Skip to main content
Flokkur

Börn og ungmenni

Hvað græði ég á þessu?

Eftir Börn og ungmenni, Fjölskylda

„Stjúp­syst­ir mín fær allt frá minni fjöl­skyldu en ég og bróðir minn fáum ekk­ert frá henn­ar.  Hvað áttu við spurði ég? Sko, mamma hef­ur sí­felld­ar áhyggj­ur af því hvernig henni líði og ger­ir allt fyr­ir hana en pæl­ir ekk­ert í okk­ur. Hún læt­ur stund­um eins og hún sé meiri mamma henn­ar en okk­ar, kaup­ir föt, fer á hand­bolta­leiki hjá henni og svo býður hún henni með okk­ur í allt af því að hún er í fjöl­skyld­unni. Amma og afi gefa henni gjaf­ir eins og okk­ur, en við fáum ekk­ert frá henn­ar fólki, svo er pabbi henn­ar ekk­ert að pæla í því hvernig mér eða bróður mín­um líður. Hann fer oft eitt­hvað með stjúp­syst­ur minni án þess að bjóða okk­ur systkin­un­um með. Mamma seg­ir að það sé af því að við erum tvö en hún bara ein,“ Val­gerður Hall­dórs­dótt­ir fjöl­skyldu­fræðing­ur rek­ur fyr­ir­tækið stjúptengsl.is. Hún skoðar sam­skipti í stjúp­fjöl­skyld­um í nýj­um pistli: Sjá framhald á Smartland


 

Pabbinn er kominn í nýtt samband og dóttirin er ringluð

Eftir Börn og ungmenni

Hæ Val­gerður. 

Ég er ein­hleyp móðir með á 11 ára gamla dótt­ur. Hér heima ganga hlut­irn­ir ágæt­lega en ég er svo van­mátt­ug og pirruð þegar kem­ur að sam­skipt­um við föður henn­ar.  Dótt­ir mín vill breyta um­gengn­inni og vera fleiri daga hjá mér. Það er í lagi mín vegna, en pabbi henn­ar held­ur að þetta snú­ist um að ég geti ekki unnt hon­um þess að vera kom­inn í nýtt sam­band. Mér er bara al­veg sama um hann, en ekki um líðan dótt­ur okk­ar.  Ég hef hvatt hana til að ræða þetta við hann sjálf en hún treyst­ir sér ekki til þess.

Sjá meira á Smartland

Var 19 ára þegar foreldrarnir skildu og finnst hún vera útundan – Smartland MBL

Eftir Börn og ungmenni, Skilnaður, Stjúptengsl

Hæ Val­gerður. 

For­eldr­ar mínu skildu þegar ég var 19 ára og fóru bæði fljót­lega í ný sam­bönd. Ég var upp­tek­in af vin­um og skól­an­um á þess­um tíma. Ég kynnt­ist síðan nú­ver­andi mann­in­um mín­um um tví­tugt og var mikið heima hjá hon­um. Þannig að ég kynnt­ist stjúp­for­eldr­um mín­um lítið,  annað var með yngri syst­kyni mín sem voru að fara á milli heim­ila. Mér líður í dag eins og hafi verið ein­hvern­veg­in „skil­in eft­ir“ og er pirruð út í for­eldra mína, sér­stak­lega pabba og kon­una hans. Það er ekki gert ráð fyr­ir mér eða mín­um börn­um.  

Kveðja, E

 

Komdu sæl E.

Það er vond til­finn­ing að upp­lifa sig útund­an, sama á hvaða aldri maður er. Það virðist því miður koma fyr­ir að for­eldr­ar átti sig ekki á mik­il­vægi sínu í lífi eldri barna sinna við skilnað og mynd­un nýrr­ar stjúp­fjöl­skyldu, það er þeirra sem ekki telj­ast börn leng­ur í laga­leg­um skiln­ingi. Af­skipta­leysi þeirra, sem og stjúp­for­eldra, er oft rétt­lætt með því að börn­in séu orðin svo stór eða full­orðin og að þau þurfi ekki á þeim að halda. Í sum­um til­vik­um virðist vera litið svo á, að stóru börn­in séu „miklu eldri“ en jafn­aldr­ar þeirra sem búa með báðum for­eldr­um sín­um eða stjúp­börn­in sem telj­ast búa á heim­ili þeirra.

