Sæl Valgerður.
Ég er búin að vera í sambandi við mann í tvö ár sem á stráka úr fyrra sambandi. Ég elska manninn minn og get ekki hugsað mér að missa hann. Ég er hins vegar alveg komin að því að ganga út og er komin með kvíðahnút nokkrum dögum áður en þeir koma til okkar. Ég reyni að vera lítið heima en mér finnst maðurinn minn „stimpla sig úr sambandinu“ þegar þeir eru hjá okkur. Það er meira að segja skrúfað fyrir allt kynlíf!
Kveðja,
ein örvæntingarfull.
Það er skiljanlegt að þú hlakkir ekki til að strákarnir hans komi til ykkar, ef þér líður þannig að maðurinn þinn „stimpli sig út“ úr sambandinu í návist þeirra. Hann vill örugglega að strákarnir finni að hann sé til staðar fyrir þá. Hins vegar get ég ímyndað mér að koma þeirra valdi honum líka vissum kvíða og hann upplifi að hann sé einn á báti með þá þegar hann finnur spennuna í þér. Hann gæti dregið þá ályktun að þú þolir ekki strákana hans þar sem þú ert lengur í vinnunni, meira með vinkonum þínum eða í ræktinni þá viku sem þeir eru hjá ykkur. Lesa má greinina í heild sinni HÉR