Skip to main content
Börn og ungmenni

Systkinatengsl í stjúpfjölskyldum – reynsla nemenda

Er munur á að eignast al,- hálf- og/eða stjúpsystkini. Nemendur í áfanganum: Stjúpfjölskyldur, skilaður og endurgerð fjölskyldusamskipta veltu fyrir sér mismunandi systkinatengslum  og hvað er það sem hjálpaði þeim að tengjast hvert öðru?

Þeir nemendur sem áttu stjúpsystkini sögðu að aldur barnanna skiptir máli þegar stjúpfjölskyldurnar myndast . Eftir því sem að börnin voru eldri var erfiðara að mynda tengsl, og ef þau tengdust ekki stjúpmóður voru minni líkur á að þau tengdust börnum hennar. Það kom einnig fram að meiri líkur væru á því að systkini að sama kyni eiga það frekar til í að tengjast en af gagnstæðu kyni. Rætt var um mögulega kynferðisleg spenna milli stjúpsystkina og það gæti flækt hlutina.

Tengsl við stjúpforeldri skipir máli. Þau sem áttu hálfsystkini voru sammála um að það skipti máli hvort systkinin ólust upp saman og  bjuggu á sama stað eða hvort að það hittist bara á umgengistíma hjá foreldrinu. Því að því meira sem þau eyddu tíma með viðkomandi því meiri líkur voru á betri og nánari tengslum. Einnig töldu þau að stjúpforeldrið hefði á sama hátt áhrif á tengsl þeirra við hálfsystkini sín eins og við stjúpsystkini þe. ef samband þeirravið stjúpforeldrið  var gott hafði það jákvæð áhrif á  hálfsystkinatengslin annars ekki.Í umræðunni kom jafnframt fram að samband kynforeldra gæti haft áhrif á systkinatengslin, ef það er ekki nógu gott smitað út frá sér.

Mikilvægt sé þegar barn eignast hálfsystkini að það finni fyrir öryggi og að það sé gert ráð fyrir því sem hluta af fjölskyldunni. Barninu getur liðið eins og það sé ekki lengur mikilvægt  í lífi foreldris  því hálfsystkinið sé ríkara og mikilvægara þar sem báðir foreldrarnir á heimilinu eru kynforeldrar þess.

Engin mynd af mér á heimilinu?Einnig kom fram að litlir hlutir í augum eins fjölskyldumeðlims  getur verið stórir hlutir í annars fjölskyldumeðlims. Að það sé ekki mynd af viðkomandi barni á fjölskylduveggnum bara hálf- og/eða stjúpsystkinum getur virkað illa á barn og á líðan þess. Litlu hlutirnir geta skipt börn miklu málí eins og að vera með mynd  af því upp á vegg ásamt hinum systkinunum, að fá að halda á systkini við skírn eða  fá að vera með þegar það er verið að baða það o.s.fv.  Að líða eins og partur af fjölskyldunni, hvort sem það er hjá foreldri sem barnið býr með að staðaldir eða hjá foreldri sem það hittir reglulega er mikilvægt. Þeir nemendur sem áttu hálfsystkini sögðu að það væri mjög mismunandi hvernig tengsl þeirra væri háttað við hálfsyskini sín. Sum voru mjög náin en aðrir þekktu þau lítið.

Alsystkinahópurinn var sammála því að aldurinn skipti líka máli og því nær sem systkinin eru í aldri því nánari eru þau. Ef mikið aldursbil er á milli systkinanna er það ekki fyrr en um og  eftir menntaskóla sem að systkinin fara að verða vinir því þá eru þau komin á sama þroskastig og ná því að tengjast betur. Einnig töldu þau að ef aldursbilið var mikið,  var meiri samkeppni milli systkinanna. Þau voru sammála því að það skipti máli að fá að taka þátt í lífi systkina sinna, fá að annast þau sem yngri voru en það gerði það að verkum að þeim fannst þau betur tilheyra fjölskyldu sinni. Þeir nemendur sem fengu að halda á systkini sínu undir skírn þóttu mjög vænt um það.

Nýbakaðar mæðir eru ólíkar gagnvar eigin börnum en stjúpbörnum Sumar mæður í hópnum greindu frá því að þegar þær áttu sitt annað settu þær eldra barnið aðeins til hliðar í fyrstu vegna þess að nýja ungabarnið þarfnaðist meiri umönnunar.Þær fegnu hinsvegar meira samviskubit gagnvart stjúpbarni sínu en eldra barni sínu. Þær sögðu  sig tengdari sínu eigin barni en stjúpbarni og treystir meira á ást barna sinna í þessum nýju aðstæðum. Þær komu öðru vísi fram við stjúpbarn en eigin barn, til dæmir voru kurteisari við stjúpbarn sitt og væntu meiri skilnings á aðstæðum frá eigin barni

Nemendur voru sammála um vegna eigin reynslu og með því að hlusta á hvert annað að það margt sem getur skipt máli þegar kemur að tengslamyndun fjölskyldna og því stundum erfitt að sjá hvað hefur áhrif og hvað ekki. En þau voru sammála um að það skipir öllum máli að fá að vera með og líða eins og þeir sú partur af heildinni.Þegar farið var yfir hvaða þætti væru sameignlegir öllum systkinhópunum þ.e. al-,hálf og stjúpsystkinum var það að aldurinn virtist skipta máli og hversu mikinn tíma þau eyddu saman.

Höfundar: Guðný Helga Grímsdóttir, Svanhildur Anna Gestdóttir, nemendur á áfanganum: Stjúpfjölskyldur, skilnaður og endurgerð fjölskyludsamskipta Hí,  vor 2011

Instagram