Stella Björg Kristinsdóttir er bæði móðir og stjúpmóðir. Hún og eiginmaður hennar, Orri Hermannsson, kynntust þegar hún var 22 ára og hann 34 ára. Þá átti hann þrjú börn úr fyrri samböndum. Hún segir mikilvægt að stjúpmömmur móti hlutverk sitt sjálfar og taki ábyrgð á vali sínu.
„Það fara allir inn í fjölskylduna og reyna sitt allra besta. Það sama átti við um mig. Ég vildi ekki gera mistök en maður lærir fljótt að það eiga sér stað mistök alveg eins og í kjarnafjölskyldum. Það er eins og maður setji á sig auka pressu því maður vill svo innilega að allt gangi vel. Sú pressa getur reynst erfið til lengdar og það eina sem er þörf á er að stjúpforeldrar reyni sitt besta. Það er aldrei hægt að vera fullkominn. Þegar maður reynir það býr maður til spennu og það gerir hlutina erfiðari þegar þeir koma upp. Viðtalið má lesa í heild sinni hér.