Félagsráðgjafinn og fjölskyldufræðingurinn Valgerður Halldórsdóttir er einn okkar fremstu sérfræðinga þegar kemur að tengslum stjúpfjölskyldna. Hún segir okkur geta verið mikið betur undir stjúpforeldrahlutverkið búin.
Valgerður Halldórsdóttir heldur úti vefsíðunni stjúptengsl.is og býður bæði upp á námskeið og viðtöl fyrir stjúfjölskyldur. Í síðustu viku fór af stað nokkurra þátta samstarf hennar og Viðju uppeldisfærni sem halda úti hlaðvarpinu Uppeldisspjallið.
„Þar er að finna aðgengilega uppeldisráðgjöf sem uppeldisfræðingar og sálfræðingur veita. Í ljós kom að það var mikið hlustað á þáttinn og þörfin fyrir hendi. Við ákváðum því að gera nokkra þætti saman sem snúa að börnum. Hlustendur geta sent inn spurningar sem ég ætla að reyna svara. Með vorinu mun hlaðvarpið „Stjúptengsl“ fara í loftið en fólk í stjúpfjölskyldum er á öllum aldri og viðfangsefnin óþrjótandi,“ segir Valgerður en þættirnir eru aðgengilegir í gegnum Soundcloud. Viðtalið má lesa í heild HÉR