Yngri börn lúta oft­ast ein­hverju um­gengn­is­fyr­ir­komu­lagi sem trygg­ir þeim reglu­leg sam­skipti við báða for­eldra eft­ir skilnað og ná að viðhalda nauðsyn­leg­um tengsl­um við þá. Eigi þau stjúp­for­eldri, stjúp­systkinu og/​eða hálf­systkini fá þau á sama tíma tæki­færi til að kynn­ast og mynda tengsl. Það get­ur því verið auðvelt að upp­lifa að „vera skiln­inn eft­ir“ sé ekki passað upp á tengsl­in við eldri börn­in. Systkini þín eru orðin hluti af fjöl­skyldu sem þér finnst hvorki þú né börn­in þín til­heyra. Mögu­lega að þið fáið ekki þann stuðning sem þið þarfn­ist. Sjá framhald hér.

 

Aðalá­hyggju­efnið hvort og hvenær dótt­ir­in kem­ur – Mbl Smartland

Eftir Börn og ungmenni

Við hjón­in eig­um von á okk­ar fyrsta sam­eign­lega barni í júlí og erum mjög spennt. Þetta er henn­ar fyrsta barn en ég á fyr­ir tíu ára dótt­ur.  Aðal áhyggju­efni kon­unn­ar minn­ar eru hvort og þá hvernig hún verði hjá okk­ur þegar barnið fæðist og fyrst á eft­ir. Ég skil ekki al­veg þess­ar áhyggj­ur en mig lang­ar að dótt­ir mín verði hjá okk­ur og vil ekki að henni finn­ist hún vera útund­an.

Kveðja,

Hjalti

Komdu sæll Hjalti.

Af bréfi þínu má ráða að þú og kon­an þín hafið ekki al­veg sömu hug­mynd­irn­ar um hvernig hlut­irn­ir eigi að vera þegar ykk­ar sam­eig­in­lega barn kem­ur í heim­inn. Þú ert að verða faðir í annað sinn og kon­an þín móðir í fyrsta sinn, þannig að þið komið dálitið ólíkt að hlut­un­um og þarf­ir ykk­ar mögu­lega ólík­ar. Sum­um stjúp­for­eldr­um finnst ekk­ert mál þó stjúp­börn­in séu á heim­il­inu frá degi eitt meðan aðrir vilja fá tíma út af fyr­ir sig með nýja barn­inu og maka. Lesa  má svarið í heild sinni hér.

 

Dótt­ir­in reyn­ir að skemma ástar­sam­band móður sinn­ar Smart­land Mörtu Maríu

Eftir Börn og ungmenni

Sæl Val­gerður. 

Ég er kom­in í sam­band við mann sem skipt­ir mig miklu máli og planið er að fara að búa sam­an fyrr en seinna. Málið er að 14 ára dótt­ir mín virðist ekki þola hann og mér finnst eins og hún sé að reyna að skemma fyr­ir mér sam­bandið. Við höf­um búið tvær sam­an í 6 ár og hún er vön að hafa mig út af fyr­ir sig. Ég finn að ég er orðin svo reið út í hana, loks­ins þegar eitt­hvað er að ger­ast hjá mér þarf hún að reyna að skemma fyr­ir mér!

Mbk. Halla 

Komdu sæl Halla.

Það er ánægju­legt þegar fólk finn­ur ást­ina en verra þegar þeir sem standa því næst eru ekki al­veg jafn lukku­leg­ir og það sjálft, til að mynda börn þess. Hvort dótt­ir þín sé meðvitað að reyna að skemma fyr­ir þér sam­bandið eða ekki, er óvíst.

Flest börn eru nokkuð ör­ugg um ást og um­hyggju for­eldra sinna þegar dag­legt lífi þeirra er nokkuð fyr­ir­sjá­an­legt. Ástfangið for­eldri og nýtt stjúp­for­eldri kann að hrista upp í til­ver­unni í lífi barna, já, og óháð aldri. Breyt­ing­ar geta bæði þótt til hins „betra og verra“. Lesa má svarið í heild sinni HÉR

 

Ástin blómstrar með góðum stjúptengslum MBL

Eftir Börn og ungmenni

Val­gerður Hall­dórs­dótt­ir, fé­lags- og fjöl­skylduráðgjafi, seg­ir mik­il­vægt að stíga var­lega til jarðar áður en börn kynn­ast nýju stjúp­for­eldri. Það er ekki bara gott barn­anna vegna að læra um stjúptengsl þar sem góð stjúptengsl stuðla líka að betra ástar­sam­bandi.

