Skip to main content
Fjölskylda

Tæknileg samskipti

Tæknin býður upp á marga möguleika til að halda sambandi við foreldra, stjúpforeldra  börn og stjúpbörn séu fjarlægðir miklar og tími til samveru lítill.

Sutt spjall á Facebook, jákvæðar athugasemdir á „vegginn“ eða á myndir, skemmtileg sms skilaboð, netpóst,  Skype og símann má nýta til að styrkja samband sem annars væri ekki tækifæri til. Mikinn efnivið til umræðna er t.d. oft að finna á feisbook og gefst stundum tækifæri til að kynnast vinum barnanna eða vinum foreldra. En eins og með önnur samskipti þarf að fara sér hægt, finna út smám smá saman hvað er viðeigandi og skiptir aldur barna auðvitað máli.

Hvað sem tíma til samveru líður, þurfa þeir fullorðnu leggi sig fram við að mynda og halda tengslum við börnin. Hollt er að hafa í huga að ýmislegt getur haft áhrif hvernig til tekst í fyrstu og engin ástæða er til að gefast upp þótt samskiptin séu ekki hnökralaus. Það er fullkomlega eðlilegt í stjúpfjölskyldum!

Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi

Instagram