Skip to main content
Sáttamiðlun

Sáttameðferð mikilvæg við skilnað – Viðtal

Val­gerður Hall­dórs­dótt­ir, fé­lags- og fjöl­skylduráðgjafi, starfar sem sér­fræðing­ur í mál­efn­um barna og sáttamaður hjá sýslu­mann­in­um á höfuðborg­ar­svæðinu. Hún er einnig í eig­in rekstri og er henn­ar sér­svið skilnaðir og stjúptengsl. Mál­efni barna sem eiga tvö heim­ili eru henni hug­leik­in. Hún verður með er­indi á nám­stefnu fag­deilda fé­lags­ráðgjafa í sáttamiðlun í sam­starfi við sýslu­mann­inn á höfuðborg­ar­svæðinu sem hald­in verður á Grand hót­eli 1. mars. Yf­ir­skrift nám­stefn­unn­ar er: Meira en mynd og grun­ur. Á nám­stefn­unni ætl­ar Val­gerður að fjalla um hvað börn­in segja hjá sýslu­manni.

Það er rétt­ur barna að segja það sem þeim býr í brjósti

Val­gerður seg­ir nám­stefn­una aðallega fyr­ir fag­fólk, en hún á von á að al­menn­ing­ur sem hef­ur áhuga á mál­efn­um barna muni einnig fjöl­menna.

„Í mínu er­indi mun ég fara yfir hvað fram hef­ur komið í viðtöl­um við börn hjá embætt­inu. Ég skimaði rúm­lega 40 viðtöl við börn hjá sýslu­mann­in­um í Reykja­vík og ræddi við aðra sér­fræðinga um hvaða skila­boð börn­in eru með til okk­ar full­orðna fólks­ins. Þetta er því ekki rann­sókn, en skimun­in gef­ur fullt til­efni til að gera rann­sókn­ir á þessu sviði.“

Val­gerður seg­ir að þeir for­eldr­ar sem ekki ná að semja um mál barna sinna sjálf­ir þurfi að fara í gegn­um sáttameðferð áður en úr­sk­urðað er í mál­um eða farið í dóms­mál.

„Sam­kvæmt barna­lög­um og Barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna eiga börn rétt á að tjá sig í mál­um er þau varða og er því rætt við börn til að mynda í for­sjár- og lög­heim­il­is­mál­um, sem og í um­gengn­is­mál­um. Um 58% for­eldra ná sátt­um í sáttameðferð hjá embætt­inu sem telst góður ár­ang­ur og er sam­bæri­leg­ur og á hinum Norður­lönd­un­um.“

Val­gerður seg­ir að deil­ur for­eldra séu börn­um skaðleg­ar, ef þeim tekst ekki að halda börn­un­um utan deilna.

Dæmi um börn sem sýna forðun

„Börn vilja ekki að láta þrýsta á sig þegar kem­ur að ákvörðun um um­gengni og þau vilja ekki velja á milli heim­ila.  Dæmi eru um að börn reyna að forðast það for­eldri sem þrýst­ir á þau og eru sí­fellt að ræða ágrein­ing­inn við þau. Því miður átt­ar for­eldri sig ekki á því að það er mögu­lega að skaða tengsl sín við barnið með eig­in fram­komu en kenn­ir mögu­lega hinu for­eldr­inu um að barnið vilji ekki fara á milli heim­ila. Börn hafa oft­ast ein­hverja skoðun á því hvernig þau vilja hafa hlut­ina en mörg vilja ekki særa for­eldra sína með því að tala hreint út.

Deil­ur for­eldra smit­ast oft inn í dag­legt líf barna og sum hver ótt­ast hrein­lega brott­nám hafi  for­eldr­ar mætt í skóla eða á leik­völl­inn óund­ir­búið. Sum barn­anna vilja ekki mæta í skóla eft­ir það. Það sem börn­in vilja er að for­eldr­ar leysi mál­in sín á milli. Þau vilja ekki særa for­eldra sína en þurfa stund­um svig­rúm til að vera aðeins meira hjá öðru for­eldri en báðum.

Skoða þarf hvert mál fyr­ir sig og hollt er hverj­um og ein­um að skoða hvað hægt er að gera til að bæta sam­skipt­in og aðbúnað barns á eig­in heim­ili.“

Val­gerður seg­ir að al­geng­asta umkvört­un­ar­efni barna í stjúp­fjöl­skyld­um vera að þau fái ekki tíma ein með for­eldri sínu.

„Sum kvarta yfir að for­eldrið sé alltaf að vinna og ekk­ert pláss á heim­il­inu sem þau geta kallað sitt og langt í vini. Svo vant­ar stund­um upp á tengsl við barnið sem vinna þarf í. Sum­ir for­eldr­ar glíma við alkó­hól­isma og aðrir beita of­beldi.“

Val­gerður seg­ir mik­il­vægt að tryggja ör­yggi barns­ins og að það fái rými til að vinna upp traust. Sem dæmi eft­ir áfeng­is­meðferð for­eldr­is. Val­gerður seg­ir að tálm­un eigi sér stað einnig í sam­fé­lag­inu þar sem vegið er mjög al­var­lega að mik­il­væg­ustu tengsl­um barns­ins í líf­inu – þar eð tengsl við annað for­eldri sem það fær ekki að um­gang­ast.

