
Í BA verkefni í félagsráðgjöf fjallar Ólöf Lára Ágústsdóttir um hlutverk stjúpmæðra og þær væntingar og kröfur sem gerðar eru til þeirra. Ritgerðin byggir á niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar þar sem djúpviðtöl voru tekin við fimm stjúpmæður. Þátttakendur rannsóknar höfðu mislanga reynslu af stjúpmæðrahlutverkinu og upplifðu hlutverk sitt á mismunandi hátt. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að hlutverkið reynist erfitt og fer það eftir þátttöku maka og þrautsegju stjúpmæðranna sjálfra hvernig tekið er á þeim vandamálum sem upp koma.
Áhrif goðsagnarinnar um vondu stjúpuna hafa einnig talsvert að segja um líðan stjúpmæðranna, hvernig þær sjá sig sem vondu stjúpuna og áhrif þess á hlutverk þeirra. Þó tengja þær sig ekki við þá stjúpu sem birtist í ævintýrunum. Stjúpurnar upplifðu sig í húshjálparhlutverki þar sem þeim er ætlað að sjá um öll helstu heimilisverk og gæta stjúpbarna sinna en á sama tíma halda ákveðinni tilfinningalegri fjarlægð frá þeim.
Umsjón með verkefninu var Dr. Sigrún Júlíusdóttir og leiðbeinandi Valgerður Halldórsdóttir
Hér má lesa ritgerðina í heild sinni http://skemman.is/is/stream/get/1946/8120/21328/1/BA$005b1$005d.pdf