Skip to main content

Hafi börn upplifað að „missa“ stjúpforeldra sem þeim þótti vænt um eða nokkur „sundur – saman“ sambönd hjá foreldrum og nýjum aðilum er óvíst að þau séu fús til að gefa nýjum aðila tækifæri til að tengjast sér – sem kann að fara eftir smá tíma. Það er mikilvægt að sýna viðbrögðum stjúpbarna skilning þegar viðleytni stjúpforeldra til að tengjast þeim er ekki vel tekið. Gera þarf ráð fyrir að það geti takið langan tíma að öðlast traust þeirra.

Stjúpforeldar kunna einnig að óttast það að tengjast stjúpbörnum sínum ef ske kynni að sambandið endist ekki. Það er því nauðsynlegt að gefa sambandi tíma til að þróast án þess að börnin eru kynnt til sögunnar og muna að góðir hlutir gerast hægt. Með því að vinna úr fyrri sambandsreynslu og láta sambandslit verða sér til einhvers þroska þ.e. að læra af þeim í stað þess að safna upp ógagnlegum viðbrögðum og viðhorfum eru meiri líkur á að sambandið gangi – og við verðum traustsins verð!

Valgerður Halldórsdóttir félags- og fjölskylduráðgjafi

Instagram