Skip to main content
Börn og ungmenni

Samskipti foreldra og barna í stjúpfjölskyldum

Skilnaði fylgja ýmsar breytingar bæði fyrir börn og fullorðna þ.á.m. breytast tengsl foreldara og barna. Það er ekki óalgengt að börn fái meiri ábyrgð á heimili og gagnvart yngri systkinum en í mörgum tilvikum fá þau líka meiri áhrif. Ákvarðanir sem áður voru teknar í samráði við maka eins og hvað eigi að vera í helgarmatinn eða gera í sumarfríinu eru nú teknar í samráði við börnin.

 

Smá saman verður til nýjar hefðir og venjur á heimilium þeirra sem þau eiga annarsvegar með móður og hinsvegar föður. Í stað þess að hafa nammi- og sjónvarpskvöld kvöld á föstudagskvöldum þá færist það kannski yfir á laugardagkvöld vegna breyttra aðstæðna og pabbi og/eða mamma leyfa þeim að sofna í sófanum fyrir framan sjónvarpið eða upp í rúmi hjá þeim, eitthvað sem ekki var leyft áður. Skilnaður er einmannalegur og oft er börnum ætlað að fylla upp í það tómarúm sem myndast. Það er t.d. ekki sjálgefið að börn sætti sig við að þurfa hlýta þeim reglum að sofa í sínu herbergi þegar nýr maki kemur til sögunnar eða ekki höfð með í samráði þegar ákveða á sunnudagmatinni eða sumarfríið.

Það kemur því morgum á óvart að heyra að mikið af þeim „verkefnum“ sem margar stjúpfjölskyldur eru að takast á við í upphafi á rætur sínar að rekja til hvernig aðlögun eftir skilnað hefur tekist. (Hvort fyrrverandi makar hafi komið á starfhæfu sambandi sín á milli sem snýst um börnin en ekki um að sinna gömlum „skyldum“ sem fylgdi hjónabandinu eins og að skipta um dekk, þvo þvotta eða annað. Reyndar er ekki óalgengt að samband foreldra sem hafði verið í góðu lagi breytist þegar nýr aðiðili kemur til sögunnar m.a. af ótta við að vera skipt út sem foreldraímynd en stunda batna samskiptin líka við það foreldri sem barnið býr ekki með að staðaldri– en það er nú efni í aðra grein

Sambambandið við börnin breytist – ójafnvægi í fyrstu!

Algengt er að samskipti foreldra og barna breytist þegar foreldri fer í nýja sambúð og stjúpfjölskylda verður til. Margir foreldrar eru með  óraunhæfar væntingar um hvað sé framundan í stjúpfjölskyldunni s.s. að stjúpforeldri til skammas tíma geti tekið að sér að aga ungling án þess að tengsl hafi náð að myndst. Það er óvíst að nýi makinn kæri sig um það hlutverk og þó svo væri er mjög ólíklegt að unglingurinn kæri sig um það. Samræður eru mikilvægar um væntingar allra aðila.

Stjórnsemi eða sorg?

En algengt er að foreldrar upplifi aukna erfiðleika í uppeldinu og eru þeir í sumum tilvikum minna innstilltir á þarfir barna sinna á þessu tímabili. Sum börn upplifa að þau þurfi að keppa um tíma og athygli foreldra sinna. Oft upplifir foreldri sig á milli steins og sleggju þegar kemur að sætta ólík sjónarmið barna sinna og svo maka. Sá tími sem notaður er í byrjun í börnin skilar sér í betri aðlögun en algengt era að þau kvarti undan kröfu um skjóta aðlögun. Sumum finnt sem að foreldri þeirra hafa yfirgefið þau á einhvern hátt og þau séu minna mikilvæg fyrir foreldra sína. Hætta er á að þau finni fyrir reiði, verða stressuð og sýnt erfiða hegðun sem allt of oft er túlkuð af fullornu fólki, bæði foreldrum og sjúpforeldrum sem stjórnsemi. Fólk getur kannski sett sig í spror þeirra ef það hefur upplifað makan fjarlægjast og það óöryggi sem því getur fylgt

