Skip to main content
Fjölskylda

Tengslamyndun tekur tíma

„Við erum búin að búa saman í þrjá mánuði og mér finnst ekkert ganga að kynnst dóttur hans. Ég eiginlega veit ekki hvað ég get gert meira“

Flestir eru meðvitaðir um mikilvægi góðra tengsla  fyrir almenna velferð og andlegt heilbrigði. Það er því ekki að ástæðulausu að sérstaklega er fylgst með nýbökuðum  mæðrum í því skyni að kanna hvort tengslamyndun  við barnið gangi eðlilega fyrir sig og gripið er inn í ef ástæða þykir til.

Í stjúpfjölskyldum þarf sérstaklega að vinna í því að búa til tengsl milli stjúpforeldris og barns svo stuðla megi að góðri líðan og heilbrigði fjölskyldunnar. Finna þarf hlutverk fyrir stjúpforeldri í lífi barns sem hefur kannski enga sérstaka þörf fyrir það, en getur verið góð viðbót í lífi þess þegar vel tekst til. Flestir stjúpforeldar vilja til tengjast börnunum. Það getur því verulega reynt á takist ekki eins vel til óskað er eða ef stjúpforeldrið upplifir höfnun af hálfu barnsins. Hætta er á að hlutirnir  vindi upp á sig og stjúpforeldrið jafnvel hætti að reyna tengjast barninu, taki fólk framkomu þess of persónulega.

En það er ýmislegt sem getur haft áhrif á að allt gangi ekki alveg að óskum í byrjun.  En bæði börn og fullorðnir eru með fortíð og töluverður munur á að mæta inn í ”mitt leikrit” eða taka þátt í að semja  það.  Ef  stutt er liðið frá skilnaði  eru börn oft ekki tilbúin til að kynnast stjúpforeldri , jafnvel þó það leggi sig af alúð við að reyna tengjast því.  Stundum eru börn afbrýðissöm út í stjúpforeldra sína sem þeim finnst fá „alla“ athygli foreldrisins og halda jafnvel  þau ekki eins mikilvæg í augum foreldrisins og áður.  En er algengt umkvörtunarefni barna í stjúpfjölskyldum er að þau fái  ekki  tíma ein með foreldri sínu eins og áður –   og oft er það rétt. Samveran er hinsvegar mikilvæg bæði til rækta tengsl og takast á við missinn sem fylgir skilnaði og breytingum sem er hluti af lífinu í stjúpfjölskyldunni.  Jafnvel þó þær séu taldar af hinu góða og börn séu mjög sátt við stjúpforeldra sína.

Í sumum tilvikum vantar líka upp á tengsl foreldris og barns séu náin. Stundum endurspeglast sá skortur í því að foreldrið treystir sér illa til að vera eitt með barninu og vill að stjúpforeldrið sé til staðar öllum stundum sem barnið er á heimilinu. Þó það geti létt á streitunni  í einhvern tíma hjálpar það ekki til við tengslamyndin  til lengri tíma. Við þurfum að eiga maður á mann samskipti bæði til að rækta tengsl og skapa ný. Það er líka hætta á að stjúpforeldrið upplifað aðstæður sínar íþyngjandi fái það of stóran skammt af samveru við barnið í einu í stað þess að fá smá saman að kynnast því og tengjast á eign forsendum.

Tengslamyndun er flókið fyrirbæri og ekki er hægt að gera ráð fyrir að tengslamyndun í stjúpfjölskyldum sé jafn einföld og að laga „skyndikaffi“ eða „ Neskaffi“ sem krefst ekki mikillar hugsunar, ein skeið í bollann og heitt vatn út í og þá er það komið.

Vinna þarf í því að búa til tengsl milli stjúpforeldris og barns þar sem  þau verða ekki til við það eitt að stjúpforeldrið taki upp samband við foreldri barnsins eða deila saman heimili einhverja daga í mánuði.   Hvorki börn né fullorðnir eru  einsleitir hópar. Finna þarf út hvað hverjum og einum hentar til að útkoman verði eins og best verður á kosið.   Stjúpforeldrið  þarf að finna smám saman út hvernig tengjast má barninu og hjálpar mikið að foreldrið sé styðjandi og leiðbeini ef á þarf að halda. Það dregur úr kvíða barna að aðrir fjölskyldumeðlimir séu til staðar til að byrja með. Þó að mikilvægt sé fyrir tengsl stjúpforeldris og barns að þeim sé gefinn tími saman án annarra,  meta þarf aðstæður hvenær það er tímabært.  Hæfilegur áhugi og  reyna að vera vakandi fyrir því hvað vekur áhuga stjúpbarnsins hjálpar.  Til að vera áhugaverð þurfum við að sýna áhuga. Góður hlutir gerast hægt – og  á það sérstaklega vel við í stjúpfjölskyldum. Nú svo má alltaf gera meira af því sem vel gengur.

 

Valgerður Halldórsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi, MA

 

Instagram