Aðalfundur 2008
Skýrsla stjórnar Félags stjúpfjölskyldna um störf hennar og starfsemi félagsins 2007-2008
Það eru tæpleg þrjú ár síðan félagið okkar var stofnað þann 24. nóvember 2005. Við fórum af stað með góðum fyrirheitum og ykkur að segja þá höfum við þroskast hratt sem félag og skapað okkur stöðu í umsræðunni og í samfélaginu. Við erum þó langt í frá að vera fullþroska en það er einmitt það skemmtilega, við sem hér erum getum sett okkar mark á það og átt þátt í frekari uppbyggingu og mótun þess.
Síðasti aðalfundur var 11. nóvember 2006 og segja má að það sé eina sem við augljóslega höfum ekki staðið við samkvæmt samþykktum félagsins. Ég ætla hinsvegar að gerast svo ósvífin að bjóða mig aftur fram sem formann. Bið ég ykkur að íhuga framboð mitt á meðan ég fer yfir skýrslu stjórnar.
Aðrir stjórnarmenn eru Marín Jónasdóttir ritari, Hallfríður Brynjólfsdóttir gjaldkeri, Hjalti Björnsson og Helga Margrét Guðmundsdóttir meðstjórnendur.
Varamenn eru Jón Freyr Jóhannsson og Árni Einarsson, skoðunarmenn eru Júlía Sæmundsdóttir og Ólafur G. Gunnarsson.
Máþing – þátttaka FSF
Stjórnarsamstarf var töluvert í kringum ráðstefnuna sem við héldum 22. febrúar 2008 sl. Sem bar yfirskriftina ”Hvernig má efla velferð stjúpfjölskyldna?” Fyrsti fundur þessa stýrihóps var 6. júní 2007, vil ég nota tækifærið til að þakka öllu því fólki sem kom að ráðstefnunni fyrir óeigingjarnt starf sem allt var unnið í sjálfboðavinnu.
Málþingið var í samstarfi við Félagsráðgjafafélag Íslands, Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd, Heimili og skóla, Samtökin 78 og Hagstofu Íslands. Allir þeir sem töluðu fyrir hönd þessara aðila voru í stjúptengslum.
Ágúst Ólafur Ágústsson formaður nefndar um stöðu barna og einstæðra foreldra, forsjárlausra foreldra og stjúpfjölskyldna mætti fyrir hönd Félags- og tryggingamálaráðuneytisins. Ætlunin var að fá erlendan fyrirlesara frá Bandaríkunum en hann forfallaðist á síðustu stundu vegna veikinda. Málþingið var afar vel heppnað og mættu rúmlega 100 manns á þingið.
Eins og sést af fjölda og eðli samstarfsaðila þá var markmiðið að ná til sem flestra sem vinna með börnum og þá sem stunda rannsóknir á börnum og fjölskyldum og biðja þá um að setja sig inn í málefni stjúpfjölskyldna og fjalla um þau.
Önnur málþing sem við tókum þátt í
- · ”Áfram foreldrar – áhrif skilnaðar á börn og leiðir til úrbóta”
- · ”Maður brýnir mann”
- · Nýtt menntaþing
- · ”Höfum við hagsmuni barna að leiðarljósi?”
Formaður kynnti málefni stjúpfjölskyldna m.a. fyrir
- · Náms – og starfsráðgjöfum í grunnskóla í vettvangsnámi
- · Nemendum í framhaldsskólum á opnum dögum
- · Foreldrafélögum í grunnskólum
- · Messugestum kirkjunnar
- · Rotary
- · Ladies circle
- ·
- · Fyrir háskólanemum í ”Lifandi bókasafni” á Háskólatorgi HÍ að beiðni Mentors, félags nema í félagsráðgjöf við HÍ.
