“ segir Valgerður. „Fólk verður einfaldlega að gera sér grein fyrir því að þegar skilnaður verður þar sem börn eiga í hlut þá fylgir því viss ábyrgð foreldra. Þegar börn verða í kjölfar skilnaðar að flakka á milli heimili er það skylda foreldra að hjálpa þeim til að það verði á sem friðsamlegastan hátt.

Ósanngjarnt að þurfa að skilja fötin sín eftir

Færst hefur í vöxt að foreldrar í þessari stöðu komi sér upp sitt hvorum fataskápnum og eru þess dæmi að börn eigi sitt hvort settið af fatnaði, æfingafatnaði og útifatnaði á hvoru heimilinu. Þetta getur aftur á móti valdið vissri togstreitu hjá börnunum og það er spurning hvort slíkt fyrirkomulag skapi fleiri vandamál en það leysi. „Hvaða skilaboð ertu að senda barninu þínu ef þú ætlast til að það strípi sig á tröppunum heima hjá þér og fari í öðrum fötum heim? Hvað ætli okkur fullorðna fólkinu fyndist t.d. ef við fengjum gjöf frá vini okkar sem við einungis mættum nota þegar við nytum samvistum við þennan tiltekna vin? Staðreynd málsins er sú að oft er verið að nota svona tæki hvort sem það eru gjafir eða peningar sem ákveðið stjórntæki,“ segir Valgerður og ítrekar mikilvægi þess að fólk hafi hagsmuni barnsins að leiðarljósi. „Vissulega hef ég oft heyrt t.d. stjúpmæður kvarta yfir því að börnin komi í ljótum fötum og þau föt sem keypt séu skili sér svo ekki aftur  á það heimilið. Því það er auðvitað ekki tryggt að börnin passi upp á að fötin skili sér tilbaka. Í mínum huga þá er það einfaldlega ein birtingarmynd ólokins skilnaðar, að setja börnin í þá stöðu að þau þurfi að skilja allt eftir á hvoru heimili fyrir sig vegna þess eins að foreldrarnir geta ekki komið sér saman um hvernig þau koma fötunum á milli. Ég vil meina að þegar fólk hagar sér á þann hátt er það aldrei að hugsa um hagsmuni barnsins. Við getum nú flest sett okkur í spor segjum 10 ára barns sem er voða lukkulegt með nýju buxurnar sem það var að fá. Og ímyndað okkur svo að við hefðum þurft að geyma þær í einhverju húsi og nota þær hálfsmánaðarlega,“ segir Valgerður. „Þegar börnin eru lítil er fullkomlega eðlilegt að þau eigi t.d. sokkabuxur og jogginggalla og einhverjar nauðsynjar þar sem þau eru ekki með lögheimili en um leið og þau fara að eldast hafa þau sínar sérþarfir og eru með skoðanir á því í hverju þau eru. Það er augljóslega alveg út í hött að kaupa t.d. sitt hvorar merkjabuxurnar til að hafa á hvoru heimilinu. Það er einfaldlega rangt að setja hlutina í  þennan farveg og okkur ber skylda til að hjálpa þeim að fara með þetta dót á milli. Það er eðlilegt að börn séu með t.d. tannbursta og náttföt og aðrar nauðsynjar en það er ekkert gaman að fá flotta peysu um helgina en mega ekki fara í henni í skólann á mánudaginn því þá er ég að fara til pabba eða mömmu.“

Lágmarksmeðlag svipað og lágmarkslaun

Aðspurð út í meðlag og hvort því sé ætlað að duga fyrir útlögðum kostnaði vegna barns ásamt framlagi hins foreldrisins viðurkennir Valgerður að oft gangi það einfaldlega ekki eftir, tómstundir barna séu líka misdýrar. „Mér finnst aftur á móti ekki sanngjarnt að sem dæmi ef ég tek ákvörðun um það upp á mitt einsdæmi að dóttir mín skuli fara að æfa skíði upp í Bláfjöllum um helgar. Námskeiðið kostar eitthvað og svo kaupi ég skíðagræjur og ætlast svo til að það sé borgað til helmings við mig. Svona lagað verður að vera sameiginleg ákvörðun.“ Einnig minnist Valgerður á  hvernig svona mál geta líka orðið til vandræða inni á heimilum þegar foreldrar eru t.d. búnir að taka ákvörðun um að verja fjármunum í einhvers konar tómstund fyrir barnið sitt og nýr maki er því mótfallinn. „Þessi nýji maki er þá kannski ósáttur við að einu barni sé veitt slíkt meðan kannski hans börnum er ekki boðið slíkt. En þá kemur upp spurningin um hvernig er fjármálum þessara hjóna háttað? Þarf að bera allt slíkt undir makann? Ég held að það sé mjög mikilvægt að við upphaf nýrrar sambúðar séu fjármálin öll á borðinu. Því oft er það einfaldlega feluleikurinn sem veldur leiðindum en ekki sú staðreynd að peningum sé varið í þetta eða hitt barnið.“

Þegar Valgerður er spurð hvort það sé mikilvægt að barn hafi sérherbergi á báðum heimilum segir hún svo ekki vera. „Ef fólk aftur á móti hefur tök á að veita öllum sérherbergi er það auðvitað hið besta mál, en það er auðvitað ekki hægt að gera þá kröfu. Það sem hins vegar þarf að tryggja er að barnið hafi á heimilinu einhvers konar kommóðu eða skáp sem er þeirra og ekki er gengið í án leyfis þegar barnið er fjarri. Jafnvel fólk sem á öll börnin sín saman getur oft ekki veitt öllum börnunum sínum sérherbergi.

