Stjúpmóðurhlutverkið vefst fyrir mörgum, á sumum sviðum gengur vel en á öðrum reynir verulega á.
Óvissa um hvað „eigi og megi“ t.d. þegar kemur að börnunum og fyrrverandi maka makans veldur oft streitu og kvíða í annars góðu sambandi. Á örnámskeiðinu verður stuttlega farið yfir helstu áskoranir stjúpmæðra og hvað getur hjálpað til að takast á við og mótað hlutverkið.
Hvenær? 7. apríl 2021
Hvar? Merkurgötu 2b, Hafnarfirði
Klukkan hvað? kl. 18.00 til 21.00
Kennari: Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi, MA