Börn þurfa á báðum foreldrum sínum að halda og að þeir geti átt í góðum samskiptum sín á milli eða amk. að þeir getum sýnt kurteisi. Flest höfum við eitthvað sem má bæta, við erum jú mannleg! Getum við t.d. verið jákvæðari, almennilegri og sveigjanlegri? Jafnvel hrósað okkar fyrrverandi og mökum þeirra fyrir eitthvað varðandi börnin? Með því að leyfa ekki prívatdeilum og skoðunum okkar á hinu foreldrinu og maka þeirra að trufla foreldarasamvinnuna höfum við hagsmuni barnanna að leiðarljósi og setjum þarfir þeirra í fyrsta sæti.
Það eru nokkrir sem taldir einkenna góða foreldrasamvinnu – og þér er velkomið að bæta á listann 🙂
• Börnum er hlýft við persónulegu átökum milli foreldra þeirra. Það má nota kaffihús, símann þegar þau eru ekki nálægt, sms, msm, netpóst til að ræða málin.
• Foreldar tala saman um þarfir barnanna og veita stuðning þegar á þarf að halda í stað þess að kenna hvort öðrum um þegar illa gengur „þú vildir skilja er ekki rétt að þú sjáir þá um ……..“
• Börnun eru ekki sett í hlutverki skilaboðaskjóðunna „viltu segja pabba þinum að … eða mamma þín sagðist ælta að kaupa …….. “
• Börnunum er ekki ætað að njósa um foreldra sína ”er mamma þín komin með mann – gistir hann?”
• Foreldrar geta stutt hvort annað í foreldrahlutverkinu á margvíslean máta t.d. upplýst hvað er að gerast í lífi barnanna, stutt hvort annað í þeim ákvörðunum sem þau taka t.d. varðandi útivistarrelglur eða hvernig best við að róa barnið. Þeir geta skipst á að annast barnið í veikindum þess eða þeirra sjálfra. Verkefnin eru óendarleg.
• Foreldar sem vilja vinna saman og komast hjá deilum, ráðstafa ekki tíma eða peningum hvors annars án þess að eiga við ræða saman.
• Sveigjanleiki og áreiðanleiki er kostur í öllum samskiptum. Foreldrar sem vilja góða samvinnu standa við það sem þeir segja og láta tímanlega vita þegar breyta þarf áætlunum. • Foreldrarétt hvors annars er virtur og það viðurkennt að það eru til fleirri en ein leið til að gera hlutina.
• Foreldar sem vilja jákvæða samvinnu leyfa hvort öðru að njóta vafans. Spurningar um hagi barnanna eru ekki sjálfkrafa túlkaðar sem vantraust á foreldrahæfni viðkomandi heldur kannski sem sorg þess sem spyr eða einfaldega sem áhugi á því sem er að gerast í lífi barnanna. Það getur getur verið erfitt að láta frá sér verkefni sem varða börnin og viðkomandi hefur alltaf sinnt eins og að skoða skilaboð í skólatöskunni.
• Börnin mega ræða það sem er að gerast á heimilum foreldra sinna – Högum okkur með þeim hætti að það megi ræða hlutina í stað þess að senda börnum þau skilaboð ”ekkert vera að segja mömmu þinni eða pabba”. Reynum að setja okkur i spor hvors annars og muna að það er ekki all jafn alvarlegt
Valgerður Halldórsdóttir, félags-og fjölskylduráðgjafi MA