„Fólki er al­veg óhætt að stinga sam­an nefj­um og eiga sitt einka­líf án þess að blanda börn­un­um í málið. Börn hafa enga þörf fyr­ir að vera kynnt fyr­ir kær­asta eða kær­ustu for­eldr­is sem stopp­ar stutt í lífi þess. Hafi þau til dæm­is „misst“ stjúp­for­eldri sem þeim þykir vænt um eða upp­lifað að for­eldri þess hafi verið í nokkr­um sund­ur-sam­an-sam­bönd­um er óvíst að þau séu fús til að gefa nýj­um aðila tæki­færi í fyrstu, jafn­vel þótt viðkom­andi sé hinn eini og sanni eða sanna í huga for­eldr­is­ins. Börn með laskað traust hafa sum hver litla trú á að viðkom­andi stoppi eitt­hvað í lífi þeirra. Nú svo get­ur kær­asti eða kær­asta ótt­ast það að tengj­ast barni viðkom­andi ef ske kynni að sam­bandið ent­ist ekki. Það er því nauðsyn­legt að gefa sam­bandi tíma til að þró­ast án þess að börn­in séu kynnt til sög­unn­ar og muna að góðir hlut­ir ger­ast hægt,“ seg­ir Val­gerður þegar hún er spurð út í það hvenær er best að byrja að kynna börn og stjúp­for­eldri.

Lesa máviðtalið hér í heild sinni.

Börn tapa á erfiðum samskiptum foreldra eftir samvistarslit Erla Dóra Magnúsdóttir DV

Eftir Börn og ungmenni, Skilnaður

Á vefsíðunni Stjúptengsl má finna ýmsan fróðleik sem getur verið foreldrum gagnlegur.  Valgerður Halldórsdóttir, fjölskyldu- og félagsráðgjafi, birti þar athyglisverðan pistil um mikilvægi þess að viðhalda samskiptum við börnin þrátt fyrir skilnað eða sambandsslit, því annars er hætt á að börnin upplifi mikla höfnun. 

Valgerður Halldórsdóttir er fjölskyldu- og félagsráðgjafi, ritstjóri vefsíðunnar Stjúptengsl og formaður félags stjúpforeldra. Á vefsíðunni má finna fróðleik um fjölskyldur en síðunni er ætlað að aðstoða blandaðar fjölskyldur við að styrkja fjölskyldutengslin og stuðla að opnari umræðu um stjúpforeldra. Í pistli á síðunni með fyrirsögninni: Hefur þú heyrt í barninu þínu? fjallar Valgerður um samskipti foreldra við börn í kjölfar samvistaslita.

„Óhætt er að fullyrða að aðal áhyggjuefni foreldra við skilnað og sambandsslit snúa að börnum þeirra. Hvernig megi lágmarka áhrif skilnaðarins á líðan barnanna er þeim ofarlega í huga. Góð samskipti foreldra og regluleg samvera foreldra og barna skiptir þar öllu máli. Í sumum tilvikum verða samskiptin hinsvegar mjög lítil, jafnvel engin um lengri tíma.“

„Óútskýrð fjarvera foreldra veldur börnum sorg og þau upplifa höfnun. Að auki hafa þau tilhneigingu til að kenna sér um hluti sem þau hafa ekkert með að gera eins og skilnað eða drykkju foreldra og því hætta á að bagginn verði enn þungbærari fái þau ekki viðunandi skýringu á framferðinu“  Lesa má viðtalið hér í heild sinni.

Af hverju er dóttir mín ósátt við stjúpmóður sína?

Eftir Börn og ungmenni

Geir, pabba Selmu fannst hún koma allt of sjaldan til þeirra Tinnu, þau sem höfðu átt svo gott samband. Áður en hann kynntist Tinnu borðuðu þau feðginin stundum snemma kvöldmat og fóru síðan í „náttfatasund“. Um helgar áttu þau kósíkvöld og horfðu á heilu sjónvarpsseríurnar. „Games of Throne” var þeirra uppáhald. Í fyrstu náðu Selma og Tinna vel saman og Geir elskaði að vera með „báðum konunum sínum, ekkert ves eins og víða“.

