Skip to main content
Fréttir

„Þetta var mitt val en ekki barn­anna“ El­ín­rós Lín­dal MBL

Stella Björg Krist­ins­dótt­ir er bæði móðir og stjúp­móðir. Hún og eig­inmaður henn­ar, Orri Her­manns­son, kynnt­ust þegar hún var 22 ára og hann 34 ára. Þá átti hann þrjú börn úr fyrri sam­bönd­um. Hún seg­ir mik­il­vægt að stjúp­mömm­ur móti hlut­verk sitt sjálf­ar og taki ábyrgð á vali sínu.

Stella seg­ir að hún hafi litið á það sem bón­us að eig­inmaður henn­ar hafi átt börn úr fyrri sam­bönd­um. Í dag er Stella móðir Freyju Rán­ar og stolt stjúp­móðir þriggja barna á öll­um aldri.Stella er þakk­lát fyr­ir að hafa fengið það hlut­verk að verða stjúp­mamma en henn­ar reynsla sé sú að all­ar þær stjúp­mömm­ur sem hún hafi kynnst hafi viljað reyna sitt besta.

„Það fara all­ir inn í fjöl­skyld­una og reyna sitt allra besta. Það sama átti við um mig. Ég vildi ekki gera mis­tök en maður lær­ir fljótt að það eiga sér stað mis­tök al­veg eins og í kjarna­fjöl­skyld­um. Það er eins og maður setji á sig auka pressu því maður vill svo inni­lega að allt gangi vel. Sú pressa get­ur reynst erfið til lengd­ar og það eina sem er þörf á er að stjúp­for­eldr­ar reyni sitt besta. Það er aldrei hægt að vera full­kom­inn. Þegar maður reyn­ir það býr maður til spennu og það ger­ir hlut­ina erfiðari þegar þeir koma upp. Viðtalið má lesa í heild sinni hér.

Instagram