Hæ Valgerður.
Ég er einhleyp móðir með á 11 ára gamla dóttur. Hér heima ganga hlutirnir ágætlega en ég er svo vanmáttug og pirruð þegar kemur að samskiptum við föður hennar. Dóttir mín vill breyta umgengninni og vera fleiri daga hjá mér. Það er í lagi mín vegna, en pabbi hennar heldur að þetta snúist um að ég geti ekki unnt honum þess að vera kominn í nýtt samband. Mér er bara alveg sama um hann, en ekki um líðan dóttur okkar. Ég hef hvatt hana til að ræða þetta við hann sjálf en hún treystir sér ekki til þess.
Sjá meira á Smartland