Skip to main content
Stjúpforeldrar

Reynsla Stjúpfeðra – lokaverkefni frá 2010

Íris Halla Guðmundsdóttir skrifaði BA ritgerð árið 2010  í uppeldis- og menntunarfræðum  sem heitir Stjúpfeður: upplifun og reynsla stjúpfeðra í stjúpfjölskyldum. „Þessi ritgerð fjallar um eigindlega rannsókn á upplifun stjúpfeðra í stjúpfjölskyldum.

Rannsóknin byggist á opnum viðtölum við sex stjúpfeður. Flestir stjúpfeðurnir upplifðu stjúpforeldrahlutverkið á góðan hátt að jafnaði þó svo að upp hafi komið einhver vandamál“. „Talið er mikilvægt að aðilar innan fjölskyldu myndi tilfinningatengsl, flestir stjúpfeðurnir töldu sig hafa náð að mynda góð tengsl við stjúpbörn sín. Sumum þeirra fannst skipta máli á hvaða aldursskeiði þeir komu inn í líf barnsins. Það var mismunandi hjá viðmælendunum í hversu miklum samskiptum þeir voru við líffræðilegan föður. Sumir voru í litlum sem engum samskiptum við hann en þrátt fyrir það voru engin leiðindi þar á milli. Hins vegar voru aðrir sem höfðu lent í ágreiningi og jafnvel forræðisdeilum við viðkomandi. Í þeim tilfellum fannst þeim skipta öllu máli að börnin myndu ekki lenda á milli í þessum deilum foreldranna.

Leiðbeinandi hennar var Sigurlína Davíðsdóttir Aðgangur er lokaður á Skemmunni http://hdl.handle.net/1946/4724

Instagram