Hún seg­ir það ein­mana­lega stöðu fyr­ir börn að vera í þegar for­eldr­ar deila. „Þess­um börn­um líður ekki vel á öðru heim­il­inu eða báðum og treyst­ir sér oft ekki til að ræða van­líðan sína af ótta við að rugga bátn­um. For­eldr­ar þurfa því oft aðstoð til að halda áfram.“

Marg­ir for­eldr­ar ná að setja börn­in í for­grunn

Val­gerður seg­ir að í upp­hafi skilnaða tali sum­ir for­eldr­ar stund­um illa um hvort annað, þá sé stund­um reiði og heift, en hún vil benda á að stór hluti for­eldra reyni að vanda sig þrátt fyr­ir ágrein­ing barn­anna vegna. Hún seg­ir mik­il­vægt að styðja við að for­eldr­ar séu í góðum tengsl­um við börn­in sín og að oft séu for­eldr­ar þá báðir eða ann­ar að gera hluti sem skaðar börn­in án þess að gera sér grein fyr­ir því.

„At­hug­an­ir mín­ar sýna að deil­ur for­eldra geta smit­ast yfir á öll svið í lífi barna. Börn sem eiga for­eldra sem halda áfram að deila eft­ir skilnað þurfa að skipta barnæsk­unni á milli tveggja aðila. Það er þá tími móður­inn­ar og tími föður­ins og þess­ir staðir verða átaka­svæði og allt í kring­um skipu­lagið verður stirt.“

Eins bend­ir hún á að þegar stjúp­for­eldr­ar eru komn­ir inn í mynd­ina þótt vel gangi þá flæk­ist enn þá meira ver­öld barn­anna sem flest eru á því að þau vilji að hlut­irn­ir ger­ist hæg­ar.

Val­gerður seg­ir mik­il­vægt að sinna ákveðnu for­varn­a­starfi þegar kem­ur að börn­um sem eiga tvö heim­ili og forðast hún að setja merkimiða á börn út frá hegðun for­eldra. Vill hún að talað sé um börn frá­skil­inna for­eldra í stað skilnaðarbarna eða börn alkó­hólista í stað „alka­barna“ ef við telj­um okk­ur þurfa að greina þau eft­ir reynslu þeirra og aðstæðum.

„Þetta eru bara venju­leg börn sem eiga tvö heim­ili og með reynslu sem get­ur sett mark sitt á þau en það má ekki gleyma því að flest­um vegn­ar vel. Eins er mik­il­vægt að við átt­um okk­ur á að það eru alls kon­ar ástæður fyr­ir því að börn eiga fleiri en eitt heim­ili og því óþarfi að flokka börn eft­ir stöðu for­eldra sinna á þenn­an hátt. Sam­fé­lagið verður hins veg­ar að taka mið af þess­ari staðreynd.“

Börn vilja gæðastund­ir með for­eldr­um sín­um

Val­gerður seg­ir að ef við hugs­um um vel­ferð barn­anna þarf allt efni frá skól­um, sam­fé­lag­inu og rík­inu að taka mið af því að fjöld­inn all­ur af börn­um eiga fleira en eitt heim­ili. „Ef eitt af verk­efn­um í skól­an­um er að teikna mynd af heim­il­inu, af hvaða heim­ili eiga börn sem eiga tvö heim­ili að teikna? Það eru um 1.200 börn ár­lega sem upp­lifa skilnað for­eldra sinna. Við erum ekki að tala um nokk­ur börn á ári. Ef við ætl­um að hafa hag­muni barna okk­ar að leiðarljósi, þá verðum við að skoða hvað þau eru að segja okk­ur. Þau vilja ekki vera öðru­vísi eða á jaðrin­um. Þau vilja að for­eldr­ar setji per­sónu­leg­an ágrein­ing sinn til hliðar og að for­eldr­ar þeirra viti að þeim geti mögu­lega fund­ist flókn­ara að upp­lifa breyt­ing­ar á eig­in for­eldri sem komið er í nýtt ástar­sam­bandi og mynda ný tengsl við stjúp­for­eldra og börn þeirra, en í gegn­um skilnað for­eldra sinna. Þau vilja að for­eldr­ar fari hægt í gegn­um breyt­ing­ar, inn í ný sam­bönd og fleira í þeim dúrn­um og síðan vilja þau tíma með for­eldr­um sín­um án þess að þurfa að deila tím­an­um með öðrum aðila, eins og nýj­um maka – öll­um stund­um. Það eru til góðar leiðir og lausn­ir í öll­um mál­um, ef hags­mun­ir barn­anna okk­ar eru sett­ir í fyr­ir­rúm.“

 

Sótt af vef mbl. https://www.mbl.is/born/frettir/2019/02/27/sattamedferd_mikilvaeg_vid_skilnad/

 

 

Instagram