- · Nemendum í félagsráðgjöf á meistarastigi
Rannsóknir
Stjúpfjölskyldur hafa lengi vel verið nánast ósýnilegar í öllum rannsóknum hér á landi. Við gerum okkur miklar vonir um að nú verði breyting þar á með aukinni athygli háskólanna og rannsóknarsetursins í barna- og fjölskylduvernd.
Við gerðum reyndar betur í að tengja okkur rannsóknum og keyptum okkur spurningu í rannsókna Dr. Sigrúnar Júlíusdóttur þar sem hún var að kanna í samstarfi við sýslumanninn í Reykjavík reynslu af sameignlegri forsjá á árunum 2006-2008. – glæra
Formaður geri einnig könnun á póstlista um fræðsluþörf o.fl. til að leggja inn í nefndarstarf á vegum Félags- og tryggingarmálaráðuneytisins. Ekki var sú könnun hávísindaleg en gefur hún þó ákveðnar vísbendingar. - glæra
Háskólanemar eru í auknu mæli farnir að skrifa um stjúptengsl bæði í smærri verkefnum og lokaverkefnum. Ætla má að miklar breytingar verði á þessu sviði á komandi árum.
Stefnumótin hins opinbera – sýnileiki í opinberum gögnum
Við náðum því markmiði að fá aðkomu að stefnumótun hins opinbera í málefnum fjölskyldna. Félagsmálaráðherra ákvað í samræmi við þingsályktunartillögu um aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar að skipa nefnd til að styrkja stöðu einstæða og forsjárlausra foreldra og réttarstöðu barna þeirra. Nefndinni er jafnframt falið að fjalla um réttarstöðu stjúpfjölskyldna og aðstæður þeirra.
Fyrsti fundur nefndarinnar var 18. desember 2007. ”Stóra nefndin” (sjá meðlimi á glæru) hefur fundað um 10 sinnum en síðan eru þrír starfshópar sem hafa fundað álíka oft. Þeir eru sifjahópur, fræðsluhópur og fjármálahópur. Við eigum fulltrúa í fyrstu tveimur hópunum. Rannsóknarniðurstöður úr rannsókn HÍ ætti að styrkja málstað okkar. Nokkrir þættir úr rannsókn Sigrúnar voru kynntir á fyrrnefndu málþingi ”Höfum við hagsmuni barna að leiðarljósi?”
Heimasíðan
Félagið hefur ekki haldið úti sérstakri heimasíðu en ákveðið var að hafa hnapp á síðunni www.stjuptengsl.is fyrir félagið til að byrja með, stjórn hefur rætt um mikilvægi þess að efla síðuna og verður það væntanlega eitt af fyrstu verkefnum næstu stjórnar.
Fjölmiðlar
Verkefni félagsins hafa fengið góða fjölmiðlaumræðu á árinu þe. í útvarpi, dagblöðum og sjónvarpi. T.a.m. var mjög góð umfjöllun í Kastljósi á árinu. Okkur hlotnuðist líka margar formlegar viðurkenningar á árinu. Við fengum tilnefningu til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins í flokknum ”gegn fordómum, jafnframt frá Heimili og skóla og styrk til bókaskrifa. Allt eru þetta mikilvægar viðurkenningar og góð hvatning til að gera betur.
Námskeið
Námskeið verður 15. nóvember nk. og mun verði vera stillt í hóf. En það er eitt að markmiðum félagsins að efla innra starf og fræðslu enn frekar á næsta starfsári. Vonast er til að árangur af samstarfi við ráðuneyti og jafnvel önnur félög muni efla þann þátt enn frekar.
Annað
Fyrirspurnir hafa borist formanni um stofnun undirfélaga á landsbyggðinni og er ætlunin að fara í frekari útrás á næsta ári.
Fyrir hönd stjórnar þakka ég ánægjulegt og gefandi samstarf
Reykjavík 30.10.2008
Fyrir hönd stjórnar
Valgerður Halldórsdóttir formaður Félags stjúpfjölskyldna