„Stjúpsystir mín fær allt frá minni fjölskyldu en ég og bróðir minn fáum ekkert frá hennar. Hvað áttu við spurði ég? Sko, mamma hefur sífelldar áhyggjur af því hvernig henni líði og gerir allt fyrir hana en pælir ekkert í okkur. Hún lætur stundum eins og hún sé meiri mamma hennar en okkar, kaupir föt, fer á handboltaleiki hjá henni og svo býður hún henni með okkur í allt af því að hún er í fjölskyldunni. Amma og afi gefa henni gjafir eins og okkur, en við fáum ekkert frá hennar fólki, svo er pabbi hennar ekkert að pæla í því hvernig mér eða bróður mínum líður. Hann fer oft eitthvað með stjúpsystur minni án þess að bjóða okkur systkinunum með. Mamma segir að það sé af því að við erum tvö en hún bara ein,“ Valgerður Halldórsdóttir fjölskyldufræðingur rekur fyrirtækið stjúptengsl.is. Hún skoðar samskipti í stjúpfjölskyldum í nýjum pistli: Sjá framhald á Smartland