Hann þurfti auðvitað að taka meira tillit til Tinnu þegar þau fóru að búa saman. Í ljós kom t.d. að henni leiddust ævintýramyndir þótt hún hafi látið sig hafa það þegar þau voru að kynnast. Auk þess fannst henni það ekki ganga lengur að vera í náttfatasundi á kvöldin í miðri viku, „Selmu vegna“. Hún þyrfti sinn svefn. Innst inni langaði Tinnu líka til að eiga meiri tíma með Geir á kvöldin, en kunni ekki við að segja það eða vissi ekki hvort henni mætti finnast það. Henni þótti hins vegar vænt um að Geir tók tillit til óska hennar og gerði þær breytingar sem hún bað um.

Geir fannst Selma orðin svo pirruð þegar hann reyndi að ræða við hana um stöðuna. Hún sagðist ekki nenna lengur að tala við pabba sinn, þar sem hann „hlustaði ekki á hana“ og „hann skildi ekki neitt. Allt snerist um þessa Tinnu, Tinnu, Tinnu“. Geir gat ekki skilið af hverju Tinna fór svona í taugarnar á Selmu. Hún sem var svo yndisleg. Hann lagði sig því fram við að segja Selmu hversu fín kona Tinna væri og að hún vildi henni svo vel. Það virkaði hins vegar bara eins og að hella olíu á eld. Líklega hafði Tinna rétt fyrir sér, að Selma væri „bara afbrýðisöm“ og það ætti ekki að vera hlaupa eftir slíku. Geir fannst staðan hins vegar kolómöguleg, en hvað átti hann að gera?

Venjulega hafa börn og einhleypir foreldrar mótað sér venjur og hefðir eins og aðrar fjölskyldur sem geta hentað þeim vel, hvað svo sem öðrum kann að finnst um þær. Ósjaldan fá börn að gista uppi í hjá foreldri sínu, ráða hvað sett er í innkaupakerruna eða hvað sé gert í fríinu, sem er í góðu lagi. Hins vegar er óvíst að stjúpforeldri sé sátt við að deila rúmi með stjúpbarni sínu eða að makinn eigi meira samráð við barnið en það sjálft um innkaupin á heimilið eða annað. Það er því mikilvægt fyrir einhleypa foreldra að íhuga hvaða hefðir og venjur eru á heimilinu. Hversu auðvelt eða erfitt það yrði fyrir nýjan maka að verða hluti af því eða fyrir barnið að taka þeim breytingum sem fylgja stjúpforeldri. Þessar pælingar geta verið gagnlegar, sérstaklega í ljósi þess að flestir einhleypir foreldrar fara í samband fyrr en síðar. Hvernig við aðlögumst lífinu sem einhleypir foreldrar getur haft töluvert um það að segja hvernig aðlögun í stjúpfjölskyldunni verður. Það hjálpar því að þekkja til áskorana stjúpfjölskyldna svo sýna megi uppbyggileg viðbrögð.

Það kann að hljóma vel og spara tíma fyrir foreldri að gera „allt saman“ en líklegt er að bæði stjúpforeldri og barnið verið ósátt til lengdar. Það virkar því sjaldnast að reyna að sannfæra barnið um ágæti stjúpforeldrisins í þeim tilgangi að reyna að breyta viðhorfum þess, þegar það upplifir að það hafi misst tíma og athygli foreldrisins. Né gera lítið úr líðan barnsins og afgreiða það „bara afbrýðisamt“. Börn upplifa erfiðar tilfinningar sem ber að virða. Að upplifa sig út undan, á hvaða aldri sem er, er vond tilfinning, og skemmandi sé ekki brugðist vel við. Allir þurfa sinn tíma, bæði börn og fullorðnir. Breytingar þarf að gera í áföngum. Að gefa tíma, maður á mann samskipti og jákvæð athygli virkar vel. Smám saman geta þau upplifað að stjúpforeldri þarf ekki að vera ógn við tengsl þess við foreldrið, heldur góð viðbót í lífi þess.

Valgerður Halldórsdóttir félags- og fjölskylduráðgjafi

 

Af hverju er dóttir mín ósátt við stjúpmóður sína?

