Skip to main content
Stjúpforeldrar

Ekk­ert kyn­líf þegar hann er með börn­in Smartland Mörtu Maríu

Sæl Val­gerður.

Ég er búin að vera í sam­bandi  við mann í tvö ár sem á stráka úr fyrra sam­bandi. Ég elska mann­inn minn og get ekki hugsað mér að missa hann. Ég er hins veg­ar al­veg kom­in að því að ganga út og er kom­in með kvíðahnút nokkr­um dög­um áður en þeir koma til okk­ar. Ég reyni að vera lítið heima en mér finnst maður­inn minn „stimpla sig úr sam­band­inu“ þegar þeir eru hjá okk­ur. Það er meira að segja skrúfað fyr­ir allt kyn­líf!

Kveðja, 

ein ör­vænt­ing­ar­full.

Komdu sæl.

Það er skilj­an­legt að þú hlakk­ir ekki til að strák­arn­ir hans komi til ykk­ar, ef þér líður þannig að maður­inn þinn „stimpli sig út“ úr sam­band­inu í návist þeirra. Hann vill ör­ugg­lega að strák­arn­ir finni að hann sé til staðar fyr­ir þá. Hins veg­ar get ég ímyndað mér að koma þeirra valdi hon­um líka viss­um kvíða og hann upp­lifi að hann sé einn á báti með þá þegar hann finn­ur spenn­una í þér. Hann gæti dregið þá álykt­un að þú þolir ekki strák­ana hans þar sem þú ert leng­ur í vinn­unni, meira með vin­kon­um þínum eða í rækt­inni þá viku sem þeir eru hjá ykk­ur.  Lesa má greinina í heild sinni HÉR

Instagram