Skip to main content
Foreldrasamvinna

Skipt búseta með einu lögheimili er valkostur fyrir úrvalsdeildina

Foreldra barna sem eiga tvö heimili munu geta átt þess kost að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, að semja um „skipta búsetu“ barna sinna. Lögheimili barns mun þó verða áfram hjá öðru foreldri þess, verða tillögur starfshóps sem var skipaður í kjölfar þingsályktunartillögu sem samþykkt var á Alþingi 12. Maí 2014, að veruleika. Þetta kom fram í kynningu Rakelar Þráinsdóttur, lögfræðingi hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og starfsmanni starfshópsins, á málstofa sem Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni hélt í Lögbergi 11. nóvember sl. og bar heitið „Skipt búseta barna sem búa á tveimur heimilum“.

Í pallborði sátu Bóas Valdórssyni sálfræðingur, Guðríður Bolladóttir lögfræðingur og Pálmi Þór Másson lögfræðingur sem voru í starfshópnum auk Lilju Borg Viðarsdóttur sem var starfsmaður hans. Málstofustjóri var Hrefna Friðriksdóttir, prófessor við Lagadeild HÍ og stjórnarformaður RÁS.

Starfshópurinn hafði það verkefni að kanna hvernig mætti jafna stöðu foreldra sem fara sameiginlega með forsjá barna sinna með tilliti til réttinda, skyldna og skráningar sem fylgir lögheimili barns. Hópnum var falið í því samhengi að taka afstöðu til þess hvort taka skuli upp kerfi sem heimilar börnum að hafa tvöfalt lögheimili eða hvort annað fyrirkomulag jafnrar búsetu henti betur. Formaður nefndarinnar var Þórhildur Líndal, lögfræðingur og forstöðumaður Rannsóknastofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni.

Úrvalsdeild foreldra

Á fundinum koma fram að um væri að ræða almennar tillögur fyrir afmarkaðan hóp foreldra sem vildu og gætu unnið saman að hagsmunum barna sinna eða fyrir „úrvalsdeild foreldra“ sagði Guðríður Bolladóttir og bætti við að þeim væri ekki ætlað að leysa úr ágreiningi foreldra. Pálmi Þór Másson tók í sama streng og sagði tillögurnar almennar og „fyrir afmarkaðann hóp foreldra“ og þær þyrfti að útfæra nánar. Bóas Valdórsson benti jafnframt á, að fyrir þá foreldra sem vildu semja og jafna stöðuna sín á milli „þá sé engin fyrirstaða í kerfinu sem hindrar það“ næðu tillögurnar fram að ganga. Tillögurna væri hinsvegar hvorki tæmandi né fullkomnar.

Að mati starfshópsins á skipt búseta að fela í sér fimm meginþætti:

1 Foreldrar taki í sameiningu allar ákvarðanir er varða barnið, þ.á m. ákvarðanir er varða lögheimili innanlands, leikskóla,grunnskóla og daggæslu, heilbrigðisþjónustu og tómstundir.
2. Opinber stuðningur við foreldra skiptist jafnt á milli þeirra, s.s. barnabætur, mæðra- og feðralaun og umönnunargreiðslur. Þá verði tekið tillit til þess að barn sé í skiptri búsetu varðandi rétt til námslána og vaxtabóta.
3. Meðlag falli sjálfkrafa niður með þeim rökum að skipt búseta byggi á góðu samkomulagi og ríkum samstarfsvilja foreldra þar sem gengið er út frá því að foreldrar semji sín á milli um hvernig framfærslu barnsins skuli háttað.
4. Stuðningur og þjónusta sveitarfélaga við foreldra vegna barns skiptist jafnt á milli þeirra nema þeir semji á annan hátt.
5. Skipt búseta barns verði skráð í Þjóðskrá Íslands og hægt verði að miðla þeim upplýsingum, m.a. til sveitarfélaga.

Starfshópurinn leggur til eftirfarandi skilyrði fyrir skiptri búsetu:

1. Sameiginleg forsjá, enda felur skipt búseta í sér jafna ábyrgð, rétt og skyldu foreldra til að taka sameiginlega allar ákvarðanir er varða barnið.
2. Samkomulag sé um lögheimili barns
3. Gott samstarf foreldra og góð og víðtæk sátt milli foreldra um það sem barninu er fyrir bestu. Að foreldrar eigi farsæl samskipti varðandi hagi barnsins og geti miðlað upplýsingum um daglegt líf þess sín á milli.
4. Foreldar búi nálægt hvort öðru, í sama eða aðliggjandi skólahverfi, hvort sem um er að ræða sama sveitarfélag eða ekki. Barn sé í einum leikskóla og sæki einn grunnskóla. Einnig að barnið geti sótt skóla frá báðum heimilum, tekið þátt í frístundastarfi og átt samskipti við vini.
5. Samningur um skipta búsetu verði háður staðfestingu sýslumanns sem jafnframt ber að leiðbeina foreldrum um þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að skipt búseta komi til greina og hvaða réttaráhrif hún hefur í för með.
6. Foreldrum verði veitt ráðgjöf hjá embætti sýslumanns sem sérfræðingur í málefnum barna veitir áður en sýslumaður staðfestir samninginn.

Ágreiningsmálum fjölgar með skiptri búsetu

Eins og áður segir er tillögunum ekki ætlað að leysa ágreining foreldra um eitt eða annað og gengið er út frá því að samskipti foreldra séu mjög góð í alla staði. Það væri ein megin forsenda þess að sýslumaður myndi staðfesta slíkan samning.
Í viðtali við Hrefnu Friðriksdóttur kom hinsvegar fram að bæði í Svíþjóð og Noregi þar sem mesta reynslan er á skiptri búsetu séu sterkar vísbendingar um að einstaka ágreiningsmálum fara fjölgandi, eftir því sem fyrirkomulagið hefur þróast. „Þegar fólk á að að taka allar ákvarðanir sameiginingu þá er að koma í ljós að fólk ræður ekki við það“ segir Hrefna. Svíar hafa rætt þennan vanda til margra ára og „ þeir breyttu lögunum fyrir nokkrum árum og játuði sig dálítið sigraða. Þeir yrðu að opna fyrir þann möguleika að foreldrar væru ekki sammála í öllum tilvikum og settu sérstak lagaákvæði um það, að það mætti veita barni ákveðna heilbrigðisþjónustu ef annað foreldrið væri því sammála ef það fengist samþykki félagsmálanefndar“ segir Hrefna.

Hún sagði jafnframt að Svíar hafi ætluðu eingöngu að beita þessu ákvæði í örfáum undantekningum t.d. þegar ofbeldi væri í spilinu og í þjónustu við börn þegar annað foreldri var grunað um ofbeldi. „Reynslan er hinsvegar sú að þetta er ekki bara í þeim málum“ segir Hrefna. Algengt er að foreldrum greinir á um greiningar og meðferð við ofvirkni og athyglisbresti og fleira. „Fleiri og fleiri mál koma upp og heilmikið álag er fyrir félagsmálanefndir að taka við ágreiningsmálum“ segir Hrefna.
Hrefna nefndi jafnfram að í Svíþjóð hafi það færst í vöxt að börn sem eru í skiptri búsetu séu í sitthvorum tómstundunum sitthvora vikuna. Ágreiningur um skólagöngu barna hafi færst í vöxt og um hverskonar skóla á að velja fyrir barnið. Í slíkum tilvikum er „enginn til staðar til að leysa úr ágreiningi og þá fjölgar dómsmálum um lögheimili eða forsjá“ segir Hrefna.

Valgerður Halldórsdóttir ritstjóri

Instagram