Skip to main content
Námskeið

Stjúpum líður betur eftir námskeiðið

Það er áhugavert að skoða niðurstöður námskeiðsmats „Stjúpuhittings“ síðasta vetrar en í ljós kemur að lang flestum líður betur eftir námskeiðið. Jafnframt kom í ljós að margar sögðu sjálfstraust sitt hafa aukis eða 36% mjög mikið, 45,45% mikið og 18,18 voru hvori sammála né ósammála. Auk þess kom fram að 78,26 voru mjög sammála og 21,74% stjúpmæðra voru sammála fullyrðingunni „Ég var mjög sátt við reynslu mína af því að vera í hóp með öðrum konum“. Að heyra í öðrum er bæði græðandi og fræðandi og finnst flestum gott að geta deilt reynslu sinni af hlutverkinu. Þegar konurnar voru spurðar um lengd námskeiðsins kom í ljós að kom í  ljós að enginn var mjög sammála fullyrðingunni „Ég var tilbúin að hætta á námskeiðinu þegar því lauk, 17,39 voru sammála, 43,48 voru hvorki sammála eða ósammála, 30,43 voru ósammála og 8,70 voru mjög ósammál.  Í ljósi þess var ákveðið að lengja námskeiðið og bjóða sína í framhaldið upp á þriggja mánaða framhaldsnámskeið þar sem konurnar hittast tvisvar í mánuði undir haldleiðslu leiðbeinanda.

Valgerður Halldórsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi

Instagram