 

Flest verða þau stjúpbörn – viðtal

Eftir Börn og ungmenni

„Umræðan um börnin endar oft við skilnaðinn en flestir foreldrar fara í ný sambönd, og sumir mjög fljótt, þannig að börnin verða stjúpbörn og foreldrar þeirra stjúpforeldrar. Fólk áttar sig ekki á því til að mynda eiga um 70% barna sem rætt er við hjá sýslumanni stjúpfjölskyldur  hjá öðru eða báðum foreldrum sínum.

„Þegar foreldrar fara fljótt í ný sambönd getur það haft áhrif á aðlögun barna að skilnaðnum og að stjúpfjölskyldunni en algengasta umkvörtunarefni er barna er þeim finnst hlutirninr gerast allt of fljótt og þau fái ekki tíma ein með foreldri sínu“.  Séu foreldrar í miklum ágreiningi verður þetta allt miklu erfiðara fyrir þau og  líka oft mjög einmannalega staða þar sem þau treysta kannski ekki foreldrum sínum fyrir líðan sinni þar sem allt verður að ágreiningi á milli þeirra. Hún segir flestum foreldrum koma á óvart hvaða breyting getur orið á foreldrahlutverkið breytist við skilnað. „Verkefninin verða fleiri, barnið  á  lífi sem foreldri hefur ekki eða minni aðgang að, það þekkir jafnvel ekki vini sem barnið umgengst á hinu heimilinu eða stjúpættinga þess.  en  það er óþægileg tilfinning að missa yfirsýn yfir líf barnins.  En ef foreldrar reyna hvað þeir geta til að hafa samskiptin sín á milli í lagi, sem er svo mikilvægt, þá verður auðveldara að halda yfirsýninni.“

Að sögn Valgerðar eru börn misvel undir það búin að vera komin með tvö heimili. „Þau eru jafnvel ennþá að jafna sig á skilnaðinum og hafa ekki fengið tækifæri til að ræða tilfinningar sínar í kringum hann. Sorgin í kringum skilnað foreldra kemur mjög oft upp þegar ég ræði við börn í ráðgjöf um stjúptengsl. Foreldra vantar oft skilning og innsæi á þroska og þörfum barna í þessu ferli. Börnin eru sorgmædd og leið og þurfa á foreldrum sínum að halda en geta jafnvel ekki sagt það upphátt og láta sum líðan sína í ljós með hegðun sinni.“ Að standa í skilnaði á sama tíma og verið er að búa til stjúpfjölskyldu er ansi flókið verkefni sem auðvelt er að misstíga sig.

Viðtalið er hægt að lesa í heild sinni í Vikunni https://www.man.is/vikan/segir-staerstu-mistokin-ad-lata-sig-hverfa-ur-lifi-barnanna/

Sorg og missir mistúlkuð sem frekja – viðtal

Eftir Börn og ungmenni

„Ég hef reynt marg­ar áskor­an­ir stjúp­fjöl­skyldna á eig­in skinni, bæði sem upp­komið stjúp­barn og stjúp­móðir. Ég hélt dag­bók þegar ég varð stjúpa á sín­um tíma og þegar ég lít til baka sé ég að vanda­mál­in sem ég og mín fjöl­skylda vor­um að glíma við voru frem­ur hvers­dags­leg fyr­ir stjúp­fjöl­skyld­ur, en þau reyndu veru­lega á okk­ur á þess­um tíma þar sem við kunn­um ekki að tak­ast á við þau,“ seg­ir Val­gerður Hall­dórs­dótt­ir, fjöl­skyldu- og fé­lags­ráðgjafi, sem í dag veit­ir stjúp­fjöl­skyld­um ráðgjöf, en hún held­ur úti heimasíðunni www.stjuptengsl.is.

Val­gerður seg­ir að þegar kem­ur að því að stofna stjúp­fjöl­skyldu skipti mestu máli að taka því ró­lega, kynn­ast vel og ná tengsl­um. Hún seg­ir jafn­framt að mik­il­vægt sé að rækta tengsl­in við eig­in börn, auk þess að gefa sér tíma til að kynn­ast stjúp­börn­un­um vel. En skyldi hún luma á ein­hverj­um ráðum sem geta ein­faldað fólki lífið?„Fólk held­ur gjarn­an að þegar það er að búa til fjöl­skyldu þurfi það að eyða öll­um stund­um sam­an sem hóp­ur. Það er ekki væn­leg leið þegar mynda á tengsl við hvern og einn og kynn­ast vel. Maður á mann sam­skipti skipta mestu máli til að kynn­ast. Fjöl­skyld­an þarf því bæði að eyða tíma sam­an og gefa sér tíma fyr­ir hvern og einn. Parið verður líka að gefa sér tíma fyr­ir sam­bandið,“ seg­ir Val­gerður og bæt­ir við að þegar vanda­mál geri vart við sig komi oft upp úr dúrn­um að fólk þekk­ist ekki nægi­lega vel.