Fermingarveislur og tannréttingar má sækja um hjá sýslumanni. Skilaboðin eiga að vera þannig að við eigum þessi börn saman og okkur ber skylda til þess að framfleyta þeim og tryggja þeim það sem við getum. Auðvitað er fjárhagsstaðan mjög ólík og börn taka það vissulega nærri sér ef t.d. pabbi hefur það rosalega gott í nýja húsinu með nýju konunni og börnunum á meðan mamma er að berjast í bökkum. Við getum ekki leyft okkur  það sem pabbi og hans fjölskylda leyfir sér og þarna verða foreldrar svolítið að vanda sig. Hvernig get ég, jafnvel þó ég hafi samið um eitt meðlag á sínum tíma tryggt það að börnin  mín njóti þess sem ég á. Hugsa frekar að maður sé að borga fyrir börnin heldur en að maður sé að borga fyrir mömmu þeirra. Ef maður geti horft á það með þeim hætti að barnið njóti góðs af því sem hitt foreldri geti gert með það en maður þarf alls ekki að óttast þessa samkeppni því ást barnsins er ekki keypt með utanlandsferðumt.d.

Hvernig hagar fólk sér? Ef þú kaupir buxur á son þinn verðurðu líka alltaf að kaupa buxur á stjúpsoninn. Heldur á fólk að taka ákvörðun um að fjárhagsstaða sambýlisfólks sé á borðinu og þetta sé sameiginlegt verkefni.

Það er erfitt að sjtórna jólagjöfum en það sem er virðingarvert er að fólk gefi sameiginlegar jólagjafir. Því sem barn segirðu: þetta er frá mömmu jafnvel þó Siggi hafi gefið þetta líka og jafnvel valið gjöfina. En með því að gefa sameiginlega jólagjöf erum við að senda börnunum viss skilaboð: þið skiptið okkur máli og við ætlum að standa vörð um ykkur í sameiningu. Það veitir líka stjúpforeldrinu svigrúm til að kaupa það sem það langar til og gjöfin verður persónulegri. En auðvitað skiptir þarna máli hvenær fólk skilur. Ef ég er 14 ára og f´æ skyndilega pakka frá pabba og Guddu þá er pakkinn bara frá pabba en ef ég fengi einn frá pabba og mömmu og annan frá Guddu þá væri  það allt öðruvísi. Þetta breytist oft þegar nýr aðili kemur inn í myndina og það held ég að séu mikil mistök, þó segi ég ekki að það séu alltaf mistök en af hverju þarf að breyta því? Ef maður er kannski búinn að gefa barninu sameiginlega gjöf í 10 ár? Þarna eru foreldrarnir það mikið fólk að það getur a.m.k .gefið mér jólagjöf saman.

Börn telja ekki klukkustundir eða daga, og þau vilja ekki strípa sig á tröppunum það sem þau vilja er að samskiptin séu í lagi. Þau vilja að mamma og pabbi leysi málin – það á ekki að ræða fjármálin við börnin. Það er allt í lagi að við höfum ekki ráð á öllu það má ræða það en ekki ræða hver á að borga hvað. Hjóna á milli skiptir máli að hafa hlutina uppi á borðinu. Það veldur kannski ekki gremju að eitthvað sé borgað heldur að það sé farið á bakvið mann. Þó að meðlagið eigi að dekka þá bara gerir það það ekki alltaf. Þegar börnin eru viku og viku er hávær krafa um að báðum aðilum sé gert kleyft að annast börnin, þ.e. barnabætur og annað. En í þessu fullkomna jafnrétti þá má ekki gleyma að fjárhagsstaðan er misjöfn og þegar annar aðilinn býr við bágari stöðu er oft nauðsynlegt fyrir hinn að gera meira en lágmarkið. Því þetta er lágmarksmeðlag eins og lágmarkslaun og það má borga meira. Það má ekki fara niður fyrir þett og vill ég borga lágmark þegar ég hef tök á að borga meira og tryggja hagsmuni barnanna minna betur. Stjúpfjölskkyldur eru oft stórar og með mikið af börnum.

Við erum að tala um börn sem búa á tveimur heimilum en það foreldri sem hefur lögheimili barns fær þessar opinberu bætur og meðlagið.

 

Áður birt í Vikunni 2009 Texti: Björk Eiðsdóttir

Instagram