Félag Stjúpfjölskyldna Símaráðgjöf 6929101

Félag Stjúpfjölskyldna hefur verið starfrækt síðan 2005. Félagið stendur m.a. fyrir ýmsum uppákomum, fyrirlestrum, námskeiðum fyrir fólk í stjúptengslum. Félagsgjald er 3.000 kr.

Ganga í félagið:

Skills for Stepfamilies: Áhugavert vefnámskeið fyrir stjúpfjölskyldur

10 Pælingar - Númer 7

Komum á skipulagi sem skapar samkennd

Það skiptir ekki öllu  máli hvert skipulagið er, pizzubakstur á föstudögum, sundferð á sunnudögum, kvöldverður á miðvikudögum eða sumarbústaðarferð á vorin, ef það verður til þess að fjölskyldan og sérstaklega börnunum finnist þau tilheyra hópnum. Hæfilegt magn af rútínum og tilbreytingu veitur í senn öryggi og vellíðan. Gætum að því að allir fái tækfæri til að sýna hvað í þeim býr.

Nánar...

Aðalfundur Félags stjúpfjölskyldna og erfðamál

Aðalfundur FSF verður haldinn 30.maí kl. 17.00 og mun Gísli Kr. Björnsson lögfræðingur hjá Lagarök fjalla um erfðamál í stjúpfjölskyldum.  Aðgangur er öllum opinn og ókeypis inn.  Að erindi loknu og umræðum hefst aðalfundur Félags stjupfjölskylda með venjulegum aðalfundastörfum. Fundarstjóri er Helga Margrét Guðmundsdóttir. Fundurinn er haldinn á Sólon á 2.hæð. Hægt er að skrá sig í félagið á heimasíðunni.

Nánar...

Börin óttast að missa athygli móður og tíma föður

Tilhugalífið er spennandi tími, ekkert síður fyrir einhleypa foreldra en annað fólk. Eðlilega vilja þeir deila spennunni og gleðinni með börnunum og verða því oft hissa þegar því er fálega tekið. Fyrir börnin þýðir nýr aðili í lífi foreldranna þeirra breytingu – aftur!  Ýmsar spurningar vakna í huga þeirra. Þarf ég að flytja? Hvernig mun mér líka við stjúpforeldrið mitt?

Nánar...

10 Pælingar - Númer 5

Finnum okkur hlutverk en ofleikum ekki .

  • Flestir eru sammála um að stjúpforeldri geti verið ágæt viðbót í lífi barna þegar góð tengsl ná að myndast og samstaða er um hlutverk þess á heimilinu.  Það getur jafnframt verið breytilegt frá einum tíma til annars. 

    Nánar...

Það er stríðsástand heima - sjónarhorn barns

Þannig er að mamma og pabbi skildu fyrir um 6 árum og þau eiga saman 3 börn. Mamma tók saman við annan mann stuttu seinna sem kom með ungan son sinn með sér á heimilið.Heimilisástandið hefur verið mjög brösótt síðan. Strákurinn  og mamma þola ekki hvort annað.

Nánar...

10 Pælingar - Númer 6

Tökum ekki hlutina persónulega

  • Mikilvægt er að taka gagnrýni á okkur sem stjúpforeldrar ekki of persónulega. Hlutverk stjúpforeldra er ekki auðvelt og vanþakklátt í sjálfu sér. Munum að rækta okkur sjálf. Þá finnum við síður til kvíða, öryggisleysis og höfnunar, þótt við mætum neikvæðri afstöðu stjúpbarnanna eða annarra.

    Nánar...

Stjúpfjölskyldur í Samfélaginu í nærmynd

Í þættinum "Samfélagið í nærmynd" ræddi útvarpskonan Guðrún Gunnarsdóttir við Valgerði Halldórsdóttur formann og Hrafnkel Tuma Kobeinsson stjórnarmann í Félagi stjúpfjölskyldna um félagið og málefni stjúpfjölskyldna. Hægt er að hlusta á viðtalið á slóðinni http://dagskra.ruv.is/ras1/4556050/2011/05/24/3/

10 Pælingar - Númer 4

Sýnum börnunum sveigjanleika í umgengni

  • Börn eiga auðveldara með að aðlagast eftir skilnað ef þau hafa greiðan aðgang að báðum foreldrum. Samvistur við báða foreldra eru þeim mikilvæg. Nánar...

Fleiri greinar...

Síða 12 af 16

12

Bók um skilnað og stjúptengsl

bokarkapa-small

Einstaklings-, para- og fjölskylduráðgjöf

Til að panta einstaklings-, para - eða fjölskylduráðgjöf má senda tölvupóst á stjuptengsl@stjuptengsl.is eða hringja í síma 6929101. Gera má ráð fyrir að paratími taki 1,15 klukkustund í fyrstu. Öll ráðgjöf fer fram í trúnaði.  Greiða þarf fyrir þessi viðtöl. Flest stéttarfélög greiða niður námskeið og viðtöl fyrir félagsmenn sína gegn framvísin kvittana. 

Félag stjúpfjölskyldna veitir ókeypis símaráðgjöf í síma 6929101 eða 5880850. Velferðarráðuneytið styrkir félagið.

 

 

 

 

Spurning dagsins

Hvar fréttir þú af síðunni

Póstlisti