Skip to main content
Stjúpforeldrar

Finna stjúpur meira fyrir skorti á stjórn á eign lífi en stjúpar?

Ætla má að ólíkar væntingar til hegðunar kynjanna hafi áhrif á viðhorf og hegðun stjúpforeldra.  Algengt er til að mynda að stjúpmæður telji sig skyldugar til að sinna foreldrahlutverkinu þegar hitt foreldrið er ekki til staðar, en ýmist draga sig út eða eru settar til hliðar þegar makinn/foreldrið er nálægt.

Þessi „spila“ og „stopp“ staða ýtir enn frekar undir tilfinningina að hafa ekki stjórn á aðstæðum sínum sem getur alið á kvíða og streitu sem síðan getur bitnar á samskiptum þeirra við stjúpbörnin.

Að upplifa sig vanmetin og vera settur til hliðar er ekki gott veganesti þegar byggja á upp jákvæð tengsl og því mikilvægt að hafa raunhæfar væntingar. Margir karlar virðast eiga auðveldara með stjúpforeldrahlutverkið en konur. Kannski gera þeir ekki eins miklar kröfur um tilfinningalega nálægð og konur, en sumar telja sig þurfa að „hoppa í og úr einskonar foreldrahlutverki eftir þörfum annarra. Erlend rannsókn sýndi t.a.m. að karlar telja sig ekki þurfa að sinna uppeldishlutverki í sama mæli og konur þótt þeir taki að sér og sinnu  ýmsu sem snýr að stjúpbörnum þeirra. Þeir völdu oftast sjálfir að takmarka hlutverk sitt, voru sérstaklega tregir til að klæða og baða stjúpbörn og töldu það hlutverk mæðra að sjá um að aga börnin.

Ólík sýn á hlutverkið getur því haft töluvert að segja hvernig tengsl er reynt að mynda við börnin. Valgerður Halldórsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi

Instagram