Ég hitti 15 ára stúlku sem hafi farið að heima nokkrum vikum áður. Móðir hennar og stjúpi til 9 mánaða sögðu að þau gætu ekki haft hana, þar sem hún hlustaði ekki á þau og hún var mjög ókurteis við stjúpann.  Stjúpanum fanst hún illa upp alin og taldi sig geta bætt úr. Mamma hennar ver henni reið þar sem hún taldi dóttur sína meðvitað vera reyna að eyðileggja samband hennar við nýja kærastann. Í samtali við stelpuna var hún mjög reið móður sinni þar sem mamma hennar hafði falið honum agahlutverkið á heimilinu og nú þurfti hún að spyrja hann hvort hún mætti gista hjá vinkonu sinni eða kaupa föt og annað sem hún hafði áður rætt við móður sina. Hún saknaði þess sem þær höfðu átt á sama tíma og hún var mömmu sinni mjög reið. Stjúpann þoldi hún ekki

Startið var ekki gott hjá þeim. Erlend rannsókn benti til að samskipti móður og barna einkenndust af meiri átökum í stjúpfjölskyldu en í kjarnafjölskyldum. Hinsvegar kom jafnframt í ljós að jafnvægi komst oftast á eftir tvö ár og það var þá lítill munur og á mæðrum gagnvart börnum í stjúpfjölskyldum og þeim sem  ekki höfðu skilið.

Flókin staða foreldra

Það er getur verið flókin staða að vera í senn foreldri og stjúpforeldri bæði fyrir foreldra sem búa með börnum sínum að staðaldri og svo þeirra sem búa sjaldnar með þeim.

Ég man eftir einni móður sem hélt aftur að sér að eyða tíma með sínum börnum eða kaupa á þau föt og anna til að gera ekki upp á milli barna sinn og stjúpbarna. Börnin hennar upplifðu fjarlægt móður sinna og voru henni reið á sama tíma og hún fann fyrir vaxandi pirringi gagnvart stjúpbörnum sínum sem henni fannst stoppa sig af. Þjökuð af sektarkennd og pirringi fór hún að „stelast“ til að eyða tíma með börnunum einfaldlega í stað þess að ræða málið  við maka sinn og skipa fjölskyldunni upp eins öðru hvoru sem nauðsynlegt er í stjúpfjölskyldum. Við þurfum ekki bara að vinna að því að búa til ný tengsl – líka að styðja við eldir tengsl.

Erlendar rannsóknir benda til að unglingar í stjúpfjölskyldum eru líklegri til að fara fyrr að heiman en aðrir unglingar og eru átök á heimili oft ástæðan. Þau eru jafnframt minna heima hjá sér. Náist að koma á stöðugleika í fjölskyldunni er útkoma barna í stjúpfjölskyldum svipuð og í kjarnafjölskyldum.

Hver á trúnað hvers?

Hollustuklemma getu skapast þegar foreldri og barn eru ekki sammála um hve mikið eigi að segja  stjúpforeldri um ákveðin mál er þau varða. Þó svo að foreldrið treysti nýja makanum fyrir fyrir upplýsingum um barnið t.d. að það  pissi undir, að það hafi fallið í prófi eða það sé í  ástarsorg er langt í frá sjálfgefið að barnið kæri sig um að slíkar upplýsingar séu veittar fyrr en tengsl hafa myndast.  Það tekur tíma að mynda góð tengsl – og ekki er óalgegnt að börn upplifi stjúpforeldrið sem ekki hluta af fjölskyldunni. Það er því mikilvægt að foreldrar hafi þetta í huga í samskiptum við börn sín áður en þeir ætlast til að barn þeirra t.d. hlýði stjúpforeldri sínu.

Það ber að varast að alhæfa um stjúpfjölskyldur – þær eru langt í frá einsleitur hópur.  Börn og ungmenni geta aðlagast breytingum með tímanum. Þegar vel er staðið að þeim og með hagsmuni þeirra í huga, eru líkur á að aðlögun viðr auðveldari og tengsl við foreldra haldist. Að læra um stjúpfjölskyldu og skoða hversu raunhæfar hugmyndir mann eru hjálpar.

Valgerður Halldórsdóttir félags- og fjölskylduráðgjafi, MA

Instagram