„Það er nokkuð al­gengt að börn hafa aldrei eytt tíma með stjúp­for­eldr­um sín­um þótt fólk sé orðið meðvitaðra um mik­il­vægi þess. Eða að for­eldr­ar hafi ekki gefið sér tíma með börn­un­um sín­um án maka eða stjúp­systkina. Sum börn upp­lifa því mikla sorg og missi sem stund­um er mistúlkað sem frekja og stjórn­semi. Jafn­vel að hitt for­eldrið sé að reyna að stjórna og hindra um­gengni þegar þau vilja ekki fara á milli heim­ila þar sem þeim finnst þau ekki til­heyra öðru heim­il­inu.“

Val­gerður seg­ir enn frem­ur að fólk átti sig ekki alltaf á því hvernig sé best að und­ir­búa til­von­andi sam­búð.

„Sem bet­ur fer gefa marg­ir sér góðan tíma til þess að kynn­ast áður en þeir kynna börn til sög­unn­ar. Marg­ir átta sig oft ekki á þeim sér­stöku verk­efn­um sem stjúp­fjöl­skyld­ur þurfa að tak­ast á við um­fram aðrar fjöl­skyld­ur. Það get­ur því reynt veru­lega á í fyrstu. Í stað þess að skilja að vanda­mál­in sem tengj­ast sér­stöðu stjúp­fjöl­skyldna, eins og að upp­lifa stjórn­leysi, vera út und­an, eða upp­lifa óvissu eða flækju í aga­mál­um, eru þau per­sónu­gerð. Til dæm­is er hætta á að barn sem fer á milli heim­ila, eða er í engri um­gengni við hitt for­eldrið, lendi í hlut­verki blóra­bögg­uls og sé kennt um ástandið. Eða þá að stjúp­for­eldri, eða for­eldri úti í bæ, sé kennt um vand­ann. Þetta eru allt vanda­mál sem er vel ger­legt að leysa, en fólk þarf að skilja hvernig fjöl­skyld­an virk­ar,“ seg­ir Val­gerður og bæt­ir við að al­geng­asta umkvört­un­ar­efni barna sé ein­mitt að hlut­irn­ir gangi of hratt fyr­ir sig.

„Börn­un­um get­ur líkað ágæt­lega við stjúp­for­eldri sitt, en samt upp­lifað ákveðinn missi. For­eldr­ar gleyma gjarn­an að þegar þeir hafa verið ein­hleyp­ir í ein­hvern tíma fara þeir að taka alls kyns ákv­arðanir með börn­un­um sín­um. Svo verða þeir ást­fangn­ir og fókus­inn fer allt annað. Þá er hætt við að for­eldrið gleymi sér og hætti að sinna hlut­um sem það og barnið gerðu sam­an áður. Svo skilja for­eldr­arn­ir ekk­ert í því af hverju börn­in eru svona fúl.“

Börn þurfa mörk og ramma

Val­gerður seg­ir að marg­ar þær áskor­an­ir sem stjúp­fjöl­skyld­ur þurfa að kljást við stafi af venj­um sem for­eldr­ar til­einkuðu sér þegar þeir voru ein­hleyp­ir.

„Þeir fara að taka alls kyns ákv­arðanir með börn­un­um sín­um, eða sleppa því að setja þeim heil­brigð mörk vegna þess þeir finna til með þeim eft­ir skilnaðinn. Stund­um þjást for­eldr­ar af sam­visku­biti, en stund­um eru þeir eðli­lega bara þreytt­ir. Börn­in þurfa nefni­lega bæði mörk og ramma. Líka þegar for­eldr­arn­ir eru ein­hleyp­ir. Þegar fólk fer síðan aft­ur í sam­búð vill nýr maki til dæm­is ekki þurfa að eiga sam­ráð við ungt barn um hvað á að vera í kvöld­mat­inn,“ seg­ir Val­gerður og bæt­ir við að aga­mál­in geti reynst snú­in.

„Stjúp­for­eldr­ar, og þá kannski sér­stak­lega stjúp­mæður, upp­lifa gjarn­an mik­inn van­mátt og stjórn­leysi í líf­inu. Börn­in eiga það til að taka völd­in því for­eldr­arn­ir eru óör­ugg­ir í hlut­verki sínu. Auk þess eru for­eldri og stjúp­for­eldri ekki alltaf sam­mála um hvað telst vera eðli­leg­ur agi. Til að mynda fer gjarn­an óskap­lega í taug­arn­ar á stjúp­for­eldr­inu þegar barn er látið kom­ast upp með ókurt­eisi, það get­ur reynst erfitt að búa til tengsl þegar kurt­eisi skort­ir í sam­skipt­um. Gott skipu­lag er einnig hjálp­legt. Það er al­gengt að for­eldr­ar vinni mikið þegar barnið er hjá hinu for­eldr­inu, en hætti síðan snemma þá daga sem börn­in eru á heim­il­inu. Þá get­ur stjúp­for­eldrið upp­lifað að það sé aldrei tími fyr­ir það eða sam­bandið. Pör þurfa því að læra að til­einka sér jafn­vægi og gefa sér tíma með hvort öðru,“ seg­ir Val­gerður, en lum­ar hún á góðum ráðum þegar kem­ur að sam­skipt­um við stjúp­börn. Er eitt­hvað sem stjúp­for­eldr­ar ættu alls ekki að gera?

„Það er ekki hægt að gera kröfu um ást, en fólk ætti fyrst og fremst að sýna barn­inu kurt­eisi og virðingu. Líta á sig sem full­orðinn vin og ekki rjúka í aga­mál­in þótt þeir telji þörf á því. Það þarf að vinna hlut­ina á ákveðinn hátt og gagn­legt er að koma á nám­skeið um stjúptengsl. Fólk ætti svo auðvitað ekki að tala illa um hitt for­eldrið í eyru barns­ins. Marg­ir stjúp­for­eldr­ar, sér­stak­lega stjúp­mæður, hafa mikl­ar áhyggj­ur af áliti annarra. Sum­ir bíða einnig eft­ir viður­kenn­ingu frá börn­um eða for­eldr­um úti í bæ. Það er þó fyrst og fremst mak­inn sem á að sýna stjúp­for­eldr­inu þakk­læti fyr­ir fram­lag sitt og mik­il­vægt að muna það,“ seg­ir Val­gerður.

Ekki leng­ur feimn­is­mál

Val­gerður seg­ir að stjúp­for­eldr­ar í dag séu ófeimn­ir við að leita sér aðstoðar ef hlut­irn­ir gangi ekki sem skyldi.

„Það er afar skemmti­legt að vinna með stjúp­fjöl­skyld­um vegna þess að það er svo mik­il von í þeim. Í dag finnst mér flest­ir til­bún­ir að tak­ast á við vand­ann, frek­ar en að hlaup­ast frá hon­um. Það þykir nefni­lega ekk­ert feimn­is­mál leng­ur að leita sér ráðgjaf­ar,“ seg­ir Val­gerður.

„Auðvitað er þetta mis­mik­il vinna, en stund­um þarf að vinda ofan af rang­hug­mynd­um sem vinna gegn fjöl­skyld­unni. Yf­ir­leitt geng­ur það þó vel fái maður góðan tíma. Það geta þó að sjálf­sögðu komið upp dæmi sem ekki er hægt að leysa. Stund­um hafa mjög harka­leg­ir at­b­urðir átt sér stað í fjöl­skyldu­líf­inu, og erfitt að vinda ofan af þeim. Oft­ast er hægt að vinna með tengsl og bæta sam­skipti. Við verðum líka að vera raun­sæ og læra að bregðast við á upp­byggi­leg­an máta. Stjúp­fjöl­skyld­ur geta verið jafn góðar og gef­andi og aðrar fjöl­skyld­ur ef við vit­um hvernig á að bregðast við áskor­un­um þeirra.“

https://www.mbl.is/smartland/born/2017/10/01/sorg_og_missir_mistulkad_sem_frekja/

Smart­land Mörtu Maríu | Börn | Morg­un­blaðið | 1.10.2017 | 12:00
Instagram